Ađ hafa orđiđ fyrir andlegu ofbeldi

Eftirfarandi færslu skrifađi ég niđur eftir ađ ég rakst á póst á instagram.

Sá póstur innihélt 4 punkta um þađ hvernig afleiđingar andlegs ofbeldis geta birst hversdagslega hjá þeim sem hafa orđiđ fyrir því.

Punktarnir voru eftirfarandi: Sá sem hefur orđiđ fyrir andlegu ofbeldi mun

1) Stöđugt biđjast afsökunar.

2) Fela tilfinningar sínar af ótta viđ ađ koma þér/öđrum í uppnám.

3) Brotna niđur í litlum ágreiningum, í þeirri trú ađ þeir muni springa í loft upp.

4) Þarfnast mikillar hughreystingar (ekki viss hvort þetta sé rétta orđiđ, ađ þurfa ađ vera viđurkennd/ur af öđrum til ađ finna sjálfvirđi).

Ég vildi útskýra þetta ennþá fremur og skrifađi niđur eftirfarandi færslu:

Ágætis áminning, fyrir þá sem vilja skilja betur

Hjá sjálfri mér hlúi ég ađ mér međ því ađ fylgjast međ því sem er ađ gerast í hug og hjarta.

T.d. veit ég bara ađ tilfinningarnar eru ađ koma frá óunnum stađ ef sýnilega ástæđan, meikar ekki sens.

Þá get ég sagt viđ mig, í stađ þess ađ dæma: hæ, ég sé þig, hvađ ertu ađ segja mér? Hvađ þarf ég ađ fara í gegnum?

Svo leyfi ég því sem gerist einfaldlega ađ gerast, hvort sem ég byrja ađ gráta eđa hvađ annađ.

Ég þarf ađ fara í gegnum þađ, því hjarta og hugur eru ađ vinna úr einhverju. Hvort sem þađ er í fortíđ eđa nútíđ. Þađ er einhver spenna sem þarf ađ fá ađ losna.

Andlegt ofbeldi getur látiđ þér líđa eins og gólfiđ sé dregiđ undan fótunum á þér. Ekkert meikar sens, nema þađ ađ þú hugsar um sjálfa/n þig sem hræđilega manneskju (sem þú ert ekki) og reynir stöđugt ađ bæta upp fyrir þađ.

Þađ besta sem ég hef lært ađ gera er einfaldlega ađ taka eftir, taka eftir öllu sem gerist og sýna mer skilning og samkennd.

Þađ ađ þetta sé ađ gerast segir ekkert neikvætt um mig. Einfaldlega þarf ég ađ vinna úr einhverju. Þarf ađ fara í gegnum þađ.
„Þetta er allt í lagi“.

Enn fremur passa ég upp á væntingarnar mínar. Því heilinn á mér var búinn ađ þróast í þá átt ađ bùast alltaf viđ hinu versta.

Byrjađi ađ minnka mig, kvíđinn kom og tók yfir og ég byrjađi í skekkju ađ spá fyrir hvađ væri ađ fara ađ gerast. Og þađ var nánast alltaf neikvætt.

Þetta tekur allt æfingu.
Taktu eftir, aftur og aftur
Farđu í gegnum erfiđar tilfinningar og hugsanir, aftur og aftur.

Ekki reyna ađ stækka eđa minnka þig. Leiddu hugann ađ því hver þú ert í miđjunni. Þar sem þú ert nóg. Því þú ert nóg.

Ađ biđjast stöđugt afsökunar: ađ biđjast afsökunar fyrir ađ taka pláss – ađ minnka sig

Ađ fela tilfinningar vegna ótta viđbragđa: Þjónađi viđkomandi á þeim tíma. Til þess ađ lifa af. Gerir þađ eflaust ekki núna (ef viđkomandi er kominn úr ađstæđunum).
Heilinn lærđi – ég þegi – þá má ég vera til.

Þetta er einhvađ sem þarf ađ aflærast međ æfingu.

Byrjunarreiturinn er einfaldlega sá ađ gefa sér rými, í hug og hjarta. Veita því athygli. Vera til stađar. Án þess ađ dæma og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma.

Hægt og rólega búa til pláss fyrir allar tilfinningar og hugsanir. Skođa þær. Vera hjá þeim.
Ađ vera til – ekki lengur samasem merki viđ þađ ađ hlýđa og gegna í öllu og án eigin sjálfstæđrar hugsunar.

Viđ megum vera til, bara fyrir okkur sjálf.
Lykillinn er innra međ okkur.
Ađ finna leiđina aftur til okkar sjálfra.
Ađ viđ erum nóg, og viđ höfum alltaf veriđ nóg.

Litla hjartađ sem hjàlpar okkur ađ lifa af veit þađ. Öđruvísi myndi þađ ekki reyna ađ lifa af ❤

Ađ brotna niđur í litlum ágreiningum: kemur ađ punktinum hér fyrir ofan. Ef tilfinningin virđist ekki passa viđ núverandi atvik, þá er eitthvađ undirliggjandi sem er ađ reyna ađ brjótast út.

Eitthvađ undirliggjandi sem hefur ekki fengiđ þađ pláss sem þađ þarf. Orka sem hefur ekki veriđ fariđ í gegnum.

Međ því ađ veita því athygli, þá gefum viđ því rými. Þá hlúum viđ ađ því.

Án þess ađ ýta eftir einhverri niđurstöđu og án þess ađ dæma. Einfaldlega leyfa því sem er, ađ vera.

Ađ þurfa mikla hughreystingu: Þetta er þađ sem gerist þegar viđ finnum ekki ađ viđ erum nóg, innra međ sjálfum okkur. Þá leitum viđ utan okkar, til þess ađ fá samþykki. Til ađ mega taka rými.

Međ því ađ leita stöđugt eftir hughreystingu erum viđ í raun ađ segja viđ ađra: má ég vera til? Er ég nóg?

Þetta er einfaldlega þađ sem gerist þegar viđ lærum ađ viđ séum ekki nóg. Og þađ er bara ekki rétt.

Viđ þurfum ađ aflæra þađ.
Og þađ tekur tíma og þolinmæđi. Kjark til ađ fara í gegnum þetta. Til ađ staldra viđ. Vera hjá erfiđu tilfinningunum og hugsununum.

Treystu mér, þađ verđur allt þess virđi. Sama hversu erfitt þetta er, og sérstaklega fyrst, guđ minn góđur..

Ég var á svo erfiđum stađ í lífinu. Var búin ađ brjóta mig alla í sundur.

Þessi verkfæri komu mér til baka, til sjálfrar mín. Í „nóg-iđ“.

Vonandi getur þetta hjálpađ einhverjum ađ skilja betur, hversu ófyrirsjáanleg áhrif andlegt ofbeldi getur haft á þann/þá sem verđur fyrir því.

Hugur og hjarta hætta ađ haldast í hendur. Hjartađ berst á móti huga og hugur á móti hjarta.

Þađ sem þarf ađ gerast, er ađ þađ þarf hægt og rólega ađ vinna ađ því ađ leiđa hug og hjarta í átt ađ hvoru öđru á ný. Byggja upp traust þeirra á milli, á ný.

Međ skilning, þolinmæđi og samkennd, án þess ađ dæma og án væntinga, í kærleika.

Viđ þurfum ađ tala viđ okkur sjálf, á kærleiksríkan hátt. Sama hvađa tilfinningu viđ finnum fyrir. Sama hvađa hugsun kemur til hugar.

Vertu til stađar fyrir þig. Fyrir þig.

Fyrir allt sem þú ert.

 

– Karen

 

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.