Partur af hverjum degi

Quotes og fallegir textar.
Ég stútfylli símann af screenshot-um og setningum sem ég heyri eđa les og næ ađ tengja viđ.
Margt af því hefur hjálpađ ótrúlega.
Sérstaklega međ batnandi viđhorfi og huga.

Þađ truflar mig ekki lengur, til lengri tíma, ađ heyra gagnrýni eđa ábendingar um þađ sem betur má fara hjá sjálfri mér.

Þađ er ekki lengur þessi skömm sem liggur yfir mér ef ég geri eitthvađ vitlaust.

Þađ er auđveldara ađ bakka og horfa á þađ, skođa þađ á annan hátt međ þađ markmiđ ađ nýta þađ til þess ađ halda áfram ađ þroskast og dafna. Halda áfram ađ æfa mig. Gera betur. Byggja betur. Allt æfing, lærdómur og viska.

Ég vil heyra þađ sem ég þarf ađ heyra , ekki þađ sem ég vil heyra. Því ég hef fariđ allt of oft í sömu fótspor aftur.

En til þess ađ geta hugađ ađ sjálfri mér varđ ég ađ setja mörk. Fjarlægja mig úr ađstæđum og umhverfum sem gerđu meiri skađa en gagn. Settu mig á móti sjálfri mér.

Þađ er eitthvađ sem ég valdi fyrir mig. Og ég varđ ađ gera þađ. Sjálfrar minnar vegna. Ég þarf og verđ ađ vera međ mér í liđi. Þađ mun enginn gera þađ fyrir mig.

Í dag er ég heppin ađ vera umkringd fólki sem talar saman á umhyggjusaman og uppbyggilegan hátt. Þar sem markmiđiđ er ađ leita lausna í sameiningu.

Þađ hjálpar engum ađ láta stolt hafa meira vægi heldur en umhyggju, samkennd og skilning.

Þađ er enginn fullkominn og þađ eyđir einungis dýrmætum tíma, ađ reyna ađ sannfæra einhvern um ađ hann/hún sé þađ.

Tölum frekar saman (einnig okkur sjálf) á alúđlegan og uppbyggilegan hátt og hjálpum í leiđinni, okkur sjálfum og hvort öđru ađ vaxa og dafna. Hvađ get ég gert, til þess ađ hjálpa mér/þér ađ blómstra?

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.