Leiđin sem ég valdi ađ fara

Ef birting tilfinninga „passar ekki“ viđ ađstæđur, í þínu lífi. Þá getur þađ veriđ merki um ađ einhvađ þarf ađ breytast.

Ef birting þeirra er t.d. ýktari og þær virđast ekki eiga heima í núverandi ađstæđum. Eins og t.d. óvenjulega mikill pirringur eđa reiđi sem virđist ekki eiga sér neina auđsýnilega orsök.

Vissir þú t.d. ađ reiđi er secondary tilfinning? Tilfinning sem birtist ofan á annari undirliggjandi tilfinningu?

Sú tilfinning er held ég lang oftast sorg eđa hræđsla.

Þegar birtingarmynd tilfinninga virđist „ekki passa“ viđ þađ sem er raunverulega ađ gerast, hér og nú, þá getur þađ veriđ viđvörunarbjalla um ađ þađ sé eitthvađ sem þarf ađ vinna međ, hjá okkur sjálfum.

Tilfinningar og hugsanir okkar eru mögulega ekki ađ fá þađ rými sem þær þurfa. Rými skapađ af samkennd og skilning.

Þađ getur valdiđ því ađ viđ myndum óhjálpleg mynstur innra međ okkur:

Afneitun. Deifing. Óhjálpleg truflun. Kæfing. Dómharka. Frávarp. Sjálfskađi. Fíkn. Felum okkur sjálf, fyrir okkur sjálfum og öđrum. Allt er þetta barátta viđ tilfinningar og hugsanir.

Hvađ heyrir þú á hverjum degi, frá sjálfri/sjálfum þér?
Hvađ heyrir þú á hverjum degi, frá þínu nánasta umhverfi?
Er þađ raunverulega ađ hjálpa þér?
Ber þađ raunverulega þinn hag fyrir brjósti?

Gefur umhverfiđ frá sér skilyrđislausa ást, međ þađ sjónarmiđ ađ öll gagnrýni er uppbyggileg og þjónar þeim tilgangi ađ hjálpa þér ađ byggja þig upp?

Eđa hefur hún þađ sjónarmiđ ađ rífa þig niđur. Einfaldlega svo þeim líđi betur. Bæla þig niđur til ađ reyna ađ fá þig til ađ samræmast þeirri hugmynd sem viđkomandi hefur búiđ til af þér í sínum eigin huga?

Besta útgáfan af þér, fyrir þau?
Eđa besta útgáfan af þér, fyrir þig?

Viđ höfum (í eđlilegum kringumstæđum) þá ábyrgđ ađ velja fyrir okkur sjálf, í lífinu.

Velja hvort viđ fylgjum gömlum, vanaföstum, mynstrum.

Velja hvort viđ fylgjum einungis gömlum, vanaföstum mynstrum, međ þađ hugarfar ađ ekkert megi breytast. Ađ allt sem viđ þurfum ađ vita, sé vitađ.

Velja hvort viđ æfum okkur ađ fara út fyrir þægindarammann og prófa eitthvađ nýtt. Læra eitthvađ nýtt.

Velja hvort viđ höldum því áfram.

Velja ađ festast í óhjálplegum mynstrum eđa kjósa ađ búa til ný mynstur, í von um ađ þau hjálpi.

Þađ sem virđist oft gleymast í þessu vali, er einfaldlega þađ, ađ þegar viđ höfum valiđ í höndunum, þá er þađ líka val, ađ gera ekki neitt.

Þegar ég átti í, alls ekki góđu sambandi viđ sjálfa mig.
Þá reyndi ég ađ fela þađ, fyrir sjálfri mér og fyrir öđrum.

Reyndi ađ hunsa, dæma og deyfa hugsanirnar og tilfinningarnar. Þá var ég ekki ađ gefa mér pláss.
Þá var ég bara ađ gefa pörtum af mér pláss.

Hitt reyndi ég ađ hunsa, dæma og deyfa.

Ok. Mér líkar ekki viđ sjálfa mig.

Ég þarf ađ laga mig.

Fela mig betur.

Dæma nógu sterkt.

Deyfa međ öllu sem ég fann.

Varđ aldrei fíkill, í almennri merkingu. Samt á góđri leiđ þangađ. Farin ađ þrífast í vanlíđan. Fannst ég mega vera til þar. Á sama tíma, hatađi ég mig fyrir þađ.

Forđađi mér viđ hvert tækifæri, frá sjálfri mér. Frá því ađ horfast í augun á sjálfri mér.

Ég taldi þetta vera eitthvađ sem ég varđ bara ađ lifa međ. Ađ mér líkađi ekki viđ sjálfa mig. Ég var minn versti óvinur, en grét þađ á sama tíma.

Ef eitthvađ var svo gert á minn hlut, hugsađi ég innst innra međ mér ađ ég ætti þađ skiliđ.

Tók sjálf þátt í ađ brjóta mig niđur, á sama tíma og ég heyrđi grátur bergmála innra međ mér. Sjálfa mig syrgja fyrir ađ hlutirnir væru orđnir svona.

Á þessu stigi gat ég ekki bara sagt. Svona var fortíđin, nú er nútíđin. Því ég vildi ekki vera þar.

Einhvern tíman í fortíđinni hafđi ég elskađ sjálfa mig skilyrđislaust og ég vildi ekki sleppa taki á því.

Ég gat ekki sagt, mér líkar ekki viđ mig, fake it till you make it, dílađu viđ þađ, haltu áfram.
Því ég vildi ekki lifa lengur í sporum þessarar manneskju sem ég var.

Hvađ gerđist? Hvar missti ég sjónar á sjálfri mér? Hvenær hætti ég ađ elska sjálfa mig skilyrđislaust?

Ég varđ ađ finna svörin viđ þessum spurningum. Skođa upplifanir og túlkanir mínar á þeim. Skođa hvort ég hefđi veriđ ađ túlka vitlaust. Búa til falskar útskýringar. Falskar óhjálplegar leiđir.

Skođa hvađa leiđir ég notađi til þess ađ lifa af á þeim tíma. Skođa þađ ađ sumar þeirra höfđu þjónađ sínu gagni fyrir löngu, en nú væru þær ađ hamla mér í lífinu. Ég varđ ađ brjóta gömul mynstur. Til þess ađ geta mótađ ný.

Ég hafđi fyrir löngu fest mig í mynstur

Fight
Flight
Freeze
Fawn

Freeze var áđur fyrr ekki talađ mikiđ um og lýsir sér sjálft. En þađ er annađ viđbragđ sem er enn fremur ekki talađ um. Þađ er fawn viđbragđiđ og lýsir sér svona:

Þegar fórnarlamb byrjar ómeđvitađ ađ geđjast ađ ofbeldismanni/konu til þess ađ lifa af í ađstæđum sem þađ ræđur ekki viđ. Þegar viđ fórnum okkur sjálfum (okkar gildi og viđmiđ í lífinu), fyrir ađra, til þess ađ lifa af. Þegar viđ teljum okkur þurfa ađ uppfylla allar kröfur, þarfir og óskir þess sem gerir okkur illt, til þess ađ upplifa ást. Til þess ađ mega taka pláss. Til þess ađ mega vera til.

Ég var lengi föst í þessu fawn viđbragđi, međ blöndu af freeze inn á milli. Þađ sem getur nefninlega gerst, þegar viđ verđum fyrir áföllum, er ađ viđ festumst í þessum viđbrögđum. Líkaminn er stöđugt á varđbergi.

Ég var á þađ slæmum stađ ađ ég gat ekki hreyft mig, ef ég heyrđi of há hljóđ, ég dofnađi öll.

Ef eitthvađ međ vökva helltist niđur  og ég þurfti ađ bregđast viđ, hratt og örugglega, ná í eitthvađ til ađ þurrka snögglega svo vökvinn myndi ekki fara út um allt, þá fraus ég. Þađ var eins og einhver hefđi tekiđ straumbyssu og beitt henni á mig. Ég gat ekki brugđist viđ. Skelfing og ótti tók yfir mig, hrædd ađ gera mistök, hrædd ađ gera mistök, hrædd ađ gera mistök.

Þađ var ennþá verra ef ég hafđi einhvern hjá mér, sem var ađ biđja mig um ađ drífa mig. Ég réđ ekki viđ hvađ var ađ gerast. Dofnađi öll. Gat ekki brugđist viđ.

Sem betur fer, er þetta ekki svona í dag og þađ á ég sjálfri mér og minni þrjósku ađ gefast aldrei upp, ađ þakka.

Međ því ađ hætta aldrei ađ lesa mér til og skođa öll þessi mynstur og allan óhjálplega falska sannleikann sem viđ getum óvart tileinkađ okkur í gegnum lífiđ. Allt þetta hjálpađi mér ađ finna leiđina til baka. Til mín. Þar sem ég var örugg, međ sjálfri mér.

Þetta hefur alls ekki veriđ auđvelt. Langt frá því. Þađ er erfitt ađ taka þessi skref. Þađ segja þađ allir. Sérstaklega ef hvernig þú varst, var þæginlegt fyrir einhverjum, en um leiđ og þú byrjađir ađ setja mörk og fórst ađ sjá þitt eigiđ virđi, þađ gerđi þig óþæginlega/nn.

Þađ er því miđur stundum þannig ađ vegna eigin skömm, þá getur fólk reynt ađ þrýsta þér aftur niđur í kassann. Því þađ var þæginlegra fyrir þađ fólk. Þegar þú sást ekki þitt virđi. Þegar þú þagđir. Þegar þú tókst niđurrifinu illa og byrjađir sjálf/ur ađ rífa þig niđur. Þađ er því miđur til þannig fólk.

Þađ er ekkert persónulegt gagnvart þér. Viđkomandi er sjálfur ađ berjast viđ sína innri vanlíđan. Því viđ þurfum ekki ađ rífa ađra niđur og okkur sjálf upp, ef viđ finnum raunverulega ađ viđ erum nóg.

En sumum er ekki hægt ađ hjálpa. Þađ er ekki hægt ađ hjálpa þeim sem vilja ekki hjálpa sér sjálfir. Þađ eina sem þú getur gert er ađ passa upp á mörkin þín. Passa upp á umhverfiđ, hverjum þú hleypir nálægt þér. Hugađu ađ þér.

Þađ er kannski skrýtiđ ađ ég tali um ađ velja þá sem þú hleypir nálægt þér, þegar ég blogga um hluti sem eru í sinni fyllstu merkingu, mjög persónulegir og berskjaldađir.

En þađ hefur hjálpađ mér hvađ mest, ađ leyfa mér ađ vera berskjölduđ, leyfa mér ađ vera viđkvæm og tala um erfiđu hlutina. Ég passa samt upp á mörkin mín, ég verđ ađ gera þađ.

Ég valdi ađ fara þessa leiđ, ađ blogga. Þetta er ég ađ skora á sjálfa mig. Neita ađ fela mig. Neita ađ skammast mín. Og ef þađ hjálpar öđrum, þá er þađ yndislegt.

Þetta hefur alls ekki veriđ auđvelt, og ég hef oft grátiđ eftir ađ ég sendi frá mér eitthvađ erfitt og sársaukafullt, frá hjartanu.

En þetta er allt þess virđi og ég mun aldrei getađ komist ađ orđum hversu mikiđ þađ hefur hjálpađ mér. Ađ fara í gegnum allan þennan sársauka, erfiđu tilfinningar og hugsanir.
Eina leiđin út er í gegn. Eins og oft er sagt.
Og þađ er þađ sem ég er ađ gera. Ég er á leiđinni í gegn.

Ég fer í gegnum sársaukann. Staldra viđ hjá honum. Leyfi honum ađ koma. Tek eftir því sem gerist. Fylgist međ honum koma og fara. Svo sleppi ég. Án þess ađ ýta á eftir því. Þađ einfaldlega gerist. Og því fylgir ólýsanlegt frelsi.

Breytingar færa okkur áfram. Ekki vera hrædd viđ breytingar. Þú getur ekki ímyndađ þér hvert breytingar geta leitt þig. Hvađ sem gerist, þú getur alltaf lært eitthvađ af þeim.

Eins og orđatiltækiđ segir:
Either you win, or you learn.

 

– Karen

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.