Jólin

Jólin geta veriđ mikill tilfinningahrærigrautur.
Því samveran er umfram öllu, ađ vera saman
En þađ hafa ekki allir einhvern
Og á jólunum getur þađ orđiđ skýrara
Því jólunum eyđum viđ međ þeim sem viđ elskum og þađ ađ borđiđ er tómt, eđa tómara en fyrr, er erfiđ áminning.

Vinir sem viđ áttum en urđum ađ kveđja,
Fjölskyldumeđlimir sem fariđ hafa annađ, hvort sem þađ er annars stađar á jörđu eđa í jörđu, á hinum hinsta hvíldarstađ.
Fólk sem viđ héldum ađ viđ þekktum en lærđum ađ viđ þekktum þađ bara alls ekki.

Borđiđ er tómara en fyrr.
En þađ getur einnig veriđ fyllra
Þađ fer einfaldlega eftir því hvar viđ erum stödd í okkar ferđalagi um lífiđ.

Þeir sem viđ syrgjum, syrgjum viđ sárt.
Þađ er erfitt ađ hugsa til þeirra sem viđ höfum misst.
Ég átti ekki von á því ađ þađ myndi birtast mér svona skýrt í dag.

Jólaball međ litlum krökkum og jólasveinum á leikskóla.
Ég vissi af jólasveinunum, þađ var ekkert áhyggjuefni.
En svo komu þeir og ég fann hvađ ég dofnađi öll.
Ég minnti mig á hvar ég væri og einblíndi á yndislegu börnin og brosin þeirra.

Ég sagđi viđ sjálfa mig, ég finn þessa tilfinningu, þađ er allt í lagi.
Ég þarf ađ hlúa ađ henni.
Sleppti aldrei sjónum á henni, en beitti athyglinni ađ önduninni.

Ég vissi strax hvađa minning var ađ baki sorginnar sem var ađ koma upp á yfirborđiđ.
Mér finnst alltaf erfitt ađ leyfa mér ađ tjá mig um hann, því partur af mér telur mig ekki eiga rétt á því ađ syrgja.

Viđ sem erum skilnađarbörn eignumst stundum stjúpforeldri og jafnvel stjúpsystkini eđa hálfsystkini.
Ég var rúmlega 11-12 ára gömul, ađ ég held, þegar ég eignađist í fyrsta skiptiđ eldri stjúpbróđur. Viđ vorum í lífi hvors annars í 11 ár.

Hann vakti forvitni mína.
Ég man ennþá eftir því þegar ég stalst til ađ taka mynd af honum því ég var svo spennt ađ sýna vinkonum mínum nýja stjúpbróđur minn.
En ég var bara ung og hann ađ nálgast fullorđinsaldur svo ég man vođa lítiđ eftir mikilli tengingu okkar á milli.

Þađ sem ég man hvađ mest eftir var þegar skroppiđ var kannski í búđina og ég taldi mig vera eina heima og söng hástöfum inni í stofu.
Svo sá ég hann koma fram og áttađi mig á því ađ hann hefđi heyrt þetta allt saman.
Unglinga-ég fór alveg í kleinu.

Svo liđu árin.
Og minni og minni tími sem var eytt saman.
Ég tók stóra ákvörđun, sem tengdist honum ekki, fyrir sjálfa mig. Þađ sem ég taldi vera best fyrir mig, á þeim tíma.
og vegna þess, missti ég af því í leiđinni, ađ kynnast honum betur.

Svo héldu árin áfram ađ líđa
Ég var mölbrotin og hjartađ í molum. En ég taldi mig alltaf hafa meiri tíma.
Þetta verđur allt einhvern veginn í lagi á endanum.
Þetta mun lagast.
Þađ hugsađi ég.

En stundum höfum viđ ekki meiri tíma.
Stundum breytist allt á örskammri stundu.
Þegar ég átti sjálf erfitt međ ađ sjá einhverja von. Hafđi séđ þađ oft áđur hjá þeim sem mér þótti vænt um.

Þá, án nokkurs fyrirvara, sá ég hvernig þađ gæti endađ endađ.

September 2017

Símtaliđ kemur og fæturnir dofna.
Þađ virđist ekki raunverulegt.
Og á sama tíma var ég ađ berjast viđ þær hugsanir ađ ég ætti ekki skiliđ ađ syrgja hann.
Ég fór. Ég tapađi því tækifæri. Ég valdi þađ sjálf.

Þađ var mér ađ kenna ađ ég náđi aldrei almennilega ađ kynnast honum.
Reyndi ađ hlusta á tónlistina hans.
Skođa myndir.
Skođa hvađ ađrir væru ađ segja um hann.
Reyna ađ skilja, einhvern veginn.

Og mér fannst ég hræđileg manneskja fyrir ađ voga mér ađ gráta yfir þessu.
Mér væri engin vorkunn.
Hvađ um þá sem raunverulega þekktu hann.
Raunverulega skildu hann. Raunverulega höfđu hann í sínu lífi. Ekki bara í fjarlægđ.

Ég hrundi niđur.
Átti þađ til ađ reyna ađ tala viđ hann, á einhvern hátt, leiđ svo hræđilega og bađ hann afsökunar á því hvađ ég væri ađ vera sjálfhverf, fyrir þađ eitt ađ reyna ađ tala viđ hann.

Í stöđugri togstreitu viđ sjálfa mig.
Skildi ekki hugsanirnar mínar
Skildi ekki tilfinningarnar mínar.
Varđ ađ gera þađ fyrir sjálfa mig ađ fara í kistulagninguna, sama hversu erfitt þađ yrđi.
Dæmdi mig á sama tíma fyrir ađ fara.

Fólk syrgir á mismunandi vegu. Þađ er engin uppskrift sem allir fara eftir. Þađ er ekki þannig. Og allar tilfinningar og hugsanir mega fá pláss. Ég vissi þađ bara ekki þá.

Ég hafđi veriđ ađ taka lítil skref, rétt fyrir jólin 2016.
Þađ var þá sem ég sá hann

Í síđasta skiptiđ.
Í jólasveinabúning ađ dansa viđ litlu systur okkar tvær.
Dansa í kringum jólatréđ og syngja hástöfum jólalögin.
Skælbrosandi.

Þađ var minningin sem ég fann.
Sá hann í jólasveinunum á ballinu í leikskólanum.
Í gleđinni.
Í því ađ gleđja.

Og áđur en ég vissi af voru tárin nærri því farin ađ flæđa.
Á miđju dansgólfinu.
Í vinnunni minni.

Og nú sit ég hér í kringlunni ađ skrifa þetta allt niđur, því þađ er þađ sem hjálpar mér.
Ađ hlúa ađ mér.
Ađ gefa öllu rými.
Bæđi tilfinningum og hugsunum.
Jafnvel þó ég sé viđ þađ ađ brotna niđur hérna a stjörnutorgi, ein úti í horni viđ eitthvađ borđ.
Ég þarf ađ fara í gegnum þetta.
Gefa mér rými.
Leyfa mér ađ vera til.

Ég veit ađ þessi tími árs er erfiđur
Því mig langar alltaf ađ laga allt
Og ég þarf ađ vera međvituđ um þađ.
Annars hleyp ég á undan mér.
Set mig í ađstæđur sem ég ræđ ekki viđ.

Opna hjartađ fyrir vonbrigđum og hjartasári.
Þarf ađ passa upp á mörkin mín, alltaf.
Sérstaklega núna.
Ég verđ ađ vera til stađar fyrir mig, fyrir mig.
Öđruvísi mun ég rífa mig alla í sundur, rétt eins og ég hef gert í fortíđinni.

Og ég á betur skiliđ en þađ. Ég er komin međ nóg af því ađ rífa sjálfa mig niđur. Þađ er ekki eitthvađ sem kemur raunverulega frá sjálfri mér.

Allt sem segir mér ađ ég þurfi ađ minnka mig eđa stækka mig kemur ekki raunverulega frá sjálfri mér.

Og ég vil ekki lengur lifa mínu lífi utan sjálfrar minnar. Ég vil lifa mínu lífi í einlægni. Í kærleika. Gagnvart sjálfri mér og öđrum. Fyrir mig. Fyrst og fremst.

Ég er nóg.
Ég hef alltaf veriđ nóg.
Ég get ekki sannfært einhvern annan um þađ, ég hef enga stjórn þar.
Ég get hins vegar sannfært mig um þađ.
Og þađ er mun auđveldara.
Því litla hjartađ mitt veit þađ. Sannleikurinn dvelur þar.

Ég er nóg
Ég er fullkomlega ófullkomlega nóg
Og ég mun ekki hætta ađ endurtaka þađ viđ sjálfa mig þar til þađ verđur einfaldlega bakgrunnshljóđ, því þađ er svo sjálfsagt.

Viđ þurfum ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf í sorg.
Viđ þurfum ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf í reiđi.
Viđ þurfum ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf í gleđi.

Allar tilfinningar, allar hugsanir.
Allar
Eru
Nóg

Allar
Eru
Fullkomlega
Ófullkomlega
Nóg

Hlúum einstaklega vel ađ okkur sjálfum á þessum yndislega, erfiđa og sársaukafulla tíma. Sama hversu tómt eđa fullt borđiđ er. Viđ þörfnumst þess frá okkur sjálfum, ađ vera til stađar. Fyrir okkur sjálf.

Sérstaklega núna, en einnig alla ađra daga hér eftir.

Passađu upp á og minntu þig á, ađ gleyma aldrei sjálfri/sjálfum þér.

Leitađu eftir ljósglætunum, þær eru þarna. Ég lofa.

Elsku yndislega fallega sál. Gleymdu því aldrei ađ þú ert mikilvæg/ur. Þú skiptir máli.

Stundum er einfaldlega erfiđara ađ sjá þađ.

 

– Karen

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.