Ađ komast „úr“ kvíđakasti

Ég myndi strax breyta setningunni í: ađ fara í gegnum kvíđakast, á heilbrigđan hátt.

Eftirfarandi ráđ hafa bjargađ mér.

❤ Taka eftir.

Án þess ađ dæma.

Án þess ađ dæma fyrir ađ dæma.

Skođađu hugsanirnar sem koma.

Renndu yfir líkamann, hvar finnur þú fyrir breytingu.

Fylgstu međ. Slepptu. Ekki berjast á móti.

Ekki berjast á móti því ađ reyna ađ berjast á móti.

Leyfđu andardrættinum ađ finna sig.

Leyfđu þér ađ taka pláss.

Leyfđu öllu ađ gerast.

Þetta líđur hjá. Ég lofa. Fylgstu međ.

Ekki búa til væntingar.

Ekki búa til væntingar um ađ búa ekki til væntingar.

Þetta eru tilfinningar. Þær munu ekki skađa þig. Leyfđu þeim ađ koma. Leyfđu þeim ađ fara.

Sýndu þér samkennd. Öllum tilfinningum. Öllum hugsunum.

Fylgstu međ. Hugađu ađ sjálfri/sjálfum þér. ❤

Þađ sem er ađ gerast gæti þér þótt óeđlilegt, en þađ er þađ ekki.

Þetta eru óunnar tilfinningar í fortíđ eđa nútíđ sem viđ eigum erfitt međ ađ finna rými fyrir í núverandi eđa þáverandi ađstæđum.

Tilfinningin „passar“ kannski ekki, ađ okkur finnst, viđ þađ sem er ađ gerast, hér og nú.

Þađ er ástæđa fyrir öllu. Mundu þađ.

Þetta er eđlilegt. Þú ert eđlileg/ur. Þú ert nóg.

Þú þarft ekki ađ minnka þig (dæma, hugsa illa til þín, fela þig, segja engum, einangra þig, gera lítiđ úr þér, refsa þér, deifa þig o.s.frv) til þess ađ vera nóg.

Þú þarft ekki ađ stækka þig (gera óviljandi grín ađ þér, kreista fram kæruleysi, gera eitthvađ á hlut annara, berjast á móti, kyngja tilfinningum, hugsa illa til annara, gera lítiđ úr öđrum, þvinga fram bros o.s.frv) til þess ađ vera nóg.

Taktu í burtu allar væntingar um þađ hvernig þú „ættir“ ađ vera, þetta augnablik og búđu til rými fyrir þađ hver þú ERT, og hvađ þú ERT ađ upplifa, hvađ þú ERT ađ hugsa. Taktu eftir. Leyfđu því ađ koma og fara.

Þetta verđur allt í lagi.

Knús til þín, kæri lesandi.

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.