Sjálfsöryggi

Ég heyrđi eitthvers stađar ađ þađ vera međ sjálfsöryggi væri eitthvađ sem mađur gerir, ekki eitthvađ sem mađur er.

Ég hafđi ekki horft á þađ þannig áđur. Ég hugsađi alltaf međ mér ađ þađ ađ vera međ sjálfsöryggi væri eitthvađ sem mađur hefđi eđa hefđi ekki. Þađ væri bara þannig. Einn af þeim heppnu eđa einn af þeim óheppnu.

Samkvæmt því sem ég heyrđi, þá ættum viđ frekar ađ beina sjónum ađ hegđuninni sem fylgir því ađ hafa sjálfsöryggi.
Ađ þegar viđ búum okkur til mynd í huganum af því hvađ sjálfsöryggi er, ađ þá sjáum viđ fyrir okkur einhvern sem er gjörsamlega „međ’etta“.
Ákveđnar ofurhetjur sem stíga fast í fæturnar og bera sig fram međ fullu öryggi.
Hvernig lýsir þađ sér?
Brjóstkassinn út, bakiđ beint, axlir slakar og vísa aftur, höfuđiđ eins og þađ hangi á spotta á miđju höfđinu.
Röddin er róleg og öndunin góđ.
Hér er ég, hvorki verri, né betri en ađrir. Hér er mín rödd. Þetta er þađ sem ég hef ađ segja. Hér er mitt pláss í heiminum, alveg nóg.

Sjálfsöryggi er ekki eitthvađ sem viđkomandi hefur. Þađ er eitthvađ sem viđ getum æft okkur í, hvert og eitt okkar, á hverjum degi. Bara međ því ađ vera međvituđ um hvernig okkur líđur, hvađ viđ erum ađ hugsa, hvernig líkamsstillingin er og hvernig viđ erum ađ anda.

Viđ eigum mun auđveldara međ ađ framkvæma á öruggan og varkáran hátt þegar viđ öndum rétt. Þegar öndunin er ekki grunn. Súrefniđ fer miklu auđveldara um líkamann þegar líkamsstillingin okkar er rétt. Þá er miklu auđveldara ađ finna ró.

Auđveldara ađ taka eftir tilfinningum og hugsunum þegar viđ erum ekki ađ reyna ađ grýpa hvern andardrátt, lafmóđ og þreytt.

Eitt þađ mikilvægasta sem ég geri núna, á hverjum degi, er einmitt þađ ađ passa upp á brjóstkassann, passa upp á öndunina, ekki vera hokin, eđa láta axlirnar vísa fram.

Þetta virđist svo smávæginlegt, en þetta gerir alveg ótrúlega mikiđ.
Bara međ því ađ hjálpa líkamanum međ því ađ beita honum á réttan hátt, þeim mun betur tekst ég á viđ daginn. Óreiđa hugans truflar ekki. Hiđ sama á viđ erfiđar „óviđeigandi“ tilfinningar sem passa ekki viđ augnablikiđ.

Þegar ég passa upp á ađ ég sé ađ anda rétt og fylgist međ því sem er ađ gerast í líkamanum, hér og nú. Þeim mun auđveldara er ađ leyfa mér einfaldlega ađ vera. Sleppa stjórn á því sem ég hef enga stjórn á. Bara vera. Bara leyfa líkamanum ađ anda.

Erum viđ ekki alltaf ađ læra og einfaldlega æfa okkur ađ vera til?

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

2 athugasemdir við “Sjálfsöryggi”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.