Ágætis áminning

Ađ minnka mig og stækka mig er ekki eitthvađ sem gerist einungis í ýktum ađstæđum.
Ég er alltaf ađ taka eftir því meira.
Allar litlu hugsanirnar inn á milli, sem ég tók ekki eftir áđur.
Ég hef þó alltaf mun meiri tilhneygingu til þess ađ minnka mig. Ég þekki sjálfa mig lítiđ þegar ég byrja ađ stækka mig, mér finnst erfitt ađ taka pláss, alltaf.

Dæmi um þađ hvernig ég minnka mig: svipur á einstakling á móti mér fær mig til ađ halda ađ ég hafi gert eitthvađ rangt, fær mig til ađ hugsa ađ ég sé eitthvađ asnaleg.

Ein lítil hugsun getur svo stækkađ og stækkađ þar til hún heltekur mig.
Svo núna er ég alltaf ađ æfa mig ađ segja stopp. Ég hef enga stjórn á því hvađ viđkomandi finnst um mig. Afhverju er ég ađ minnka mig međ því ađ dæma mig. Međ því ađ rýna í hverja hreyfingu, hvern munnsvip, hvert orđ sem ég gef frá mér.
Þetta virđist svo lítiđ. En margt smátt gerir eitt stórt.

Þegar ég stækka mig er þađ svolítiđ öđruvísi. Þađ hefur í raun líka neikvæđ áhrif á mig. Því eins og ég segi þá finnst mér erfitt ađ taka pláss. Ađ stækka mig gæti veriđ jafn smátt og þađ ađ loka huganum fyrir nýjum upplýsingum um eitthvađ sem ég tel mig vita allt um.

En þađ er aldrei tími til ađ hætta ađ læra. Hvert og eitt okkar getur kennt hvoru öđru eitthvađ um okkur sjálf, hvort annađ og heiminn. Jafnvel þó upplýsingarnar séu neikvæđar. Þá segja þær manni eitthvađ.

Ég er ađ reyna ađ minna mig á ađ horfa á alla sem ég hitti sem einhvern til ađ læra eitthvađ af. Þađ er aldrei hægt ađ læra nóg. Um leiđ og viđ hættum ađ læra, þá festumst viđ. Förum alltaf sama hringinn aftur og aftur.

Þegar ég minnka mig, þá geri ég lítiđ úr mér og minni upplifun og þegar ég stækka mig, þá geri ég lítiđ úr öđrum og annara manna upplifunum.

Ég sé þađ sem ég vil sjá eđa tel mig sjá. Ég skil þađ sem ég vil skilja eđa þađ sem ég tel mig skilja. Ég hef bara mín eigin augu og mínar eigin upplifanir á raunveruleikanum. Ég hef ekkert annađ. Nema kannski smá input frá öđrum, því sem ég sé, heyri eđa deilt er međ mér. Þađ er ágætis áminning.

Ég hef oft gripiđ mig vera ađ dæma hart. Jú þađ sem ég dæmi segir mér hvort ég telji umrætt vera uppbyggilegt, óuppbyggilegt, hjálplegt, óhjálplegt, skađlegt eđa óskađlegt. Þađ er allt í lagi ađ tala um þađ. En um leiđ og fókusinn festist þar, hvađ hef ég þá? Hvert leiđir þađ mig?

Þađ er eitt youtube channel sem ég hef veriđ ađ límast viđ undanfariđ, ég á stundum erfitt međ ađ hlusta því röddin er pínu hvöss, en skilabođin eru frábær. Hann leggur einmitt áherslu á þađ ađ hér tali hann um vandamáliđ en setji fókusinn á lausnina (the rewired soul).

Ég er alveg sammála honum þar, ađ reyna ađ festast ekki í því ađ dæma og velta hlutunum endalaust fyrir sér. Ađ nýta orkuna frekar í ađ leita ađ lausnum.

Ég horfđi einu sinni á TED talk (man ekki hjá hverjum) en þar var einmitt veriđ ađ skođa þađ hvađ gerir fólk almennt hamingjusamara. Niđurstöđurnar sem komu úr þeirri rannsókn voru þær ađ þeir einstaklingar sem notuđu oftar orđiđ hvađ, heldur en afhverju, væru yfirleitt hamingjusamari.

Mér finnst þađ góđ pæling. Í stađ þess ađ hugsa bara endalaust: afhverju ég og afhverju þetta, ađ setja fókusinn yfir á: hvađ get ég gert til ađ breyta því eđa laga þađ. Hvađ get ég gert núna, svo þetta verđi betra seinna.

Ég var þarna. Afhverju ég? Afhverju er heimurinn svona grimmur viđ mig? Afhverju? Afhverju?

Fókusinn var á því hvađ væri ađ mér, eđa hvađ væri ađ heiminum. Í stađ þess ađ horfa djúpt í eigin barm og hugsa: Hvađ er ađ gerast innra međ mér? Hvađ segir þađ mér? Hvađ get ég gert í því? Hvađan koma þessar hugsanir? Hvađ varđ til þess ađ ég hugsa svona um hlutina?

Eftir ađ ég fór ađ skođa betur hvađan allar mínar hugsanir, tilfinningabælingar og hvatir kæmu. Þá breyttist eitthvađ. Þađ tók mig rúmlega tíu ár ađ átta mig á þessu. Því ég var svo sannfærđ um ađ ég vissi hvađ væri „ađ“ mér og hversu mikiđ ég þurfti ađ laga þađ, til þess ađ vera samþykkt.

Þađ kom í ljós ađ ég þurfti virkilega ađ endurskođa allt viđ sjálfa mig og læra ađ byggja mig upp á nýtt. Átta mig á því ađ ég veit ekki allt, og ađ ég má hafa rangt fyrir mér. Ég má horfast í augu viđ þađ og ég má læra af því.

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.