Allt ferđalagiđ, þađ ljóta og fallega

Ađ leyfa því ađ vera þađ sem þađ er.
Þannig var ég sem barn.
Ef ég vildi syngja þá söng ég.
Ég fór ekki framúr mér ađ hugsa um hvađa álit einhver hafđi á söngnum. Þađ var ekki fyrr en ég vissi ađ ég hefđi eitthvađ þarna.

11-12 ára gömul á vorhátíđinni í grunnskólanum mínum, klifrađi upp á sviđ karókíbílsins og söng.
Eins og ég hafđi svo oft gert heima. Eđa bara viđ hvert tækifæri.
Eftirá gekk ég niđur af sviđinu, umkringd fólki sem sagđi mér ađ ég hljómađi vel.
Hissa og glöđ klifrađi ég upp í bílinn hjá mömmu og sagđi henni hvernig fór.

Söngurinn minn var bara söngurinn minn. Minn griđarstađur, þar sem ég leyfđi mér ađ fljóta međ því sem kæmi.
Æfđi mig og æfđi mig svo tónarnir pössuđu, svo þađ hljómađi fallegra.

Mig langađi alltaf ađ vera söngkona. Því ég var meira ég sjálf í söngnum heldur en nokkurs stađar annars stađar. Ég elskađi tilfinninguna ađ syngja. Langt áđur en ég vissi ađ þađ hljómađi vel.

Þegar söngurinn fór ađ vera eitthvađ sem ég kveiđ fyrir, þá mölbrotnađi ég.
Ég reyndi ađ þvinga röddina út, sem vildi ekki heyrast. Frosin. Leiđ eins og ég gæti ekki komiđ frá mér hljóđi. Leiđ eins og ég væri ađ kafna. Hágrét því ég missti þađ sem ég elskađi ađ gera meira en allt.

Komst ađ því hvađ andleg líđan og eigin rödd eru nátengd saman. Þegar ég yfirgaf sjálfa mig, þá yfirgaf ég röddina. Eins og hún var. Frjáls.

Síđustu 10 árin hef ég reynt ađ vinna í því ađ koma til baka. Finna sjálfa mig aftur.

En ég fór vitlaust ađ því. Ég var ekki ađ vinna ađ því fyrir mig, fyrst og fremst. Ég var ađ því fyrir alla ađra.

Ég var stöđugt ađ leita ađ samþykki, utan sjálfrar mín. Því ég fann þađ ekki innra međ mér.

Myndi allt loksins vera „í lagi“ ef ég mótađi mig ađ þeirri manneskju sem myndi alltaf gera allt rétt? Myndi alltaf vera allt rétt?

Myndi alltaf vera til stađar, upp ađ þolmörkum, fyrir alla ađra en sjálfa mig.
Myndi alltaf biđjast afsökunar fyrir ađ geta ekki fariđ yfir þolmörkin.
Öll orkan, stöđugt ađ fara utan viđ mig, eđa bara inn viđ mig fyrir hálfu þess utan viđ mig.
Aldrei inn viđ mig. Fyrir mig.

Ég man ennþá eftir því þegar mér leiđ eins og ég gæti ekki tekiđ djúpan andardrátt lengur. Ég var stíf. Gat ekki leyft mér ađ vera. Reyna ađ vera „í lagi“. Sama hvađ ég reyndi, þá gat ég ekki tekiđ djúpan andardrátt. Ég veit núna ađ ég var ađ fara vitlaust ađ því, međ því ađ reyna ađ þvinga hann dýpra.

Mér leiđ eins og fanga í eigin líkama. Þráđi ađ tala. Gat þađ ekki.
Þráđi ađ hreyfa mig. Gat þađ ekki.
Allt frosiđ.
Þráđi ađ vera, gat þađ ekki.

Ég var í stöđugri baráttu viđ sjálfa mig.
Þráhyggja. Stöđugt á varđbergi. Stöđugt ađ reyna ađ vera einu skrefi á undan mér. Ég vildi vera besta útgáfa af sjálfri mér sem ég gat orđiđ ađ. Fyrir alla ađra en sjálfa mig. Bara til ađ lifa af. Bara til ađ tilheyra. Bara til ađ fá samþykki. En þađ var aldrei nóg.

Ég braut sjálfa mig niđur ađ því marki ađ mér leiđ eins og ég væri ađ horfa á bíómynd. Ég væri einungis augun á mínum eigin veruleika. Eins og ég væri raunverulega ekki á stađnum. Allt á autopilot. Kinkađi kolli og brosti þó svo ég heyrđi ekki, né tengdi viđ, þađ sem var veriđ ađ segja viđ mig.

Hætti ađ geta mætt til vinnu, því ég var svo hrædd um ađ missa tengslin viđ raunveruleikann, í vinnunni, og hvađ ef eitthvađ alvarlegt kæmi fyrir og ég gæti ekki brugđist viđ. Dofin. Hætti ađ keyra. Hætti ađ fara á stađi. Lokađi mig af. Hætt ađ vera.

Ég veit, í dag, hvađ var ađ gerast. Ég þurfti ađ finna mig. Ég þurfti ađ vera til stađar fyrir mig. Súrefnisgríman fyrst á mig. Svo alla ađra. Ég fyrst.

En þađ var erfitt. Mér fannst ég versta manneskja í heiminum fyrir ađ hugsa um mig. Hvađ ef? Og hvađ ef þetta gerđist? Og hvađ um þennan?

En ég veit núna ađ þetta er þađ besta sem ég hefđi getađ gert fyrir sjálfa mig. Skođa hvađan allar þessar hugsanir og hugmyndir koma. Afhverju hugsa ég svona til mín og afhverju finnst mér þetta?

Ég hef oft heyrt ađ mađur eigi ekki ađ lifa í fortíđinni. Ađ mađur eigi bara ađ sleppa tökunum.

En ég varđ ađ horfast í augu viđ fortíđina. Því þađ sem ég var ađ gera.. ég held í fullri hreinskilni ađ ég hafi veriđ ađ drepa mig.

Ég var ađ missa allan lífsvilja og ég gat ekki gert þetta lengur.

Eitthvađ í fortíđinni var ađ valda því ađ ég fór þessa leiđ og ég varđ ađ horfast í augu viđ þađ.

Um leiđ og ég sagđi viđ sjálfa mig: þađ eina sem ég veit, er ađ ég veit ekki neitt. Þá gerđist eitthvađ.

Ég fór ađ endurskođa allar hugsanir mínar um mig sjálfa og heiminn. Eins erfitt og þađ var.

Smám saman fór ég ađ tengjast aftur viđ sjálfa mig. Smám saman skildi ég allt miklu betur. Smám saman vissi ég hver ég væri. Ég var nóg. Utan viđ allt sem ég gerđi. Ég var alveg nóg.

Þađ sem ég upplifđi í kjölfariđ, þađ var of kraftmikiđ til þess ađ ég deildi því ekki međ heiminum. Þađ var eitthvađ innra međ mér sem hvatti mig til þess ađ hækka röddina mína, fyrir andlega líđan. Fyrir þá sem tengdu viđ þađ sem ég hefđi ađ segja.

Allt sem ég er ađ gera. Er ég ađ gera í fyrsta lagi fyrir mig.

Ég veit ađ þađ besta sem ég get gert fyrir þá sem ég elska, er einmitt bara þađ ađ vera ég. Og ég elska mig.

Ég fæ ennþá alltaf smá kjánahroll í hvert sinn sem ég hrósa eđa segji eitthvađ jákvætt um sjálfa mig. Hversu steikt er þađ?

Ég má svoleiđis rakka sjálfa mig niđur og þađ eru klappstýrur á hliđarlínunni „já! Fokk jú karen!“. En um leiđ og ég segi eitthvađ fallegt um sjálfa mig þá vil ég ekki horfast í augu viđ þađ.

Sjálfselska er svo ótrúlega neikvætt orđ í almennri umræđu. Sjálfsást. Ađ elska sjálfan sig. Ađ vera sáttur í eigin skinni. Er þađ ekki þađ sem viđ erum öll ađ leita ađ?
Afhverju notum viđ þá orđiđ í neikvæđri merkingu?

Til þess ađ geta lifađ af, þá þurfum viđ ađ elska sjálf okkur. Ekki bara sem meiri eđa minni útgáfur af okkur. Bara sem okkur.

Viđ gerum þađ þegar viđ fæđumst. Annars myndum viđ ekki lifa af. Þađ er bara á einhverjum tímapunkti sem viđ lærum ađ viđ séum ekki nóg eins og viđ erum. Ađ viđ þurfum eitthvađ meira eđa minna til þess ađ fá ađ tilheyra.

Þetta er leiđin til baka.
Ég
Er
Nóg

Skođanir/athugasemdir/gagnrýnir mínar eđa annara eru ekkert nema skođanir/athugasemdir/gagnrýnir. Ekkert meira eđa minna en þađ.

Þær eru ekki þađ sem gera mig nóg.

Međ því ađ reyna ađ vera einu skrefi aftar eđa framar, föst í því ađ dæma þađ sem var og verđur eđa ætti ađ hafa veriđ og ætti ađ verđa, í von um ađ stækka eđa minnka augnablikiđ. Þá tek ég frá þessu augnabliki.

Þetta augnablik er nóg. Ég er nóg.

Þetta er æfing, og ég er ađ æfa mig. Ég veit ađ þađ eru eitthverjar myndbandsupptökur ađ spilast í undirmeđvitundinni minni, sem fá mig til þess ađ eltast viđ gömlu leiđina. Sýna mótspyrnu viđ þađ ađ búa til nýja leiđ. Sýna mótspyrnu viđ ađ læra nýjar færnir og nýta þær. Ég veit af þeim. Í međvitund sé ég þær ekki, né heyri í þeim. Ég finn samt fyrir þeim þarna. Stundum sterkara. Þá missi ég tenginguna viđ augnablikiđ. Fyllist hræđilegum ótta. Allt innra međ mér öskrar á mig ađ flýja. Í eđlilegum ađstæđum.

Þetta tekur tíma, miklu lengri tíma en ég óskađi. En ég þarf ađ minna mig á ađ halda áfram ađ skora á mig.

Hvort sem þađ er ađ þvinga mig upp úr sófanum til þess ađ fara út ađ hlaupa međ manninum mínum, þegar ég þrái ekkert annađ en ađ sofa, minnka mig, dofna.

Ég er heppin. Ég veit þađ. Ađ eiga mann sem hefur slíka þolinmæđi og ást ađ gefa.

Sem tekur í höndina á mér, horfir í augun mín og sýnir því fullan skilning og umhyggju þegar líkaminn vill ekki halda áfram, þegar hræđslan tekur yfir, þegar ég brýst í gegnum hana, hágræt og byrja ađ ofanda í ađstæđum sem ofsahræđslan passar ekki viđ.

En þetta er allt partur af ferlinu. Ađ brjótast í gegn. Eina leiđin út er í gegn. Því oftar sem ég geri þađ, þeim mun sterkari tengingar viđ nýju leiđina.

Ég veit þađ hafa ekkert allir einhvern, sem skilur eđa er tilbúinn ađ reyna ađ skilja.

Ég vona ađ ég geti veriđ sú manneskja fyrir þig, ef þú ert á þessum stađ. Þó ég viti ađ þađ er ekki eins.

Þegar þetta gerist. Leyfđu öllu ađ gerast. Sýndu því öllu skilning. Taktu eftir öllu. Reyndu ađ sleppa taki á því ađ reyna ađ stjórna því sem er ađ gerast í líkama og hug. Leyfđu önduninni ađ koma. Af sjálfu sér.

Slepptu tökum á því ađ stýra því sem er ađ gerast.
Allt sem er ađ gerast er ekki óvinur þinn. Ekki horfa á þađ þannig. Allt sem er ađ gerast er ađ reyna ađ hjálpa þér á einhvern hátt. Reyna, eftir því sem þađ telur sig vita og kunna. Leyfđu því ađ gerast. Ég lofa, þetta líđur hjá. Fylgstu međ því gerast. Haltu svo áfram ađ búa til pláss fyrir nýju leiđina. Haltu áfram ađ skora á sjálfan/sjálfa þig.

Elskađu allt sem er ađ gerast. Allt sem þú ert ađ upplifa. Allt sem þú ert.

Notađu þađ til þess ađ halda áfram ađ læra, byggja þig upp og nýta nýja færni.

Þú ert og hefur alltaf veriđ nóg.

Ég elska þig eins mikiđ og ég get. Ekkert sem þú gætir gert, gæti fengiđ mig til þess ađ elska þig meira eđa minna.

Segđu þetta viđ sjálfan/sjálfa þig á hverjum degi. Horfđu á klígjuna koma. Skođađu hana. Leyfđu henni ađ vera. Taktu eftir því hvernig þér líđur. Taktu eftir. Hvađ er ađ gerast, hér og nú?

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

2 athugasemdir við “Allt ferđalagiđ, þađ ljóta og fallega”

  1. Takk fyrir þessa gjöf, orðin þín. sannleikann, sársaukann, veruleikann. vonina og andadráttinn sem bíður og vonar en ER. ÞÚ ERT SANNARLEGA KAREN. Blessun þér fylgi alla leið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.