Þakklætispóstur dagsins

Eftirfarandi eru markmiđ sem ég skrifađi niđur fyrir rúmlega 3 mánuđum. Mér brá ađ lesa yfir þau aftur núna.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég geti sett mörk og passađ ađ þađ verđi ekki stigiđ yfir þau mörk.

-Ađ komast á þann stađ ađ geta stigiđ út fyrir íbúđina án þess ađ vera hrædd viđ ađ gera eitthvađ/vera eitthvađ rangt.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég elska sjálfa mig, alveg eins og ég er.

-Ađ komast á þann stađ ađ geta gert þađ sem mér finnst skemmtilegt án þess ađ fá samviskubit.

-Ađ komast á þann stađ ađ mér finnist ég ekki þurfa lengur ađ afsaka mig fyrir þađ hver ég er.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég þurfi ekki ađ segja nei þegar mig langar ađ segja já, viđ ađ gera eitthvađ skemmtilegt.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég get tekiđ ákvarđanir 100 % óháđ skođunum/dómi annara.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég veit ađ ég er ađ fara eftir því sem ég vil og ég þarf í mínu lífi.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég sé til óháđ öđrum og ég er nóg, óháđ öđrum.

-Ađ komast í vinnu og ná ađ vinna, án þess ađ vera ofur sjálfmeđvituđ og hrædd um ađ ég sé ađ hafa áhrif á hegđun/hugsun/tilfinningar allra í kringum mig.

-Ađ geta unniđ án þess ađ lifa í stöđugum ótta viđ ađ gera mistök.

-Ađ finna út hvađ ég vil raunverulega gera og gera ráđstafanir í átt ađ því.

-Ađ geta átt samskipti viđ fólk sem ég sjálf og án þess ađ hafa áhyggjur af því hvađ þeim finnst um mig eđa hvernig þeim líđur og reyna ađ laga/breyta eitthverju viđ mig til ađ laga/breyta því fyrir fólk hvernig þeim líđur í kringum mig.

 

Ég fór bara ađ hágráta þegar ég las þetta.

Markmiđ sem ég skrifađi fyrir rúmlega 3 mánuđum síđan. Ég sá fyrir mér langa leiđ framundan og gat ekki ímyndađ mér sjálfa mig í vinnu fyrr en eftir í minnsta lagi ár.

Þarna var ég nýbúin ađ fá höfnun á líftryggingu á sjálfri mér á grundvelli þunglyndis.
Tryggingafélagiđ treysti mér ekki fyrir sjálfri mér. Þađ var virkilega mikill stingur.

Nú var ég búin ađ vera atvinnulaus á endurhæfingarlífeyri í rúmlega 2 ár, hætt hjá virk og viđ höfđum enga ađra leiđ til þess ađ fá tekjur.

Ég var skíthrædd viđ ađ fara ađ vinna, svo hrædd viđ ađ hrynja niđur aftur. Ef þađ kæmi eitthvađ fyrir mig, myndi ég skilja manninn minn eftir međ ekkert. Ég veit ađ þađ var ekki í hans huga. En þađ var í mínum.

Mér fannst ég alveg ömurleg fyrir ađ geta ekki bara fariđ ađ vinna. Ég veit ekki hversu oft ég grét yfir þessu ástandi. Ég vildi svo mikiđ getađ laggt mitt af mörkum. Skammađist mín. Fannst ég vera snýkjudýr.

Sem ég veit ađ er ekki rétt. Mađur á ekki ađ tala illa til sjálfs síns.

Ég horfđi döprum augum til framtíđar.. en ég gafst ekki upp.

Svo byrjađi ég međ bloggiđ og hlutirnir byrjuđu ađ smella saman.

Vá.. ég er bara næstum farin aftur ađ gráta viđ ađ skrifa þetta.

Mikiđ afskaplega er ég stolt af sjálfri mér.

Aldrei gefast upp, leitiđ ađ litlu ljósunum í myrkrinu.

Takk!

-Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.