Ađ fara ađ mínum eigin ráđum

Ég er ađ reyna ađ minna mig á ađ sýna sjálfri mér samkennd og skilning. Þađ felur ekki bara í sér ađ ráđast ekki á sjálfa mig þegar eitthvađ fer úrskeiđis. Þađ felur einnig í sér ađ búa ekki til úrskýringar og ástæđur í miklum tilfinningum.

Þegar ég veiktist og gat ekki tekiđ þátt í giggi 2 um helgina, þá byrjađi ég strax ađ fríka út. Í einhver augnablik var ég alveg viss um ađ ég hefđi veriđ búin ađ keyra mig út. Ađ þetta væri líkaminn ađ gefast upp því ég hafi lagt of mikiđ á mig. Ég fór strax ađ hræđast þađ hvort ég gæti gert allt sem ég hef veriđ ađ gera undanfariđ og hvort þađ væri í raun gott fyrir mig.

Þeir sem eru mér kærastir náđu mér niđur á jörđina. „Þú ert bara veik, karen mín, þađ er eđlilegt“.

Ég var svo hrædd. Enda átt í erfiđleikum í mörg ár ađ leyfa mér ađ upplifa gôđa hluti án þess finna fyrir ađ aftast sitji púki sem dregur undan fótunum mínum þegar ég á síst von á. Stöđug hræđsla, og undanfariđ hafđi ég náđ svo góđum framförum, liđiđ svo vel, ađ óttinn byrjađi ađ skríđa upp axlirnar.

En þetta var eđlilegt. Þađ verđa allir veikir. Þađ þarf ekki ađ þýđa neitt. Ég hvíldi mig bara ótrúlega vel og náđi í framhaldinu ađ taka þátt í giggi 3. Ótrúlega þakklát.

Þađ sem ég get tekiđ frà þessu:
þađ geta allir orđiđ veikir, þađ þýđir ekki ađ ég sé ađ gera rangt.
Ekki taka langtímaákvarđanir eđa móta framtíđarspá í augnabliks vanlíđan.
Gerđu eins vel og þú getur. Ekki meira. Ekki minna. Leyfđu þér ađ vera. Hér og nú.

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.