Ađ fara aftur í gömul spor

Þađ getur gerst og gerist mjög oft, ađ viđ bökkum.
Erum búin ađ setja sjálfum okkur mörk, búin ađ loka á þađ sem brýtur okkur niđur í stađ þess ađ byggja okkur upp.

En svo allt í einu finnum viđ okkur í þeim ađstæđum ađ opna fyrir þađ sár aftur.

Hugur er međvitađur en hjartađ man ekki lengur hvađ braut þađ.
Hjartađ sem vill trúa á þađ góđa í öllum.

Sem á erfitt međ ađ skilja hvađ gerist þegar einstaklingar byggja upp þađ sterkan vegg lyga, afneitunar eđa frávarps á ađra, í kringum sig, ađ þeir geta ekki eđa eiga ansi erfitt međ, nær ógerlegt ađ snúa til baka og sjá hvernig hlutirnir raunverulega eru.

Því stađreyndin er sú, ađ viđ getum ekki hjálpađ þeim sem vilja ekki hjálpa sér sjálfir. Þađ mun alltaf skilja okkur eftir í vanlíđan og sorg.

Ađ gefa og gefa á međan ađrir taka og taka.
Þar er ekki jafnvægi.
Óumbeđin hjálpsemi kemur frá blæđandi sári innra međ okkur, ef hún er þađ sem gefur okkur virđi.

Okkur mun byrja ađ blæđa út, ef viđ festumst þar, í von um ađ finna virđi.
En þađ er einmitt þar sem áfallatengingin liggur (trauma bond). Ađ fórna okkur sjálfum til ađ finna virđi.

Ađ reyna ađ gera einhvern/einhverja hamingjusaman/hamingjusam sem verđur þađ aldrei, því sú hamingja býr innra međ viđkomandi en hann/hún vil ekki sjá hana og heimtar hana frá öđrum. Þađ verđur aldrei nóg. Sama hvađ viđ reynum.

Þađ er á ábyrgđ einstaklingsins ađ leita sér hjálpar ef þađ er þađ sem hann þarf eđa vill. Þađ er þeirra eigin vegur til ađ ganga eftir, í lífinu.

Í međvirkni reynum viđ ađ finna virđi međ því ađ hjálpa öđrum. Fórnum okkur sjálfum til ađ reyna ađ gera ađra hamingjusama, til þess ađ finna virđi. Gefum meira en viđ getum.

Þeir sem beita andlegu ofbeldi finna virđi međ því ađ taka frá öđrum. Taka meira en ađrir geta gefiđ. Međ því ađ heimta, dæma, stjórna, hræđa, kasta frá sér skömm, fylla af efa, snúa viđkomandi gegn sjálfum sér.

Međ því ađ taka góđu eiginleikana í burtu frá þeim sem þykir vænt um þá, gera þá veika og sannfæra þá um ađ þađ sé eitthvađ ađ þeim. Ađ þeir séu vandamáliđ.

Benda á breytingarnar sem hafa orđiđ hjá fórnarlambinu (vegna ofbeldisins) og nota þađ sem sönnunargögn til ađ stađfesta ađ þađ sé eitthvađ „ađ“ hjá fórnarlambinu.

Svo geta fórnarlömb fest í þessari hringrás sjálfshaturs. Finnast þau vera tengd viđkomandi ef þau eru minni en þau eru, líkt og viđkomandi gaf þeim virđi fyrir. Samþykkti, verđlaunađi, hélt aftur af ofbeldi fyrir.

Fórnarlömb þurfa ađ rjúfa tenginguna til þess ađ finna virđi hjá sjálfum sér.
Ađ þau séu nóg, hjá sér.

Ađ virđi komi ekki frá því ađ vera stærri eđa smærri en þau eru, því þau hafi fengiđ viđurkenningu fyrir þađ, frá þeim sem sneri þeim gegn sér sjálfum.

Ég þurfti ađ gera þetta. Fara í gegnum allan sársaukan viđ ađ slíta á tenginguna.
Þađ var þess virđi. Ég upplifđi ólýsanlega hamingju. Ég var nóg. Komin aftur til mín.

En breytingar gerast ekki á einum degi. Viđ þurfum ađ vera međvituđ, aftur og aftur. Fara í gegnum sársaukan aftur og aftur.

Mér varđ á, núna nýlega, ađ kveikja á kertaloga tengingarinnar á ný. Þar sem mitt virđi kom frá hamingju þeirra sem brutu mig niđur.

Ég fann þađ strax. Hágrét í marga daga.
En ég þurfti greinilega ađ læra eitthvađ ofan á þađ sem ég vissi áđur, og halda svo áfram.

Taka þađ sem ég lærđi, taka upp þetta litla brot og festa þađ aftur á mig međ gylltum þræđi. Eitthvađ til ađ læra af, til ađ hjálpa mér ađ vaxa og dafna. Partur af heildarmyndinni.

Sný aftur til sjálfrar mín í kærleika og skilning. Hlúi ađ mér.
Hleypi sársaukanum ađ og geng í gegnum hann. Leiđi sjálfa mig í gegn. Aftur í nóg-iđ. Aftur til mín.

Þetta tekur allt tíma, endurtekningu og skilning, í kærleika. Þađ er gott ađ hafa þađ í huga.

Ađ detta til baka er ekki merki um veikleika. Þađ er merki um ađ ég er ađ stökkva í óvissuna. Þá er eđlilegt ađ hugur og hjarta leiti í þađ sem þađ þekkir.

Mögulega því þađ þurfti ađ fá betri stađfestingu á sannleikanum, allt til ađ hjálpa mér ađ halda áfram. Allt til ađ færa mig í átt ađ meiri þroska og visku.

Breytingar eru ekki auđveldar, því viđ hræđumst þađ sem viđ þekkjum ekki og líkami, hugur og hjarta er stöđugt ađ reyna ađ halda okkur í örygginu.

En breytingar eru þađ sem færir okkur áfram.

Áfram í ađ lifa, ekki bara lifa af.
Áfram í ađ kynnast okkur sjálfum.
Áfram í ađ læra, nýta og bæta

Áfram í ađ vera hér.

Allur sársaukinn, öll hamingjan, allt. Þetta er allt partur af ferlinu.

Sýndu sjálfri/sjálfum þér skilning, þolinmæđi og umhyggju. Vertu til stađar fyrir þig, međ því ađ gefa þér rými. Öllu sem þú ert. Alveg eins og þú ert, núna.

 

– Karen

Horft til baka

Ég samdi þetta lag 2016 og deildi því á facebook sama ár

https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=10209121158680454&id=1063841159

Ég hafđi veriđ ađ berjast viđ áfallastreituröskun til margra ára, gat ekki lengur tekiđ djúpan andardrátt, alltaf á varđbergi, hrædd viđ ađ gera mistök, alltaf ađ reyna ađ þóknast öllum. Allt sem ég gat gefiđ, þađ gaf ég öđrum. Skildi sjálfa mig eftir..

Sá ekkert annađ en hræđslu

Áfallaviđbrögđin 4 sem taka yfir okkur í hættuađstæđum eru:

Fight (berjast, til ađ lifa af)
Flight (flýja, til ađ lifa af)
Freeze (frjósa, til ađ lifa af
Fawn (þóknast, til ađ lifa af)

Sjokk og ótti

Síendurtekiđ, þá getum viđ fest í þessum viđbrögđum. Líkaminn þorir ekki ađ sleppa taki á þeim, leyfa okkur ađ hvílast, af ótta viđ næsta áfall um leiđ og viđ erum berskjölduđ.

Sérstaklega ef umhverfiđ reynir ađ sannfæra okkur um ađ þađ sem gerđist og hvernig áhrif þađ hafđi, skipti ekki máli eđa reynir ađ gera lítiđ úr því.

Þá geta áfallaviđbrögđin komiđ upp í „eđlilegum“ ađstæđum og tekiđ yfir. Tilfinningaleg viđbrögđ byrja ađ ýkjast.

Þannig lifđi ég lengi, þar til ég braut mynstriđ

Þegar ég sendi frá mér þetta myndband, þá átti ég langt eftir, komin lengra en áđur samt sem áđur, því lengi vel gat ég lítiđ annađ en hvíslađ röddina mína frá mér, of hrædd viđ ađ heyra í sjálfri mér

Hrundi niđur stuttu eftir ađ ég setti þetta á facebook..

Hafđi týnt öllu mínu sjálfvirđi, vissi ekki lengur hver ég væri (veit hversu klisjukennt þađ er ađ segja þađ, en þađ var þannig)

Festist í þráhyggju. Taldi sjálfa mig vera ábyrga fyrir hlutum sem ég átti enga ábyrgđ á.

Stöđugt ađ reyna ađ finna svör

Vissi ađ eitthvađ hefđi gerst en vissi ekki hvađ. Gat ekki fest fingur á þađ.

Afhverju gat ég ekki sungiđ lengur? Afhverju grét ég af ótta viđ ađ syngja? Hvađ kom fyrir?

Andlegt ofbeldi er ekki alltaf auđsýnilegt. Þađ getur líka veriđ lúmskt. Getur komiđ dulbúiđ sem góđmennska og umhyggja.

Svo allt í einu er kippt undan fótunum þínum og þú skilur ekki hvađ gerđist. Ferđ ađ snúast gegn sjálfum/sjálfri þér, sem leiđ til ađ skilja, sem leiđ til ađ þađ meiki sens. Fórnar sjálfri/sjálfum þér í leiđinni.

Oftast, ađ mér skilst, eru þeir sem beita andlegu ofbeldi, einhverjir sem hafa orđiđ fyrir því sjálfir.
Þađ tekur ekki í burtu ábyrgđina, en þađ veitir okkur skilning og betri heildarsýn ađ vera međvituđ um þađ.

Innst innra međ, hjá þeim sem beitir ađra andlegu ofbeldi er mikill sársauki (skömm í ađalhlutverki) þarna á bakviđ, sem er kastađ frá sér á ađra, því þađ er of sársaukafullt ađ horfast í augu viđ hann.

Viđ höfum allan rétt á ađ setja mörk. Fjarlægja okkur. Setja okkar hag í fyrsta sæti. Þađ er ekki á okkar ábyrgđ hvernig því er tekiđ, hvernig viđ bregđumst viđ ofbeldinu. Ábyrgđin liggur hjá þeim sem beitir því.

Ég var of hrædd til ađ fara út úr húsi, tala viđ fólk. Því ég hélt ađ tilvera mín hefđi ekkert annađ en vond áhrif á ađra. Á međan hjartađ mitt grét og öskrađi á mig ađ þađ væri ekki þannig.

En þráhyggjan hélt áfram og henni á ég allt ađ þakka. Ég var ekki þessi manneskja sem ég trúđi ađ ég væri. Sú rödd braust alltaf í gegn og þess vegna tapađi ég aldrei voninni.

Andlegt ofbeldi getur rifiđ einstakling í sundur. Ég hélt ég væri ađ missa vitiđ. Þeim meira sem ég las, þeim meira vissi ég ađ ég varđ ađ finna lausn.

Ég varđ ađ læra ađ elska sjálfa mig, finna sjálfvirđi hjá mér. Annars ætti ég alltaf í hættu ađ lenda aftur í sömu hringrás. Því mitt virđi kom ekki á þeim tíma, frá mér.

Þar byrjađi þađ allt.
Leiđin aftur til mín.
Leiđin sem var aldrei horfin, en ég sá hana ekki.

Leiđin sem leiddi mig áfram í ađ gefa sjálfri mér rými, setja fókusinn á mig, vera til stađar fyrir mig.

Međ því ađ æfa mig ađ leyfa öllum hugsunum og tilfinningum mínum ađ fá pláss.

Međ því ađ æfa mig ađ hætta ađ dæma mig og skođa hvađan dómharkan kom, á skilningsríkan og kærleiksríkan hátt.

Međ því ađ æfa mig ađ taka í burtu væntingar, hætta ađ bùast viđ því versta, bara međ þvì ađ taka eftir því og leiđa mig til baka í augnablikiđ „núna“.

Međ því ađ æfa mig ađ taka eftir því hvar ég var ađ minnka mig, til ađ forđast ađstæđur, og hvar ég var ađ stækka ađra, því ég upplifđi mig minna virđi en alla ađra.

Ég hafđi reynt ađ gera hiđ ógeranlega, ađ vera fullkomin, ađ þóknast öllum, gefa meira en ég gat gefiđ, þrá samþykki frá öllum, svo allt of lengi

Svo dæmdi ég mig fyrir þađ á sama tíma

Ég þurfti ađ finna virđi hjá sjálfri mér. Finna ađ ég er nóg, alveg eins og ég er, núna.

Ég þurfti ađ fara inn á viđ, ekki út á viđ, líkt og ég var ađ gera. Ég var sú eina sem gat gefiđ mér þađ virđi sem ég þráđi og þarfnađist. Svo ég gaf mér þađ, hægt og rólega.

Međ því ađ
Leyfa mér ađ vera.
Gefa öllum tilfinningum mínum rými.
Gefa öllum hugsunum mínum rými.

Veita mér athygli. Leyfa mér ađ skipta mig máli.

Litla hjartađ beiđ og beiđ eftir ađ ég kæmi til baka. Litla barniđ í mér, sem þráđi ekkert heitar en ađ ég elskađi þađ, væri til stađar fyrir þađ.

Litla hjartađ sem er ekkert annađ og hefur aldrei veriđ neitt annađ en skilyrđislaus ást. Sem þráir umhverfi sem endurspeglar þađ.

En þegar viđ höfnum litla hjartanu og leitum utan þess ađ ást, þá getum viđ misst sjónar af því hvernig skilyrđislaus ást er. Sættum okkur viđ þađ sem minnir okkur á hana.

Því þá upplifum viđ eitthverja útgáfu af því ađ líđa eins og viđ séum heil aftur, sjáum ekki skađann sem þađ veldur okkur sjálfum, í leiđinni.

Ef þú tengir viđ þetta, kæra sál, þá vona ég ađ ég hafi veitt þér eitthverja hugarró.

Þetta er ótrúlega erfitt ferli og afskaplega ruglingslegt.

En ég fann leiđ til baka,
Þú getur þađ líka, međ réttu verkfærin ađ vopni. Ég vona ađ ég hafi getađ gefiđ þér eitthvađ því líkt, međ skrifunum mínum

Ég lofa ađ þađ eru ljósglætur
Ég lofa
Viđ þurfum bara ađ opna augun fyrir þeim.

Ég mun aldrei getađ útskýrt almennilega međ orđum á hvađa myrkrađa stađ ég var

Ég fæ tár í augun viđ ađ hugsa til baka

Þess vegna skrifa ég. Því munurinn er svo ótrúlegur. Þarf ađ passa mig samt, uppá orkuna sem ég hef, hvern dag, en ég gef þađ sem ég get. Í von um ađ þađ hjálpi þeim sem eru í þessum sporum.

Allt sem ég hef lært er nefninlega svo einfalt í orđum, erfiđasti parturinn er ađ nýta þađ. En þađ ađ ég geti gefiđ frá mér orđin sem hafa hjálpađ mér í mínum bata. Fyrir mér er þađ nóg ❤

Þađ er alltaf von
Aldrei gleyma því ❤

– Karen

Sú ég, sem ég er í dag

Síđastliđnar vikur hef ég veriđ í og úr vinnu, vegna líkamlegra veikinda. Þar á međal frunsusýkingu sem fór alveg niđur í háls.

Þessar sýkingar koma örfáum sinnum á àri, og èg tek lyf til þess ađ međhöndla þær, og þær stoppa yfirleitt stutt.

Í þetta sinn virđist ég hafa tekiđ međ mér aukapestir ofan á þađ sem varđ til þess ađ ég var rúmliggjandi þá daga sem ég var sem verst.

Þađ er ekki frásögu færandi nema einfaldlega vegna þess ađ þessar síđustu vikur, hafa minnt mig óþæginlega mikiđ á þađ þegar ég komst ekki til vinnu vegna andlegra veikinda.

Treysti mér ekki til þess ađ fara á fætur á morgnanna og þràđi svefn, var alltaf þreytt, alltaf orkulaus.

Ég hef því grátiđ mikiđ af ótta. Þvì ég vil ekki upplifa slíkt aftur.

En þađ er bara því tilfinningin er kunnugleg, ađ vera heima, ađ eyđa dögunum uppi í rúmi, þegar ég þrái ađ komast út.
Þađ er einfaldlega tilfinningin sem er kunnugleg. Því ég er ekki þar lengur.

Ég hræđist ekki lengur ađ fara út fyrir íbúđina, ađ vera í kringum fólk, ađ prófa eitthvađ nýtt. Þađ vekur tilhlökkun og spennu hjá mèr í dag og ég er svo þakklát fyrir þađ.

Því ég hræddist allt þađ, hér áđur fyrr. Þràđi ađ þađ væri ekki þannig en þađ var samt þannig.

Ég hef veriđ mjög sár og leiđ yfir því ađ hafa ekki getađ gert þađ sem færir fyllingu í hjartađ.

En svo talađi ég viđ lækni, sem sagđi mér ađ ég væri líklegast bara ađ ađlagast. Sem er alveg rétt. Því ég braut upp mynstriđ. Steig í þađ sem ég var hrædd viđ.

Líkaminn er stöđugt ađ reyna ađ vernda mig, reyna ađ fá mig í öryggiđ. Hann veit ekki ađ þađ sem ég er ađ gera, er ađ hjálpa mér. Hann heldur í þađ sem hann þekkir og getur spáđ fyrir.

Ég fer út í daginn, væntingalaus, međ opinn hug og hjarta.
Hann þekkir þađ ekki.

Ég eyddi svo mörgum àrum í ađ byrgja mig. Ađ verja mig. Þađ er þađ sem hann þekkir.

Sérstaklega þegar minnstu saklausu hlutir fylltu mig af ótta. Því þeir vöktu upp erfiđar óunnar minningar.

Hjarta og hugur halda enn í þær og eina leiđin til þess ađ komast í gegnum þađ sem gerist í þeim ađstæđum sem kalla þær fram, er ađ skapa nýjar breytingar, nýjar minningar.

Međ því ađ gefa mér rými. Vera til stađar fyrir mig. Leyfa tilfinningunum ađ koma. Án væntinga og án þess ađ dæma.

Leyfa mér ađ vera hér og nú, međ því ađ gefa öllum hugsunum og tilfinningum í ađstæđunum rými. Međ því ađ fara í gegnum þær og halda í hendina á sjálfri mér međan ég geri þađ.

Þađ er þađ sem ég hef veriđ ađ gera, og mér hefur aldrei liđiđ betur. En líkaminn er ennþá ađ venjast því. Þess vegna held ég ađ hann bregđist svona viđ, og setji ónæmiskerfiđ í uppnám.

Því hann er hræddur og þekkir ekki þađ sem ég er ađ gera.

Þađ er bara ein lausn viđ því.
Ađ gera þetta aftur og aftur og aftur. Þar til þetta verđur kunnuglegt.

Međ því ađ vera til stađar fyrir mig. Međ því ađ sýna mér skilning og samkennd.

Ég þarf ađ vera međvituđ um ađ líkaminn er bara ađ venjast og í stađ þess ađ verđa reiđ eđa sár út í hann. Einfaldlega segja.
„Þetta er allt í lagi“.

Ég skrifa þetta sem áminningu um þađ ađ viđ þurfum ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf, fyrir þađ hvernig heilsan er í dag, hvernig okkur líđur í dag, hvernig viđ erum í dag.

Í stađ þess ađ dæma okkur og vera sár eđa reiđ yfir því hvernig viđ erum ekki og hvernig viđ vildum ađ viđ værum, í dag.

Í dag færđu þessa „útgáfu“ af sjálfri/sjálfum þér. Gerđu þađ besta sem þú getur gert fyrir hana í dag.

Međ því ađ vera til stađar, hlúa ađ henni, sýna henni skilning, alveg eins og hún er, núna.

Vertu hér, fyrir þig, alveg eins og þú ert núna.

 

-Karen

Ađ hafa orđiđ fyrir andlegu ofbeldi

Eftirfarandi færslu skrifađi ég niđur eftir ađ ég rakst á póst á instagram.

Sá póstur innihélt 4 punkta um þađ hvernig afleiđingar andlegs ofbeldis geta birst hversdagslega hjá þeim sem hafa orđiđ fyrir því.

Punktarnir voru eftirfarandi: Sá sem hefur orđiđ fyrir andlegu ofbeldi mun

1) Stöđugt biđjast afsökunar.

2) Fela tilfinningar sínar af ótta viđ ađ koma þér/öđrum í uppnám.

3) Brotna niđur í litlum ágreiningum, í þeirri trú ađ þeir muni springa í loft upp.

4) Þarfnast mikillar hughreystingar (ekki viss hvort þetta sé rétta orđiđ, ađ þurfa ađ vera viđurkennd/ur af öđrum til ađ finna sjálfvirđi).

Ég vildi útskýra þetta ennþá fremur og skrifađi niđur eftirfarandi færslu:

Ágætis áminning, fyrir þá sem vilja skilja betur

Hjá sjálfri mér hlúi ég ađ mér međ því ađ fylgjast međ því sem er ađ gerast í hug og hjarta.

T.d. veit ég bara ađ tilfinningarnar eru ađ koma frá óunnum stađ ef sýnilega ástæđan, meikar ekki sens.

Þá get ég sagt viđ mig, í stađ þess ađ dæma: hæ, ég sé þig, hvađ ertu ađ segja mér? Hvađ þarf ég ađ fara í gegnum?

Svo leyfi ég því sem gerist einfaldlega ađ gerast, hvort sem ég byrja ađ gráta eđa hvađ annađ.

Ég þarf ađ fara í gegnum þađ, því hjarta og hugur eru ađ vinna úr einhverju. Hvort sem þađ er í fortíđ eđa nútíđ. Þađ er einhver spenna sem þarf ađ fá ađ losna.

Andlegt ofbeldi getur látiđ þér líđa eins og gólfiđ sé dregiđ undan fótunum á þér. Ekkert meikar sens, nema þađ ađ þú hugsar um sjálfa/n þig sem hræđilega manneskju (sem þú ert ekki) og reynir stöđugt ađ bæta upp fyrir þađ.

Þađ besta sem ég hef lært ađ gera er einfaldlega ađ taka eftir, taka eftir öllu sem gerist og sýna mer skilning og samkennd.

Þađ ađ þetta sé ađ gerast segir ekkert neikvætt um mig. Einfaldlega þarf ég ađ vinna úr einhverju. Þarf ađ fara í gegnum þađ.
„Þetta er allt í lagi“.

Enn fremur passa ég upp á væntingarnar mínar. Því heilinn á mér var búinn ađ þróast í þá átt ađ bùast alltaf viđ hinu versta.

Byrjađi ađ minnka mig, kvíđinn kom og tók yfir og ég byrjađi í skekkju ađ spá fyrir hvađ væri ađ fara ađ gerast. Og þađ var nánast alltaf neikvætt.

Þetta tekur allt æfingu.
Taktu eftir, aftur og aftur
Farđu í gegnum erfiđar tilfinningar og hugsanir, aftur og aftur.

Ekki reyna ađ stækka eđa minnka þig. Leiddu hugann ađ því hver þú ert í miđjunni. Þar sem þú ert nóg. Því þú ert nóg.

Ađ biđjast stöđugt afsökunar: ađ biđjast afsökunar fyrir ađ taka pláss – ađ minnka sig

Ađ fela tilfinningar vegna ótta viđbragđa: Þjónađi viđkomandi á þeim tíma. Til þess ađ lifa af. Gerir þađ eflaust ekki núna (ef viđkomandi er kominn úr ađstæđunum).
Heilinn lærđi – ég þegi – þá má ég vera til.

Þetta er einhvađ sem þarf ađ aflærast međ æfingu.

Byrjunarreiturinn er einfaldlega sá ađ gefa sér rými, í hug og hjarta. Veita því athygli. Vera til stađar. Án þess ađ dæma og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma.

Hægt og rólega búa til pláss fyrir allar tilfinningar og hugsanir. Skođa þær. Vera hjá þeim.
Ađ vera til – ekki lengur samasem merki viđ þađ ađ hlýđa og gegna í öllu og án eigin sjálfstæđrar hugsunar.

Viđ megum vera til, bara fyrir okkur sjálf.
Lykillinn er innra međ okkur.
Ađ finna leiđina aftur til okkar sjálfra.
Ađ viđ erum nóg, og viđ höfum alltaf veriđ nóg.

Litla hjartađ sem hjàlpar okkur ađ lifa af veit þađ. Öđruvísi myndi þađ ekki reyna ađ lifa af ❤

Ađ brotna niđur í litlum ágreiningum: kemur ađ punktinum hér fyrir ofan. Ef tilfinningin virđist ekki passa viđ núverandi atvik, þá er eitthvađ undirliggjandi sem er ađ reyna ađ brjótast út.

Eitthvađ undirliggjandi sem hefur ekki fengiđ þađ pláss sem þađ þarf. Orka sem hefur ekki veriđ fariđ í gegnum.

Međ því ađ veita því athygli, þá gefum viđ því rými. Þá hlúum viđ ađ því.

Án þess ađ ýta eftir einhverri niđurstöđu og án þess ađ dæma. Einfaldlega leyfa því sem er, ađ vera.

Ađ þurfa mikla hughreystingu: Þetta er þađ sem gerist þegar viđ finnum ekki ađ viđ erum nóg, innra međ sjálfum okkur. Þá leitum viđ utan okkar, til þess ađ fá samþykki. Til ađ mega taka rými.

Međ því ađ leita stöđugt eftir hughreystingu erum viđ í raun ađ segja viđ ađra: má ég vera til? Er ég nóg?

Þetta er einfaldlega þađ sem gerist þegar viđ lærum ađ viđ séum ekki nóg. Og þađ er bara ekki rétt.

Viđ þurfum ađ aflæra þađ.
Og þađ tekur tíma og þolinmæđi. Kjark til ađ fara í gegnum þetta. Til ađ staldra viđ. Vera hjá erfiđu tilfinningunum og hugsununum.

Treystu mér, þađ verđur allt þess virđi. Sama hversu erfitt þetta er, og sérstaklega fyrst, guđ minn góđur..

Ég var á svo erfiđum stađ í lífinu. Var búin ađ brjóta mig alla í sundur.

Þessi verkfæri komu mér til baka, til sjálfrar mín. Í „nóg-iđ“.

Vonandi getur þetta hjálpađ einhverjum ađ skilja betur, hversu ófyrirsjáanleg áhrif andlegt ofbeldi getur haft á þann/þá sem verđur fyrir því.

Hugur og hjarta hætta ađ haldast í hendur. Hjartađ berst á móti huga og hugur á móti hjarta.

Þađ sem þarf ađ gerast, er ađ þađ þarf hægt og rólega ađ vinna ađ því ađ leiđa hug og hjarta í átt ađ hvoru öđru á ný. Byggja upp traust þeirra á milli, á ný.

Međ skilning, þolinmæđi og samkennd, án þess ađ dæma og án væntinga, í kærleika.

Viđ þurfum ađ tala viđ okkur sjálf, á kærleiksríkan hátt. Sama hvađa tilfinningu viđ finnum fyrir. Sama hvađa hugsun kemur til hugar.

Vertu til stađar fyrir þig. Fyrir þig.

Fyrir allt sem þú ert.

 

– Karen

 

 

Heilræđi dagsins

Gerum bara hiđ uppbyggilegasta sem viđ getum gert úr þessum degi.
Svo er annar dagur á morgun.

Sama hversu seint þú vaknađir
Sama hversu „lítiđ“ þú áorkađir
Sama hversu ósátt/ur þú ert međ þađ hvernig dagurinn fór.

Þađ eina sem viđ getum gert, er ađ taka augnablikinu eins og þađ er.
Hlúa ađ því.
Veita því athygli.
Vera til stađar.

Viđ höfum einfaldlega þađ sem er hér og nú.
Međ því ađ bæta viđ orđinu „ætti“, þá tökum viđ frá augnablikinu.

Þađ þarf ekkert meira eđa minna en þađ sem er, hér og nú.
Því ef viđ festumst þar, festumst í ađ dæma, þá týnum viđ augnablikinu.
Þađ er akkúrat gagnstæđan viđ þađ sem augnablikiđ þarf.

Međ því ađ beina athyglinni ađ því sem er, hér og nú, opnum viđ líka augun fyrir tækifærunum sem viđ höfum, hér og nú.

Hvađ get ég gert núna, til þess ađ hjálpa mér á minni vegferđ í dag?
Hvernig get ég sáđ fræjum í mínum hug og hjarta, í dag?
Hvernig get ég veriđ til stađar fyrir mig, í dag?

Þađ sem viđ færum athyglina ađ, þađ er þađ sem fær tækifæri til þess ađ vaxa.

Þađ sem viđ færum athyglina ađ, í kærleika, þađ er þađ sem fær ađ blómstra.

Međ tíma, skilning, þolinmæđi og umhyggju.

Sama hversu erfiđur dagurinn er
Sama hversu ósátt viđ erum.
Hvađ getum viđ gert, akkúrat núna, til þess ađ byggja okkur upp?

Međ því ađ vera til stađar, fyrir allt sem viđ erum.
Allar tilfinningar og hugsanir.

Ef hugurinn er ađ angra þig.
Hlustađu                                                    Vertu hjá honum.
Veittu honum athygli.
Í öllu, sýndu honum skilning.

Ef tilfinningar eru ađ angra þig.
Vertu hjá þeim.
Án væntinga og án þess ađ dæma (og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma).
Farđu í gegnum þær, međ því ađ veita þeim athygli.

Fylgstu međ þeim koma og fara.
Fylgstu međ þeim magnast og minnka.
Fylgstu međ þeim fjara út.
Án þess ađ ýta á eftir því.
Í öllu, sýndu þeim skilning.

Þađ „besta“ sem viđ getum gert úr hverjum degi, sama hversu erfiđur hann er.
Er einfaldlega þađ, ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf.

Međ því ađ segja viđ okkur sjálf:

Hvađ sem er og hvađ sem verđur,
Þetta er allt í lagi.
Sama hvađa hugsun eđa tilfinning kemur,
Þetta er allt í lagi.

Sama hvađ gerist í dag eđa á morgun

Ég er hér.
Ég er til stađar fyrir þig.

 

– Karen

Jólin

Jólin geta veriđ mikill tilfinningahrærigrautur.
Því samveran er umfram öllu, ađ vera saman
En þađ hafa ekki allir einhvern
Og á jólunum getur þađ orđiđ skýrara
Því jólunum eyđum viđ međ þeim sem viđ elskum og þađ ađ borđiđ er tómt, eđa tómara en fyrr, er erfiđ áminning.

Vinir sem viđ áttum en urđum ađ kveđja,
Fjölskyldumeđlimir sem fariđ hafa annađ, hvort sem þađ er annars stađar á jörđu eđa í jörđu, á hinum hinsta hvíldarstađ.
Fólk sem viđ héldum ađ viđ þekktum en lærđum ađ viđ þekktum þađ bara alls ekki.

Borđiđ er tómara en fyrr.
En þađ getur einnig veriđ fyllra
Þađ fer einfaldlega eftir því hvar viđ erum stödd í okkar ferđalagi um lífiđ.

Þeir sem viđ syrgjum, syrgjum viđ sárt.
Þađ er erfitt ađ hugsa til þeirra sem viđ höfum misst.
Ég átti ekki von á því ađ þađ myndi birtast mér svona skýrt í dag.

Jólaball međ litlum krökkum og jólasveinum á leikskóla.
Ég vissi af jólasveinunum, þađ var ekkert áhyggjuefni.
En svo komu þeir og ég fann hvađ ég dofnađi öll.
Ég minnti mig á hvar ég væri og einblíndi á yndislegu börnin og brosin þeirra.

Ég sagđi viđ sjálfa mig, ég finn þessa tilfinningu, þađ er allt í lagi.
Ég þarf ađ hlúa ađ henni.
Sleppti aldrei sjónum á henni, en beitti athyglinni ađ önduninni.

Ég vissi strax hvađa minning var ađ baki sorginnar sem var ađ koma upp á yfirborđiđ.
Mér finnst alltaf erfitt ađ leyfa mér ađ tjá mig um hann, því partur af mér telur mig ekki eiga rétt á því ađ syrgja.

Viđ sem erum skilnađarbörn eignumst stundum stjúpforeldri og jafnvel stjúpsystkini eđa hálfsystkini.
Ég var rúmlega 11-12 ára gömul, ađ ég held, þegar ég eignađist í fyrsta skiptiđ eldri stjúpbróđur. Viđ vorum í lífi hvors annars í 11 ár.

Hann vakti forvitni mína.
Ég man ennþá eftir því þegar ég stalst til ađ taka mynd af honum því ég var svo spennt ađ sýna vinkonum mínum nýja stjúpbróđur minn.
En ég var bara ung og hann ađ nálgast fullorđinsaldur svo ég man vođa lítiđ eftir mikilli tengingu okkar á milli.

Þađ sem ég man hvađ mest eftir var þegar skroppiđ var kannski í búđina og ég taldi mig vera eina heima og söng hástöfum inni í stofu.
Svo sá ég hann koma fram og áttađi mig á því ađ hann hefđi heyrt þetta allt saman.
Unglinga-ég fór alveg í kleinu.

Svo liđu árin.
Og minni og minni tími sem var eytt saman.
Ég tók stóra ákvörđun, sem tengdist honum ekki, fyrir sjálfa mig. Þađ sem ég taldi vera best fyrir mig, á þeim tíma.
og vegna þess, missti ég af því í leiđinni, ađ kynnast honum betur.

Svo héldu árin áfram ađ líđa
Ég var mölbrotin og hjartađ í molum. En ég taldi mig alltaf hafa meiri tíma.
Þetta verđur allt einhvern veginn í lagi á endanum.
Þetta mun lagast.
Þađ hugsađi ég.

En stundum höfum viđ ekki meiri tíma.
Stundum breytist allt á örskammri stundu.
Þegar ég átti sjálf erfitt međ ađ sjá einhverja von. Hafđi séđ þađ oft áđur hjá þeim sem mér þótti vænt um.

Þá, án nokkurs fyrirvara, sá ég hvernig þađ gæti endađ endađ.

September 2017

Símtaliđ kemur og fæturnir dofna.
Þađ virđist ekki raunverulegt.
Og á sama tíma var ég ađ berjast viđ þær hugsanir ađ ég ætti ekki skiliđ ađ syrgja hann.
Ég fór. Ég tapađi því tækifæri. Ég valdi þađ sjálf.

Þađ var mér ađ kenna ađ ég náđi aldrei almennilega ađ kynnast honum.
Reyndi ađ hlusta á tónlistina hans.
Skođa myndir.
Skođa hvađ ađrir væru ađ segja um hann.
Reyna ađ skilja, einhvern veginn.

Og mér fannst ég hræđileg manneskja fyrir ađ voga mér ađ gráta yfir þessu.
Mér væri engin vorkunn.
Hvađ um þá sem raunverulega þekktu hann.
Raunverulega skildu hann. Raunverulega höfđu hann í sínu lífi. Ekki bara í fjarlægđ.

Ég hrundi niđur.
Átti þađ til ađ reyna ađ tala viđ hann, á einhvern hátt, leiđ svo hræđilega og bađ hann afsökunar á því hvađ ég væri ađ vera sjálfhverf, fyrir þađ eitt ađ reyna ađ tala viđ hann.

Í stöđugri togstreitu viđ sjálfa mig.
Skildi ekki hugsanirnar mínar
Skildi ekki tilfinningarnar mínar.
Varđ ađ gera þađ fyrir sjálfa mig ađ fara í kistulagninguna, sama hversu erfitt þađ yrđi.
Dæmdi mig á sama tíma fyrir ađ fara.

Fólk syrgir á mismunandi vegu. Þađ er engin uppskrift sem allir fara eftir. Þađ er ekki þannig. Og allar tilfinningar og hugsanir mega fá pláss. Ég vissi þađ bara ekki þá.

Ég hafđi veriđ ađ taka lítil skref, rétt fyrir jólin 2016.
Þađ var þá sem ég sá hann

Í síđasta skiptiđ.
Í jólasveinabúning ađ dansa viđ litlu systur okkar tvær.
Dansa í kringum jólatréđ og syngja hástöfum jólalögin.
Skælbrosandi.

Þađ var minningin sem ég fann.
Sá hann í jólasveinunum á ballinu í leikskólanum.
Í gleđinni.
Í því ađ gleđja.

Og áđur en ég vissi af voru tárin nærri því farin ađ flæđa.
Á miđju dansgólfinu.
Í vinnunni minni.

Og nú sit ég hér í kringlunni ađ skrifa þetta allt niđur, því þađ er þađ sem hjálpar mér.
Ađ hlúa ađ mér.
Ađ gefa öllu rými.
Bæđi tilfinningum og hugsunum.
Jafnvel þó ég sé viđ þađ ađ brotna niđur hérna a stjörnutorgi, ein úti í horni viđ eitthvađ borđ.
Ég þarf ađ fara í gegnum þetta.
Gefa mér rými.
Leyfa mér ađ vera til.

Ég veit ađ þessi tími árs er erfiđur
Því mig langar alltaf ađ laga allt
Og ég þarf ađ vera međvituđ um þađ.
Annars hleyp ég á undan mér.
Set mig í ađstæđur sem ég ræđ ekki viđ.

Opna hjartađ fyrir vonbrigđum og hjartasári.
Þarf ađ passa upp á mörkin mín, alltaf.
Sérstaklega núna.
Ég verđ ađ vera til stađar fyrir mig, fyrir mig.
Öđruvísi mun ég rífa mig alla í sundur, rétt eins og ég hef gert í fortíđinni.

Og ég á betur skiliđ en þađ. Ég er komin međ nóg af því ađ rífa sjálfa mig niđur. Þađ er ekki eitthvađ sem kemur raunverulega frá sjálfri mér.

Allt sem segir mér ađ ég þurfi ađ minnka mig eđa stækka mig kemur ekki raunverulega frá sjálfri mér.

Og ég vil ekki lengur lifa mínu lífi utan sjálfrar minnar. Ég vil lifa mínu lífi í einlægni. Í kærleika. Gagnvart sjálfri mér og öđrum. Fyrir mig. Fyrst og fremst.

Ég er nóg.
Ég hef alltaf veriđ nóg.
Ég get ekki sannfært einhvern annan um þađ, ég hef enga stjórn þar.
Ég get hins vegar sannfært mig um þađ.
Og þađ er mun auđveldara.
Því litla hjartađ mitt veit þađ. Sannleikurinn dvelur þar.

Ég er nóg
Ég er fullkomlega ófullkomlega nóg
Og ég mun ekki hætta ađ endurtaka þađ viđ sjálfa mig þar til þađ verđur einfaldlega bakgrunnshljóđ, því þađ er svo sjálfsagt.

Viđ þurfum ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf í sorg.
Viđ þurfum ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf í reiđi.
Viđ þurfum ađ vera til stađar fyrir okkur sjálf í gleđi.

Allar tilfinningar, allar hugsanir.
Allar
Eru
Nóg

Allar
Eru
Fullkomlega
Ófullkomlega
Nóg

Hlúum einstaklega vel ađ okkur sjálfum á þessum yndislega, erfiđa og sársaukafulla tíma. Sama hversu tómt eđa fullt borđiđ er. Viđ þörfnumst þess frá okkur sjálfum, ađ vera til stađar. Fyrir okkur sjálf.

Sérstaklega núna, en einnig alla ađra daga hér eftir.

Passađu upp á og minntu þig á, ađ gleyma aldrei sjálfri/sjálfum þér.

Leitađu eftir ljósglætunum, þær eru þarna. Ég lofa.

Elsku yndislega fallega sál. Gleymdu því aldrei ađ þú ert mikilvæg/ur. Þú skiptir máli.

Stundum er einfaldlega erfiđara ađ sjá þađ.

 

– Karen

 

Örfá orđ um ađ vera ekki nóg

Ofbeldi
Mörg okkar verđa fyrir því á einn eđa annan hátt.
Hvort sem viđ verđum beint fyrir höggunum eđa orđunum.
Eđa hvort viđ verđum fyrir, eđa horfum upp á afleiđingarnar.

Ađ vera ekki nóg.
Setning sem fylgir frá ættliđ yfir í ættliđ.
Þar til einhver stöđvar ölduna.
Neitar ađ leyfa henni ađ falla yfir sig.
Neitar ađ bera hana áfram međ sér.

Ef allir eru tilbúnir ađ hlusta, getur mót-setningin ómađ eins og bergmál í eyru allra nærri.
Ég er nóg.
Og.
Ég hef alltaf veriđ nóg.

Og nú í hæfilegri fjarlægđ
Sjá þau ölduna rísa og falla međ sjálfri sér
Án þess ađ gleypa neinn
Og ađ lokum
Hægt og rólega
Fjara út

 

– Karen

Þrátt fyrir

Hver dagur fól í sér sorg og vonbrigđi
Afhverju gat ég ekki bara elskađ sjálfa mig?
Ég átti nú tilvonandi mann, yndislegan mann, og viđ bjuggum saman
Ég ætti ađ vera á góđum stađ í lífinu
Mér ætti ađ líđa vel

Svo þegar ég opnađi mig um þađ hversu illa mér leiđ ađ stađan væri svona
24 ára ófær um ađ vinna, ófær um ađ fara út fyrir hússins dyr og hrædd viđ ađ kynnast fólki
Ótrúlega hrædd.. dofnađi bara

Svo innilega hjartabrotin yfir því ađ þetta væri stađan
Ađ unnusti minn þyrfti ađ sjá um okkur bæđi
Þar til ég gat fengiđ endurhæfingarlífeyrisbætur.

„Karen, þú ert ađ fara ađ gifta þig, þú ert alveg á góđu róli“.
Þetta heyrđi ég frá öđrum.
Mér sárnađi, því jú, ég var ađ fara ađ gifta mig, ætti ađ vera sátt, en þađ ađ viđ vildum eyđa ævinni saman var ekkert persónulegt afrek sem strokađi út alla mína vanlíđan.
Einungis sameiginlegur sannleikur milli tveggja einstaklinga.
Viđ elskuđum hvort annađ.

En ég varđ ađ læra og virkilega taka þađ inn á mig, ađ ég verđ ađ elska sjálfa mig.
Engin önnur ást, utan mín, eins erfitt og þađ er ađ segja þađ, yrđi nóg, ef ég elskađi ekki sjálfa mig.

Þrátt fyrir alla þá ást sem mér væri gefin og ég gæfi til baka, ég varđ ađ læra ađ taka á móti henni. Raunverulega taka á móti henni.

Ég átti margar sársaukafullar samræđur viđ manninn minn, hversu döpur ég væri yfir þessu og hvađ ég hræddist þađ ađ ég væri ađ gera honum meira illt en gott.
Því ég gat lítiđ sem ekkert, séđ fyrir okkur, sem fjölskyldu.

En hann valdi ađ vera til stađar fyrir mig, valdi ađ hjálpa mér ađ læra ađ elska sjálfa mig, eins og hann elskađi mig, og eins og ég elskađi hann.

Ég vissi ađ ef ég myndi ekki læra ađ elska sjálfa mig, þá yrđi þađ aldrei nóg.
Ég myndi eyđa ævinni í ađ reyna ađ fylla upp í skarđiđ, utan sjálfrar minnar.

Jú, ég var ađ fara ađ gifta mig
Ég fann sálufélagann minn
En á sama tíma hræddist ég ađ ég væri ađ taka meira en ađ gefa
Og sú manneskja vildi ég aldrei vera.
Ég vildi ekki leggja mína eigin hamingju í hendur einhvers annars. Þađ er alltof mikil ábyrgđ til ađ leggja á einn einstakling.
Þađ var hvatinn sem ýtti mér í rétta átt, ég varđ, ég bara varđ ađ finna leiđ ađ minni eigin hamingju, hjá sjálfri mér.
Fyrir mig, fyrst og fremst
Og fyrir þá sem elskuđu mig

Í dag hef ég lært ađ elska sjálfa mig
Ég á mína daga þar sem þađ verđur erfiđara
En ég finn alltaf leiđina til baka.
Nú, þegar ég er til stađar fyrir mig, fyrir mig.
Þá get ég gefiđ miklu meira frá mér
Get tekiđ miklu meira til mín.

Ég hef sjaldan upplifađ jafnmikla ást og nú.
Því ég fann hana fyrst og fremst hjá sjálfri mér.
Nú trúir hjartađ á þađ sem þađ finnur
Þađ hræđist þađ ekki lengur
Þađ grýpur þađ allt og kastar því frá sér á sama tíma. Í sátt. Í öryggi hjá sjálfu sér.

Ég skrifa þennan póst međ þau skilabođ í huganum ađ „árangur“ er ekkert endilega samasem merki viđ raunverulega hamingju.
Þađ var ekki nóg, þrátt fyrir ađ hlutirnir virtust vera ađ ganga upp, því ég fann ástina
Þađ var ekki nóg, þrátt fyrir ađ viđ værum ađ fara ađ gifta okkur
Þrátt fyrir hve mikiđ viđ elskuđum hvort annađ
Þađ var alltaf þessi hola, djúpt innra međ mér.

Ég varđ ađ finna ađ ég væri nóg.
Virkilega trúa því
Virkilega skilja þađ
Virkilega samþykja þađ
Virkilega finna þađ.

Þannig fann ég lykilinn ađ ólýsanlegri ást.
Skilyrđislausri ást.
Frá mér til mín.
Og þađan gat ég tekiđ viđ miklu meiri ást en nokkurn tíman fyrr.
Þađan gat ég gefiđ frá mér miklu meiri ást en nokkurn tíman fyrr.

Ég varđ ađ finna þađ hjá mér.
Ég er nóg, og ég hef alltaf veriđ nóg.

 

– Karen

Leiđin sem ég valdi ađ fara

Ef birting tilfinninga „passar ekki“ viđ ađstæđur, í þínu lífi. Þá getur þađ veriđ merki um ađ einhvađ þarf ađ breytast.

Ef birting þeirra er t.d. ýktari og þær virđast ekki eiga heima í núverandi ađstæđum. Eins og t.d. óvenjulega mikill pirringur eđa reiđi sem virđist ekki eiga sér neina auđsýnilega orsök.

Vissir þú t.d. ađ reiđi er secondary tilfinning? Tilfinning sem birtist ofan á annari undirliggjandi tilfinningu?

Sú tilfinning er held ég lang oftast sorg eđa hræđsla.

Þegar birtingarmynd tilfinninga virđist „ekki passa“ viđ þađ sem er raunverulega ađ gerast, hér og nú, þá getur þađ veriđ viđvörunarbjalla um ađ þađ sé eitthvađ sem þarf ađ vinna međ, hjá okkur sjálfum.

Tilfinningar og hugsanir okkar eru mögulega ekki ađ fá þađ rými sem þær þurfa. Rými skapađ af samkennd og skilning.

Þađ getur valdiđ því ađ viđ myndum óhjálpleg mynstur innra međ okkur:

Afneitun. Deifing. Óhjálpleg truflun. Kæfing. Dómharka. Frávarp. Sjálfskađi. Fíkn. Felum okkur sjálf, fyrir okkur sjálfum og öđrum. Allt er þetta barátta viđ tilfinningar og hugsanir.

Hvađ heyrir þú á hverjum degi, frá sjálfri/sjálfum þér?
Hvađ heyrir þú á hverjum degi, frá þínu nánasta umhverfi?
Er þađ raunverulega ađ hjálpa þér?
Ber þađ raunverulega þinn hag fyrir brjósti?

Gefur umhverfiđ frá sér skilyrđislausa ást, međ þađ sjónarmiđ ađ öll gagnrýni er uppbyggileg og þjónar þeim tilgangi ađ hjálpa þér ađ byggja þig upp?

Eđa hefur hún þađ sjónarmiđ ađ rífa þig niđur. Einfaldlega svo þeim líđi betur. Bæla þig niđur til ađ reyna ađ fá þig til ađ samræmast þeirri hugmynd sem viđkomandi hefur búiđ til af þér í sínum eigin huga?

Besta útgáfan af þér, fyrir þau?
Eđa besta útgáfan af þér, fyrir þig?

Viđ höfum (í eđlilegum kringumstæđum) þá ábyrgđ ađ velja fyrir okkur sjálf, í lífinu.

Velja hvort viđ fylgjum gömlum, vanaföstum, mynstrum.

Velja hvort viđ fylgjum einungis gömlum, vanaföstum mynstrum, međ þađ hugarfar ađ ekkert megi breytast. Ađ allt sem viđ þurfum ađ vita, sé vitađ.

Velja hvort viđ æfum okkur ađ fara út fyrir þægindarammann og prófa eitthvađ nýtt. Læra eitthvađ nýtt.

Velja hvort viđ höldum því áfram.

Velja ađ festast í óhjálplegum mynstrum eđa kjósa ađ búa til ný mynstur, í von um ađ þau hjálpi.

Þađ sem virđist oft gleymast í þessu vali, er einfaldlega þađ, ađ þegar viđ höfum valiđ í höndunum, þá er þađ líka val, ađ gera ekki neitt.

Þegar ég átti í, alls ekki góđu sambandi viđ sjálfa mig.
Þá reyndi ég ađ fela þađ, fyrir sjálfri mér og fyrir öđrum.

Reyndi ađ hunsa, dæma og deyfa hugsanirnar og tilfinningarnar. Þá var ég ekki ađ gefa mér pláss.
Þá var ég bara ađ gefa pörtum af mér pláss.

Hitt reyndi ég ađ hunsa, dæma og deyfa.

Ok. Mér líkar ekki viđ sjálfa mig.

Ég þarf ađ laga mig.

Fela mig betur.

Dæma nógu sterkt.

Deyfa međ öllu sem ég fann.

Varđ aldrei fíkill, í almennri merkingu. Samt á góđri leiđ þangađ. Farin ađ þrífast í vanlíđan. Fannst ég mega vera til þar. Á sama tíma, hatađi ég mig fyrir þađ.

Forđađi mér viđ hvert tækifæri, frá sjálfri mér. Frá því ađ horfast í augun á sjálfri mér.

Ég taldi þetta vera eitthvađ sem ég varđ bara ađ lifa međ. Ađ mér líkađi ekki viđ sjálfa mig. Ég var minn versti óvinur, en grét þađ á sama tíma.

Ef eitthvađ var svo gert á minn hlut, hugsađi ég innst innra međ mér ađ ég ætti þađ skiliđ.

Tók sjálf þátt í ađ brjóta mig niđur, á sama tíma og ég heyrđi grátur bergmála innra međ mér. Sjálfa mig syrgja fyrir ađ hlutirnir væru orđnir svona.

Á þessu stigi gat ég ekki bara sagt. Svona var fortíđin, nú er nútíđin. Því ég vildi ekki vera þar.

Einhvern tíman í fortíđinni hafđi ég elskađ sjálfa mig skilyrđislaust og ég vildi ekki sleppa taki á því.

Ég gat ekki sagt, mér líkar ekki viđ mig, fake it till you make it, dílađu viđ þađ, haltu áfram.
Því ég vildi ekki lifa lengur í sporum þessarar manneskju sem ég var.

Hvađ gerđist? Hvar missti ég sjónar á sjálfri mér? Hvenær hætti ég ađ elska sjálfa mig skilyrđislaust?

Ég varđ ađ finna svörin viđ þessum spurningum. Skođa upplifanir og túlkanir mínar á þeim. Skođa hvort ég hefđi veriđ ađ túlka vitlaust. Búa til falskar útskýringar. Falskar óhjálplegar leiđir.

Skođa hvađa leiđir ég notađi til þess ađ lifa af á þeim tíma. Skođa þađ ađ sumar þeirra höfđu þjónađ sínu gagni fyrir löngu, en nú væru þær ađ hamla mér í lífinu. Ég varđ ađ brjóta gömul mynstur. Til þess ađ geta mótađ ný.

Ég hafđi fyrir löngu fest mig í mynstur

Fight
Flight
Freeze
Fawn

Freeze var áđur fyrr ekki talađ mikiđ um og lýsir sér sjálft. En þađ er annađ viđbragđ sem er enn fremur ekki talađ um. Þađ er fawn viđbragđiđ og lýsir sér svona:

Þegar fórnarlamb byrjar ómeđvitađ ađ geđjast ađ ofbeldismanni/konu til þess ađ lifa af í ađstæđum sem þađ ræđur ekki viđ. Þegar viđ fórnum okkur sjálfum (okkar gildi og viđmiđ í lífinu), fyrir ađra, til þess ađ lifa af. Þegar viđ teljum okkur þurfa ađ uppfylla allar kröfur, þarfir og óskir þess sem gerir okkur illt, til þess ađ upplifa ást. Til þess ađ mega taka pláss. Til þess ađ mega vera til.

Ég var lengi föst í þessu fawn viđbragđi, međ blöndu af freeze inn á milli. Þađ sem getur nefninlega gerst, þegar viđ verđum fyrir áföllum, er ađ viđ festumst í þessum viđbrögđum. Líkaminn er stöđugt á varđbergi.

Ég var á þađ slæmum stađ ađ ég gat ekki hreyft mig, ef ég heyrđi of há hljóđ, ég dofnađi öll.

Ef eitthvađ međ vökva helltist niđur  og ég þurfti ađ bregđast viđ, hratt og örugglega, ná í eitthvađ til ađ þurrka snögglega svo vökvinn myndi ekki fara út um allt, þá fraus ég. Þađ var eins og einhver hefđi tekiđ straumbyssu og beitt henni á mig. Ég gat ekki brugđist viđ. Skelfing og ótti tók yfir mig, hrædd ađ gera mistök, hrædd ađ gera mistök, hrædd ađ gera mistök.

Þađ var ennþá verra ef ég hafđi einhvern hjá mér, sem var ađ biđja mig um ađ drífa mig. Ég réđ ekki viđ hvađ var ađ gerast. Dofnađi öll. Gat ekki brugđist viđ.

Sem betur fer, er þetta ekki svona í dag og þađ á ég sjálfri mér og minni þrjósku ađ gefast aldrei upp, ađ þakka.

Međ því ađ hætta aldrei ađ lesa mér til og skođa öll þessi mynstur og allan óhjálplega falska sannleikann sem viđ getum óvart tileinkađ okkur í gegnum lífiđ. Allt þetta hjálpađi mér ađ finna leiđina til baka. Til mín. Þar sem ég var örugg, međ sjálfri mér.

Þetta hefur alls ekki veriđ auđvelt. Langt frá því. Þađ er erfitt ađ taka þessi skref. Þađ segja þađ allir. Sérstaklega ef hvernig þú varst, var þæginlegt fyrir einhverjum, en um leiđ og þú byrjađir ađ setja mörk og fórst ađ sjá þitt eigiđ virđi, þađ gerđi þig óþæginlega/nn.

Þađ er því miđur stundum þannig ađ vegna eigin skömm, þá getur fólk reynt ađ þrýsta þér aftur niđur í kassann. Því þađ var þæginlegra fyrir þađ fólk. Þegar þú sást ekki þitt virđi. Þegar þú þagđir. Þegar þú tókst niđurrifinu illa og byrjađir sjálf/ur ađ rífa þig niđur. Þađ er því miđur til þannig fólk.

Þađ er ekkert persónulegt gagnvart þér. Viđkomandi er sjálfur ađ berjast viđ sína innri vanlíđan. Því viđ þurfum ekki ađ rífa ađra niđur og okkur sjálf upp, ef viđ finnum raunverulega ađ viđ erum nóg.

En sumum er ekki hægt ađ hjálpa. Þađ er ekki hægt ađ hjálpa þeim sem vilja ekki hjálpa sér sjálfir. Þađ eina sem þú getur gert er ađ passa upp á mörkin þín. Passa upp á umhverfiđ, hverjum þú hleypir nálægt þér. Hugađu ađ þér.

Þađ er kannski skrýtiđ ađ ég tali um ađ velja þá sem þú hleypir nálægt þér, þegar ég blogga um hluti sem eru í sinni fyllstu merkingu, mjög persónulegir og berskjaldađir.

En þađ hefur hjálpađ mér hvađ mest, ađ leyfa mér ađ vera berskjölduđ, leyfa mér ađ vera viđkvæm og tala um erfiđu hlutina. Ég passa samt upp á mörkin mín, ég verđ ađ gera þađ.

Ég valdi ađ fara þessa leiđ, ađ blogga. Þetta er ég ađ skora á sjálfa mig. Neita ađ fela mig. Neita ađ skammast mín. Og ef þađ hjálpar öđrum, þá er þađ yndislegt.

Þetta hefur alls ekki veriđ auđvelt, og ég hef oft grátiđ eftir ađ ég sendi frá mér eitthvađ erfitt og sársaukafullt, frá hjartanu.

En þetta er allt þess virđi og ég mun aldrei getađ komist ađ orđum hversu mikiđ þađ hefur hjálpađ mér. Ađ fara í gegnum allan þennan sársauka, erfiđu tilfinningar og hugsanir.
Eina leiđin út er í gegn. Eins og oft er sagt.
Og þađ er þađ sem ég er ađ gera. Ég er á leiđinni í gegn.

Ég fer í gegnum sársaukann. Staldra viđ hjá honum. Leyfi honum ađ koma. Tek eftir því sem gerist. Fylgist međ honum koma og fara. Svo sleppi ég. Án þess ađ ýta á eftir því. Þađ einfaldlega gerist. Og því fylgir ólýsanlegt frelsi.

Breytingar færa okkur áfram. Ekki vera hrædd viđ breytingar. Þú getur ekki ímyndađ þér hvert breytingar geta leitt þig. Hvađ sem gerist, þú getur alltaf lært eitthvađ af þeim.

Eins og orđatiltækiđ segir:
Either you win, or you learn.

 

– Karen

 

Partur af hverjum degi

Quotes og fallegir textar.
Ég stútfylli símann af screenshot-um og setningum sem ég heyri eđa les og næ ađ tengja viđ.
Margt af því hefur hjálpađ ótrúlega.
Sérstaklega međ batnandi viđhorfi og huga.

Þađ truflar mig ekki lengur, til lengri tíma, ađ heyra gagnrýni eđa ábendingar um þađ sem betur má fara hjá sjálfri mér.

Þađ er ekki lengur þessi skömm sem liggur yfir mér ef ég geri eitthvađ vitlaust.

Þađ er auđveldara ađ bakka og horfa á þađ, skođa þađ á annan hátt međ þađ markmiđ ađ nýta þađ til þess ađ halda áfram ađ þroskast og dafna. Halda áfram ađ æfa mig. Gera betur. Byggja betur. Allt æfing, lærdómur og viska.

Ég vil heyra þađ sem ég þarf ađ heyra , ekki þađ sem ég vil heyra. Því ég hef fariđ allt of oft í sömu fótspor aftur.

En til þess ađ geta hugađ ađ sjálfri mér varđ ég ađ setja mörk. Fjarlægja mig úr ađstæđum og umhverfum sem gerđu meiri skađa en gagn. Settu mig á móti sjálfri mér.

Þađ er eitthvađ sem ég valdi fyrir mig. Og ég varđ ađ gera þađ. Sjálfrar minnar vegna. Ég þarf og verđ ađ vera međ mér í liđi. Þađ mun enginn gera þađ fyrir mig.

Í dag er ég heppin ađ vera umkringd fólki sem talar saman á umhyggjusaman og uppbyggilegan hátt. Þar sem markmiđiđ er ađ leita lausna í sameiningu.

Þađ hjálpar engum ađ láta stolt hafa meira vægi heldur en umhyggju, samkennd og skilning.

Þađ er enginn fullkominn og þađ eyđir einungis dýrmætum tíma, ađ reyna ađ sannfæra einhvern um ađ hann/hún sé þađ.

Tölum frekar saman (einnig okkur sjálf) á alúđlegan og uppbyggilegan hátt og hjálpum í leiđinni, okkur sjálfum og hvort öđru ađ vaxa og dafna. Hvađ get ég gert, til þess ađ hjálpa mér/þér ađ blómstra?

 

– Karen