Heilræđi dagsins

Gerum bara hiđ uppbyggilegasta sem viđ getum gert úr þessum degi.
Svo er annar dagur á morgun.

Sama hversu seint þú vaknađir
Sama hversu „lítiđ“ þú áorkađir
Sama hversu ósátt/ur þú ert međ þađ hvernig dagurinn fór.

Þađ eina sem viđ getum gert, er ađ taka augnablikinu eins og þađ er.
Hlúa ađ því.
Veita því athygli.
Vera til stađar.

Viđ höfum einfaldlega þađ sem er hér og nú.
Međ því ađ bæta viđ orđinu „ætti“, þá tökum viđ frá augnablikinu.

Þađ þarf ekkert meira eđa minna en þađ sem er, hér og nú.
Því ef viđ festumst þar, festumst í ađ dæma, þá týnum viđ augnablikinu.
Þađ er akkúrat gagnstæđan viđ þađ sem augnablikiđ þarf.

Međ því ađ beina athyglinni ađ því sem er, hér og nú, opnum viđ líka augun fyrir tækifærunum sem viđ höfum, hér og nú.

Hvađ get ég gert núna, til þess ađ hjálpa mér á minni vegferđ í dag?
Hvernig get ég sáđ fræjum í mínum hug og hjarta, í dag?
Hvernig get ég veriđ til stađar fyrir mig, í dag?

Þađ sem viđ færum athyglina ađ, þađ er þađ sem fær tækifæri til þess ađ vaxa.

Þađ sem viđ færum athyglina ađ, í kærleika, þađ er þađ sem fær ađ blómstra.

Međ tíma, skilning, þolinmæđi og umhyggju.

Sama hversu erfiđur dagurinn er
Sama hversu ósátt viđ erum.
Hvađ getum viđ gert, akkúrat núna, til þess ađ byggja okkur upp?

Međ því ađ vera til stađar, fyrir allt sem viđ erum.
Allar tilfinningar og hugsanir.

Ef hugurinn er ađ angra þig.
Hlustađu                                                    Vertu hjá honum.
Veittu honum athygli.
Í öllu, sýndu honum skilning.

Ef tilfinningar eru ađ angra þig.
Vertu hjá þeim.
Án væntinga og án þess ađ dæma (og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma).
Farđu í gegnum þær, međ því ađ veita þeim athygli.

Fylgstu međ þeim koma og fara.
Fylgstu međ þeim magnast og minnka.
Fylgstu međ þeim fjara út.
Án þess ađ ýta á eftir því.
Í öllu, sýndu þeim skilning.

Þađ „besta“ sem viđ getum gert úr hverjum degi, sama hversu erfiđur hann er.
Er einfaldlega þađ, ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf.

Međ því ađ segja viđ okkur sjálf:

Hvađ sem er og hvađ sem verđur,
Þetta er allt í lagi.
Sama hvađa hugsun eđa tilfinning kemur,
Þetta er allt í lagi.

Sama hvađ gerist í dag eđa á morgun

Ég er hér.
Ég er til stađar fyrir þig.

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.