Sambönd og samskipti

Ég átti lengi í mjög steiktu sambandi viđ sambönd. Þá er ég ekki ađ tala um ástarsambönd, heldur öll sambönd, viđ annađ fólk.

Þetta var mjög mikiđ svona ástar-haturs dæmi. Ef þér líkađi vel viđ mig (og þú varst ókunnug/ur) var þađ gott í smástund, svo fór mér ađ líka illa viđ þig því hausinn á mér fór strax í ađ dæma hvert einasta orđ frá mér, hvert einasta viđbragđ, hvert einasta svipbrigđi og svo lengi má telja. Ég varđ eiginlega bara mjög hugfangin af því ađ þér líkađi viđ mig. Þoldi þig ekki en vildi samt ekki tapa þér. Vildi ekki ađ þú myndir breyta um álit.

Ég var í stöđugum eltingaleik ađ reyna ađ fullkomna sjálfa mig. Ef mér var bent á eitthvađ slæmt í mínu fari, þá læddist þađ inn í bunkann af þvílíkri þráhyggju sem hafđi þróast í gegnum árin og breyst í ákveđna röskun. Ég áttađi mig ekki á því fyrr en á þessu ári.

Ef ég var ekki viss hvađ þér fyndist um mig, þá fór ég í gegnum allt sem gæti veriđ slæmt viđ mig og reyndi ađ laga þađ.

Mér fannst ég skuldug þeim sem líkađi viđ mig til þess ađ vera fullkomin. Ef ég var þađ ekki, þá hrundi ég. Ljótar hugsanir. Mikiđ þunglyndi. Barđi sjálfa mig niđur.

Steikti parturinn er ađ yfirleitt hafđi fólk almennt ekkert hryllilegt ađ segja um samskiptin okkar á milli. Jú kannski vandræđalegt, því ég átti þađ til ađ opna mig um hluti, allt of fljótt, sem fólk vissi ekkert hvernig þađ átti ađ bregđast viđ.

Ljóta skrímsliđ sem ég var búin ađ búa til í höfđinu á mér, þađ bjó þar. Í hausnum á mér. Þađ endurspeglađi ekki hvernig manneskja ég væri.

Ég leyfđi mér ekki ađ gera mistök. Þađ var hræđilegt. Og ég sökk allt of langt niđur. Hugsađi virkilega illa til sjálfrar mín og tók jafnvel upp á því ađ skađa sjálfa mig. Refsađi mér fyrir ađ vera ekki fullkominn róboti sem gerir allt rétt. Refsađi mér fyrir ađ geta ekki veriđ meira en ég var. Stærri.

Ég var ađ hugsa samskipti á kolrangan hátt. Samskipti eru um nærveru og tengingar. Ađ njóta þess ađ vera saman. Ekki hræđast þađ því ég þyrfti ađ vera fullkomin.

Þađ getur enginn veriđ fullkominn. Þađ er allt of stór poki til þess ađ reyna ađ halda uppi. Ógeranlegt, því viđ erum manneskjur, ekki róbotar.

Ég þurfti ađ kynnast sjálfri mér upp á nýtt, til þess ađ brjóta þetta allt niđur. Allt sem var ađ halda mér í þessari stöđugu baráttu.

Allt sem ég hélt um sjálfa mig, hvađan kom þađ?

Allt sem ég hélt um ađra, hvađan kom þađ?

Hvernig fúnkerum viđ sem manneskjur?

Ég þurfti ađ fara í gegnum allan þennan pakka. Þađ bjargađi mér. Tek ekkert frá því. Þađ bjargađi mér.

Í dag er ég varkár, og þó ég opni mig hér og fyrir flest öllum sem ég hitti, þá eru bara örfáir sem ég hleypi alveg ađ mér. Þannig á þađ líka ađ vera. Ég get ekki gefiđ meira frá mér en ég bý yfir og ég er alltaf ađ minna mig á þađ.

Heilbrigđ samskipti krefjast þess ekki af okkur ađ viđ þurfum ađ stækka eđa minnka okkur til þess ađ fá leyfi til þess ađ taka pláss. Viđ þurfum ekkert leyfi. Viđ erum hér. Viđ erum til. Viđ megum taka pláss.

Þegar viđ tökum í burtu allt þađ sem lætur okkur stækka eđa minnka í samskiptum. Ef viđ mínusum þađ allt út. Þá er þađ sem situr eftir, ekkert nema einlægni.

Miđjan. Jafningjar. Jafnvægi.

 

– Karen

 

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.