Til þeirra, sem þola illa gagnrýni

Ađ bregđast illa viđ gagnrýni er afskaplega nálægt því ađ eiga erfitt međ ađ viđurkenna mistök.

Þetta gerist vegna þess ađ þú trúir því ađ ef þú getir gert mistök, ađ þađ segi eitthvađ slæmt um þig, því þú sért ekki fullkomin.

Þetta gerist ađ mestu leiti þegar fólkiđ sem viđ lítum upp til

a) viđurkennir ekki eđa samþykir ekki eigin mistök.

b) samþykir eđa leyfir ekki okkar eigin mistök.

Þađ er ógerlegt ađ gera aldrei mistök. Viđ þyrftum ađ vera vélmenni ef viđ ætluđumst til ađ manneskjur myndu hegđa sér á þann hátt.

Sú stađreynd ađ þú sért ekki fullkomin gerir þig ekki ađ slæmri manneskju, þađ gerir þig mannlega/n.

Sem manneskjur þurfum viđ ađ gera mistök til þess ađ geta lært af þeim.

Ég var eitt sinn eins og þú, á stundum ennþá erfitt međ þetta, en mun sjaldnar en áđur.

Ég áttađi mig á því ađ um leiđ og viđ fæđumst, ađ þá elskum viđ okkur sjálf, skilyrđislaust. Svo gerum viđ mistök og lærum af þeim. Þannig þroskumst viđ.

Hins vegar getur þađ stundum gerst, einhvers stađar á leiđinni, ađ viđ lærum ađ mistök séu óásættanleg eđa jafnvel óeđlileg.

Þađ er bara eitthvađ sem okkur er sagt eđa sýnt og endurspeglar ekki raunveruleikann eins og hann er.

Þegar þú hugsar um þá stađreynd ađ viđ erum fædd og þá elskum viđ okkur skilyrđislaust, ađ þá áttaru þig á því ađ skilyrđi í ást eru sköpuđ utan okkar sjálfra.

Neikvæđar hugsanir eru búnar til utan okkar sjálfra.

Neikvæđar trúir eru skapađar utan okkar.

Þegar þú raunverulega finnur tæra, hreina, hráa hamingju innra međ þér sjálfri/um, fyrst og fremst og umfram allt.

Þá skipta ytri raddirnar ekki lengur máli. Vegna þess ađ þú finnur ekki lengur þitt virđi í því sem þú hefur lært.

Þú finnur þađ í því hver þú ert.

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.