Þrátt fyrir

Hver dagur fól í sér sorg og vonbrigđi
Afhverju gat ég ekki bara elskađ sjálfa mig?
Ég átti nú tilvonandi mann, yndislegan mann, og viđ bjuggum saman
Ég ætti ađ vera á góđum stađ í lífinu
Mér ætti ađ líđa vel

Svo þegar ég opnađi mig um þađ hversu illa mér leiđ ađ stađan væri svona
24 ára ófær um ađ vinna, ófær um ađ fara út fyrir hússins dyr og hrædd viđ ađ kynnast fólki
Ótrúlega hrædd.. dofnađi bara

Svo innilega hjartabrotin yfir því ađ þetta væri stađan
Ađ unnusti minn þyrfti ađ sjá um okkur bæđi
Þar til ég gat fengiđ endurhæfingarlífeyrisbætur.

„Karen, þú ert ađ fara ađ gifta þig, þú ert alveg á góđu róli“.
Þetta heyrđi ég frá öđrum.
Mér sárnađi, því jú, ég var ađ fara ađ gifta mig, ætti ađ vera sátt, en þađ ađ viđ vildum eyđa ævinni saman var ekkert persónulegt afrek sem strokađi út alla mína vanlíđan.
Einungis sameiginlegur sannleikur milli tveggja einstaklinga.
Viđ elskuđum hvort annađ.

En ég varđ ađ læra og virkilega taka þađ inn á mig, ađ ég verđ ađ elska sjálfa mig.
Engin önnur ást, utan mín, eins erfitt og þađ er ađ segja þađ, yrđi nóg, ef ég elskađi ekki sjálfa mig.

Þrátt fyrir alla þá ást sem mér væri gefin og ég gæfi til baka, ég varđ ađ læra ađ taka á móti henni. Raunverulega taka á móti henni.

Ég átti margar sársaukafullar samræđur viđ manninn minn, hversu döpur ég væri yfir þessu og hvađ ég hræddist þađ ađ ég væri ađ gera honum meira illt en gott.
Því ég gat lítiđ sem ekkert, séđ fyrir okkur, sem fjölskyldu.

En hann valdi ađ vera til stađar fyrir mig, valdi ađ hjálpa mér ađ læra ađ elska sjálfa mig, eins og hann elskađi mig, og eins og ég elskađi hann.

Ég vissi ađ ef ég myndi ekki læra ađ elska sjálfa mig, þá yrđi þađ aldrei nóg.
Ég myndi eyđa ævinni í ađ reyna ađ fylla upp í skarđiđ, utan sjálfrar minnar.

Jú, ég var ađ fara ađ gifta mig
Ég fann sálufélagann minn
En á sama tíma hræddist ég ađ ég væri ađ taka meira en ađ gefa
Og sú manneskja vildi ég aldrei vera.
Ég vildi ekki leggja mína eigin hamingju í hendur einhvers annars. Þađ er alltof mikil ábyrgđ til ađ leggja á einn einstakling.
Þađ var hvatinn sem ýtti mér í rétta átt, ég varđ, ég bara varđ ađ finna leiđ ađ minni eigin hamingju, hjá sjálfri mér.
Fyrir mig, fyrst og fremst
Og fyrir þá sem elskuđu mig

Í dag hef ég lært ađ elska sjálfa mig
Ég á mína daga þar sem þađ verđur erfiđara
En ég finn alltaf leiđina til baka.
Nú, þegar ég er til stađar fyrir mig, fyrir mig.
Þá get ég gefiđ miklu meira frá mér
Get tekiđ miklu meira til mín.

Ég hef sjaldan upplifađ jafnmikla ást og nú.
Því ég fann hana fyrst og fremst hjá sjálfri mér.
Nú trúir hjartađ á þađ sem þađ finnur
Þađ hræđist þađ ekki lengur
Þađ grýpur þađ allt og kastar því frá sér á sama tíma. Í sátt. Í öryggi hjá sjálfu sér.

Ég skrifa þennan póst međ þau skilabođ í huganum ađ „árangur“ er ekkert endilega samasem merki viđ raunverulega hamingju.
Þađ var ekki nóg, þrátt fyrir ađ hlutirnir virtust vera ađ ganga upp, því ég fann ástina
Þađ var ekki nóg, þrátt fyrir ađ viđ værum ađ fara ađ gifta okkur
Þrátt fyrir hve mikiđ viđ elskuđum hvort annađ
Þađ var alltaf þessi hola, djúpt innra međ mér.

Ég varđ ađ finna ađ ég væri nóg.
Virkilega trúa því
Virkilega skilja þađ
Virkilega samþykja þađ
Virkilega finna þađ.

Þannig fann ég lykilinn ađ ólýsanlegri ást.
Skilyrđislausri ást.
Frá mér til mín.
Og þađan gat ég tekiđ viđ miklu meiri ást en nokkurn tíman fyrr.
Þađan gat ég gefiđ frá mér miklu meiri ást en nokkurn tíman fyrr.

Ég varđ ađ finna þađ hjá mér.
Ég er nóg, og ég hef alltaf veriđ nóg.

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.