All I want for christmas is a skinny body

Í kjólinn fyrir jólin
All I want for christmas is a skinny body
Hversu oft hefur þú heyrt skilabođ eins og þessi? Ég veit ađ ég hef sagt þetta, allnokkrum sinnum. Hvađa skilabođ gefur þetta okkur?

Viđ hlæjum ađ þessu því viđ upplifum okkur ekki ein í okkar óöryggi og ósætti viđ okkur sjálf eins og viđ erum, hér og nú.

Jólin eru tími sem flestir vilja njóta.
Einfaldlega njóta þess ađ vera til.
Viđ erum ekki stöđugt á ferđ á leiđ í vinnu eđa slíkt (þó sum okkar séu þađ).

Margir pósta glæsimyndum af sér og fjölskyldu í fínasta pússinu á samfélagsmiđla.
Fullkominn tími til þess ađ fara ađ bera okkur saman viđ ađra.

Þegar viđ segjum viđ okkur „loksins þegar ég er orđin/nn mjó/r, þá mega jólin koma“.
Hvađ erum viđ þá ađ segja okkur?
„Loksins þegar ég er mjó/r, þá má ég njóta“
„Loksins þegar ég er mjó/r, þá er ég nóg“
Vöndum okkur hvernig viđ tölum um sjálf okkur.

Þađ er allt í lagi ađ setja sér markmiđ, en markmiđiđ á ekki ađ vera þađ sem segir til um hvort viđ séum nóg.
Viđ erum nóg.

Betra væri ađ hugsa um markmiđiđ utan þess.
Viđ erum nóg, en viđ viljum og erum alltaf ađ læra og æfa okkur ađ byggja okkur betur upp (líkamlega og andlega).

Hlúum vel ađ okkur sjálfum.

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.