Þreytt og sæl

Þađ var daglegt ađ vera alltof þreytt, í langan tíma. Skipti engu máli hversu mikiđ eđa lítiđ ég svaf um nóttina. Ég var gjörsamlega búin á því, sem passađi ekki fyrir mér, því á þeim tíma var ég atvinnulaus, ég stundađi litla líkamsrækt, ég hvíldi líkamann og hug, meira en nokkurn tíman fyrr. Í rauninni var þetta allt andlegt. Andleg þreyta. Þráđi ekkert annađ en ađ sofa, því ađ vera vakandi var of krefjandi, of mikil orka.

Ég lifđi af í gegnum hvern dag. Þraukađi. Tók svo sama hringinn aftur og aftur. Á sama tíma eyddi ég samt heilu klukkitímunum í ađ leita andlegra lausna. En ég var búin á því.

Ég vil þó þakka sjálfri mér fyrir ađ hætta aldrei ađ leita, en ađ lokum rakst ég hægt og rólega á hjálplegar lausnir sem drifu mig af stađ. Ég held í rauninni ađ þetta blogg hafi átt stóran þátt í því, sem er samt fyndiđ því ég kveiđ svo mikiđ fyrir því ađ byrja. En einhvernveginn međ því ađ byrja ađ skrifa, þá varđ allt raunverulegra og ég tók lærdóminn betur međ mér út í daginn.

Ađ fara úr því ađ vilja bara hvílast vegna þreytu yfir í ađ vera mjög svo ósátt (I object your honor!) vegna líkamlegra veikinda og ađ þurfa ađ hvíla mig. Eđa bara þađ ađ vera sár yfir því ađ vegna líkamlegra veikinda geti ég ekki mætt í vinnu sem ég hef gaman af. þrátt fyrir ađ ég sé alltaf ótrúlega þreytt eftir daginn. Samt góđ þreyta. Gefandi þreyta.

Ég á erfitt međ ađ finna orđ yfir þann árangur sem ég hef nád. Ég sem hélt ađ mér væri bara ætlađ ađ vera svona mikiđ andlega veik, eins og ég var.

Hélt ég væri einhvern veginn bara búin ađ skemma mig, međ því ađ leita ađ lausnum. En þađ er alltaf dimmast áđur en birtir til, eins og segir. Ég er lifandi dæmi um þađ.

Ađ fara úr þeirri trú ađ græta þađ ađ ég myndi aldrei geta sungiđ aftur upp á sviđi, aldrei vinna aftur, aldrei geta stađiđ upp fyrir sjálfri mér og ég veit ekki hvađ og hvađ..

Yfir í ađ vakna spennt fyrir hverjum degi, í vinnu sem ég elska, byrjuđ í kórnum aftur og viđ vorum ađ syngja á tónleikum međ eyþóri inga og jóhönnu guđrúnu seinustu helgi og mörg frábær verkefni á næstunni, ađ teikna í gamni aftur, ađ semja, ađ skrifa, ađ hafa sett mörk og fylgt þeim, ađ hafa stađiđ međ sjálfri mér en a sama tíma opnađ hugann fyrir því ađ læra ađ gera betur, ađ horfa björtum augum til framtíđar… allt þetta. Ég hefđi ekki trúađ þessu fyrir ári síđan og ég er svo óendanlega þakklát.

Þetta var auđvitađ ekki auđvelt, en ég nýtti verkfærin sem ég skrifa um og minnti mig stöđugt á ađ ég var ađ fara í ađra átt en hugurinn er vanur og þađ sé eđlilegt ađ hann sé ósammala og reyni ađ draga mig til baka í þađ sem hann telur vera öryggiđ  en er í raun falskt öryggi sem gerir meiri skađa en ekki. Þetta er allt æfing og viđ erum alltaf ađ æfa okkur, út allt lífiđ.

Lífiđ er lærdómur, stöđugt ađ breytast. Nýtum hann á uppbyggilegan hátt.

 

Takk fyrir allt

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.