Ađ fara aftur í gömul spor

Þađ getur gerst og gerist mjög oft, ađ viđ bökkum.
Erum búin ađ setja sjálfum okkur mörk, búin ađ loka á þađ sem brýtur okkur niđur í stađ þess ađ byggja okkur upp.

En svo allt í einu finnum viđ okkur í þeim ađstæđum ađ opna fyrir þađ sár aftur.

Hugur er međvitađur en hjartađ man ekki lengur hvađ braut þađ.
Hjartađ sem vill trúa á þađ góđa í öllum.

Sem á erfitt međ ađ skilja hvađ gerist þegar einstaklingar byggja upp þađ sterkan vegg lyga, afneitunar eđa frávarps á ađra, í kringum sig, ađ þeir geta ekki eđa eiga ansi erfitt međ, nær ógerlegt ađ snúa til baka og sjá hvernig hlutirnir raunverulega eru.

Því stađreyndin er sú, ađ viđ getum ekki hjálpađ þeim sem vilja ekki hjálpa sér sjálfir. Þađ mun alltaf skilja okkur eftir í vanlíđan og sorg.

Ađ gefa og gefa á međan ađrir taka og taka.
Þar er ekki jafnvægi.
Óumbeđin hjálpsemi kemur frá blæđandi sári innra međ okkur, ef hún er þađ sem gefur okkur virđi.

Okkur mun byrja ađ blæđa út, ef viđ festumst þar, í von um ađ finna virđi.
En þađ er einmitt þar sem áfallatengingin liggur (trauma bond). Ađ fórna okkur sjálfum til ađ finna virđi.

Ađ reyna ađ gera einhvern/einhverja hamingjusaman/hamingjusam sem verđur þađ aldrei, því sú hamingja býr innra međ viđkomandi en hann/hún vil ekki sjá hana og heimtar hana frá öđrum. Þađ verđur aldrei nóg. Sama hvađ viđ reynum.

Þađ er á ábyrgđ einstaklingsins ađ leita sér hjálpar ef þađ er þađ sem hann þarf eđa vill. Þađ er þeirra eigin vegur til ađ ganga eftir, í lífinu.

Í međvirkni reynum viđ ađ finna virđi međ því ađ hjálpa öđrum. Fórnum okkur sjálfum til ađ reyna ađ gera ađra hamingjusama, til þess ađ finna virđi. Gefum meira en viđ getum.

Þeir sem beita andlegu ofbeldi finna virđi međ því ađ taka frá öđrum. Taka meira en ađrir geta gefiđ. Međ því ađ heimta, dæma, stjórna, hræđa, kasta frá sér skömm, fylla af efa, snúa viđkomandi gegn sjálfum sér.

Međ því ađ taka góđu eiginleikana í burtu frá þeim sem þykir vænt um þá, gera þá veika og sannfæra þá um ađ þađ sé eitthvađ ađ þeim. Ađ þeir séu vandamáliđ.

Benda á breytingarnar sem hafa orđiđ hjá fórnarlambinu (vegna ofbeldisins) og nota þađ sem sönnunargögn til ađ stađfesta ađ þađ sé eitthvađ „ađ“ hjá fórnarlambinu.

Svo geta fórnarlömb fest í þessari hringrás sjálfshaturs. Finnast þau vera tengd viđkomandi ef þau eru minni en þau eru, líkt og viđkomandi gaf þeim virđi fyrir. Samþykkti, verđlaunađi, hélt aftur af ofbeldi fyrir.

Fórnarlömb þurfa ađ rjúfa tenginguna til þess ađ finna virđi hjá sjálfum sér.
Ađ þau séu nóg, hjá sér.

Ađ virđi komi ekki frá því ađ vera stærri eđa smærri en þau eru, því þau hafi fengiđ viđurkenningu fyrir þađ, frá þeim sem sneri þeim gegn sér sjálfum.

Ég þurfti ađ gera þetta. Fara í gegnum allan sársaukan viđ ađ slíta á tenginguna.
Þađ var þess virđi. Ég upplifđi ólýsanlega hamingju. Ég var nóg. Komin aftur til mín.

En breytingar gerast ekki á einum degi. Viđ þurfum ađ vera međvituđ, aftur og aftur. Fara í gegnum sársaukan aftur og aftur.

Mér varđ á, núna nýlega, ađ kveikja á kertaloga tengingarinnar á ný. Þar sem mitt virđi kom frá hamingju þeirra sem brutu mig niđur.

Ég fann þađ strax. Hágrét í marga daga.
En ég þurfti greinilega ađ læra eitthvađ ofan á þađ sem ég vissi áđur, og halda svo áfram.

Taka þađ sem ég lærđi, taka upp þetta litla brot og festa þađ aftur á mig međ gylltum þræđi. Eitthvađ til ađ læra af, til ađ hjálpa mér ađ vaxa og dafna. Partur af heildarmyndinni.

Sný aftur til sjálfrar mín í kærleika og skilning. Hlúi ađ mér.
Hleypi sársaukanum ađ og geng í gegnum hann. Leiđi sjálfa mig í gegn. Aftur í nóg-iđ. Aftur til mín.

Þetta tekur allt tíma, endurtekningu og skilning, í kærleika. Þađ er gott ađ hafa þađ í huga.

Ađ detta til baka er ekki merki um veikleika. Þađ er merki um ađ ég er ađ stökkva í óvissuna. Þá er eđlilegt ađ hugur og hjarta leiti í þađ sem þađ þekkir.

Mögulega því þađ þurfti ađ fá betri stađfestingu á sannleikanum, allt til ađ hjálpa mér ađ halda áfram. Allt til ađ færa mig í átt ađ meiri þroska og visku.

Breytingar eru ekki auđveldar, því viđ hræđumst þađ sem viđ þekkjum ekki og líkami, hugur og hjarta er stöđugt ađ reyna ađ halda okkur í örygginu.

En breytingar eru þađ sem færir okkur áfram.

Áfram í ađ lifa, ekki bara lifa af.
Áfram í ađ kynnast okkur sjálfum.
Áfram í ađ læra, nýta og bæta

Áfram í ađ vera hér.

Allur sársaukinn, öll hamingjan, allt. Þetta er allt partur af ferlinu.

Sýndu sjálfri/sjálfum þér skilning, þolinmæđi og umhyggju. Vertu til stađar fyrir þig, međ því ađ gefa þér rými. Öllu sem þú ert. Alveg eins og þú ert, núna.

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.