Sú ég, sem ég er í dag

Síđastliđnar vikur hef ég veriđ í og úr vinnu, vegna líkamlegra veikinda. Þar á međal frunsusýkingu sem fór alveg niđur í háls.

Þessar sýkingar koma örfáum sinnum á àri, og èg tek lyf til þess ađ međhöndla þær, og þær stoppa yfirleitt stutt.

Í þetta sinn virđist ég hafa tekiđ međ mér aukapestir ofan á þađ sem varđ til þess ađ ég var rúmliggjandi þá daga sem ég var sem verst.

Þađ er ekki frásögu færandi nema einfaldlega vegna þess ađ þessar síđustu vikur, hafa minnt mig óþæginlega mikiđ á þađ þegar ég komst ekki til vinnu vegna andlegra veikinda.

Treysti mér ekki til þess ađ fara á fætur á morgnanna og þràđi svefn, var alltaf þreytt, alltaf orkulaus.

Ég hef því grátiđ mikiđ af ótta. Þvì ég vil ekki upplifa slíkt aftur.

En þađ er bara því tilfinningin er kunnugleg, ađ vera heima, ađ eyđa dögunum uppi í rúmi, þegar ég þrái ađ komast út.
Þađ er einfaldlega tilfinningin sem er kunnugleg. Því ég er ekki þar lengur.

Ég hræđist ekki lengur ađ fara út fyrir íbúđina, ađ vera í kringum fólk, ađ prófa eitthvađ nýtt. Þađ vekur tilhlökkun og spennu hjá mèr í dag og ég er svo þakklát fyrir þađ.

Því ég hræddist allt þađ, hér áđur fyrr. Þràđi ađ þađ væri ekki þannig en þađ var samt þannig.

Ég hef veriđ mjög sár og leiđ yfir því ađ hafa ekki getađ gert þađ sem færir fyllingu í hjartađ.

En svo talađi ég viđ lækni, sem sagđi mér ađ ég væri líklegast bara ađ ađlagast. Sem er alveg rétt. Því ég braut upp mynstriđ. Steig í þađ sem ég var hrædd viđ.

Líkaminn er stöđugt ađ reyna ađ vernda mig, reyna ađ fá mig í öryggiđ. Hann veit ekki ađ þađ sem ég er ađ gera, er ađ hjálpa mér. Hann heldur í þađ sem hann þekkir og getur spáđ fyrir.

Ég fer út í daginn, væntingalaus, međ opinn hug og hjarta.
Hann þekkir þađ ekki.

Ég eyddi svo mörgum àrum í ađ byrgja mig. Ađ verja mig. Þađ er þađ sem hann þekkir.

Sérstaklega þegar minnstu saklausu hlutir fylltu mig af ótta. Því þeir vöktu upp erfiđar óunnar minningar.

Hjarta og hugur halda enn í þær og eina leiđin til þess ađ komast í gegnum þađ sem gerist í þeim ađstæđum sem kalla þær fram, er ađ skapa nýjar breytingar, nýjar minningar.

Međ því ađ gefa mér rými. Vera til stađar fyrir mig. Leyfa tilfinningunum ađ koma. Án væntinga og án þess ađ dæma.

Leyfa mér ađ vera hér og nú, međ því ađ gefa öllum hugsunum og tilfinningum í ađstæđunum rými. Međ því ađ fara í gegnum þær og halda í hendina á sjálfri mér međan ég geri þađ.

Þađ er þađ sem ég hef veriđ ađ gera, og mér hefur aldrei liđiđ betur. En líkaminn er ennþá ađ venjast því. Þess vegna held ég ađ hann bregđist svona viđ, og setji ónæmiskerfiđ í uppnám.

Því hann er hræddur og þekkir ekki þađ sem ég er ađ gera.

Þađ er bara ein lausn viđ því.
Ađ gera þetta aftur og aftur og aftur. Þar til þetta verđur kunnuglegt.

Međ því ađ vera til stađar fyrir mig. Međ því ađ sýna mér skilning og samkennd.

Ég þarf ađ vera međvituđ um ađ líkaminn er bara ađ venjast og í stađ þess ađ verđa reiđ eđa sár út í hann. Einfaldlega segja.
„Þetta er allt í lagi“.

Ég skrifa þetta sem áminningu um þađ ađ viđ þurfum ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf, fyrir þađ hvernig heilsan er í dag, hvernig okkur líđur í dag, hvernig viđ erum í dag.

Í stađ þess ađ dæma okkur og vera sár eđa reiđ yfir því hvernig viđ erum ekki og hvernig viđ vildum ađ viđ værum, í dag.

Í dag færđu þessa „útgáfu“ af sjálfri/sjálfum þér. Gerđu þađ besta sem þú getur gert fyrir hana í dag.

Međ því ađ vera til stađar, hlúa ađ henni, sýna henni skilning, alveg eins og hún er, núna.

Vertu hér, fyrir þig, alveg eins og þú ert núna.

 

-Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.