Þakklætispóstur dagsins

Eftirfarandi eru markmiđ sem ég skrifađi niđur fyrir rúmlega 3 mánuđum. Mér brá ađ lesa yfir þau aftur núna.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég geti sett mörk og passađ ađ þađ verđi ekki stigiđ yfir þau mörk.

-Ađ komast á þann stađ ađ geta stigiđ út fyrir íbúđina án þess ađ vera hrædd viđ ađ gera eitthvađ/vera eitthvađ rangt.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég elska sjálfa mig, alveg eins og ég er.

-Ađ komast á þann stađ ađ geta gert þađ sem mér finnst skemmtilegt án þess ađ fá samviskubit.

-Ađ komast á þann stađ ađ mér finnist ég ekki þurfa lengur ađ afsaka mig fyrir þađ hver ég er.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég þurfi ekki ađ segja nei þegar mig langar ađ segja já, viđ ađ gera eitthvađ skemmtilegt.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég get tekiđ ákvarđanir 100 % óháđ skođunum/dómi annara.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég veit ađ ég er ađ fara eftir því sem ég vil og ég þarf í mínu lífi.

-Ađ komast á þann stađ ađ ég sé til óháđ öđrum og ég er nóg, óháđ öđrum.

-Ađ komast í vinnu og ná ađ vinna, án þess ađ vera ofur sjálfmeđvituđ og hrædd um ađ ég sé ađ hafa áhrif á hegđun/hugsun/tilfinningar allra í kringum mig.

-Ađ geta unniđ án þess ađ lifa í stöđugum ótta viđ ađ gera mistök.

-Ađ finna út hvađ ég vil raunverulega gera og gera ráđstafanir í átt ađ því.

-Ađ geta átt samskipti viđ fólk sem ég sjálf og án þess ađ hafa áhyggjur af því hvađ þeim finnst um mig eđa hvernig þeim líđur og reyna ađ laga/breyta eitthverju viđ mig til ađ laga/breyta því fyrir fólk hvernig þeim líđur í kringum mig.

 

Ég fór bara ađ hágráta þegar ég las þetta.

Markmiđ sem ég skrifađi fyrir rúmlega 3 mánuđum síđan. Ég sá fyrir mér langa leiđ framundan og gat ekki ímyndađ mér sjálfa mig í vinnu fyrr en eftir í minnsta lagi ár.

Þarna var ég nýbúin ađ fá höfnun á líftryggingu á sjálfri mér á grundvelli þunglyndis.
Tryggingafélagiđ treysti mér ekki fyrir sjálfri mér. Þađ var virkilega mikill stingur.

Nú var ég búin ađ vera atvinnulaus á endurhæfingarlífeyri í rúmlega 2 ár, hætt hjá virk og viđ höfđum enga ađra leiđ til þess ađ fá tekjur.

Ég var skíthrædd viđ ađ fara ađ vinna, svo hrædd viđ ađ hrynja niđur aftur. Ef þađ kæmi eitthvađ fyrir mig, myndi ég skilja manninn minn eftir međ ekkert. Ég veit ađ þađ var ekki í hans huga. En þađ var í mínum.

Mér fannst ég alveg ömurleg fyrir ađ geta ekki bara fariđ ađ vinna. Ég veit ekki hversu oft ég grét yfir þessu ástandi. Ég vildi svo mikiđ getađ laggt mitt af mörkum. Skammađist mín. Fannst ég vera snýkjudýr.

Sem ég veit ađ er ekki rétt. Mađur á ekki ađ tala illa til sjálfs síns.

Ég horfđi döprum augum til framtíđar.. en ég gafst ekki upp.

Svo byrjađi ég međ bloggiđ og hlutirnir byrjuđu ađ smella saman.

Vá.. ég er bara næstum farin aftur ađ gráta viđ ađ skrifa þetta.

Mikiđ afskaplega er ég stolt af sjálfri mér.

Aldrei gefast upp, leitiđ ađ litlu ljósunum í myrkrinu.

Takk!

-Karen

Til þeirra, sem þola illa gagnrýni

Ađ bregđast illa viđ gagnrýni er afskaplega nálægt því ađ eiga erfitt međ ađ viđurkenna mistök.

Þetta gerist vegna þess ađ þú trúir því ađ ef þú getir gert mistök, ađ þađ segi eitthvađ slæmt um þig, því þú sért ekki fullkomin.

Þetta gerist ađ mestu leiti þegar fólkiđ sem viđ lítum upp til

a) viđurkennir ekki eđa samþykir ekki eigin mistök.

b) samþykir eđa leyfir ekki okkar eigin mistök.

Þađ er ógerlegt ađ gera aldrei mistök. Viđ þyrftum ađ vera vélmenni ef viđ ætluđumst til ađ manneskjur myndu hegđa sér á þann hátt.

Sú stađreynd ađ þú sért ekki fullkomin gerir þig ekki ađ slæmri manneskju, þađ gerir þig mannlega/n.

Sem manneskjur þurfum viđ ađ gera mistök til þess ađ geta lært af þeim.

Ég var eitt sinn eins og þú, á stundum ennþá erfitt međ þetta, en mun sjaldnar en áđur.

Ég áttađi mig á því ađ um leiđ og viđ fæđumst, ađ þá elskum viđ okkur sjálf, skilyrđislaust. Svo gerum viđ mistök og lærum af þeim. Þannig þroskumst viđ.

Hins vegar getur þađ stundum gerst, einhvers stađar á leiđinni, ađ viđ lærum ađ mistök séu óásættanleg eđa jafnvel óeđlileg.

Þađ er bara eitthvađ sem okkur er sagt eđa sýnt og endurspeglar ekki raunveruleikann eins og hann er.

Þegar þú hugsar um þá stađreynd ađ viđ erum fædd og þá elskum viđ okkur skilyrđislaust, ađ þá áttaru þig á því ađ skilyrđi í ást eru sköpuđ utan okkar sjálfra.

Neikvæđar hugsanir eru búnar til utan okkar sjálfra.

Neikvæđar trúir eru skapađar utan okkar.

Þegar þú raunverulega finnur tæra, hreina, hráa hamingju innra međ þér sjálfri/um, fyrst og fremst og umfram allt.

Þá skipta ytri raddirnar ekki lengur máli. Vegna þess ađ þú finnur ekki lengur þitt virđi í því sem þú hefur lært.

Þú finnur þađ í því hver þú ert.

 

– Karen

Þreytt og sæl

Þađ var daglegt ađ vera alltof þreytt, í langan tíma. Skipti engu máli hversu mikiđ eđa lítiđ ég svaf um nóttina. Ég var gjörsamlega búin á því, sem passađi ekki fyrir mér, því á þeim tíma var ég atvinnulaus, ég stundađi litla líkamsrækt, ég hvíldi líkamann og hug, meira en nokkurn tíman fyrr. Í rauninni var þetta allt andlegt. Andleg þreyta. Þráđi ekkert annađ en ađ sofa, því ađ vera vakandi var of krefjandi, of mikil orka.

Ég lifđi af í gegnum hvern dag. Þraukađi. Tók svo sama hringinn aftur og aftur. Á sama tíma eyddi ég samt heilu klukkitímunum í ađ leita andlegra lausna. En ég var búin á því.

Ég vil þó þakka sjálfri mér fyrir ađ hætta aldrei ađ leita, en ađ lokum rakst ég hægt og rólega á hjálplegar lausnir sem drifu mig af stađ. Ég held í rauninni ađ þetta blogg hafi átt stóran þátt í því, sem er samt fyndiđ því ég kveiđ svo mikiđ fyrir því ađ byrja. En einhvernveginn međ því ađ byrja ađ skrifa, þá varđ allt raunverulegra og ég tók lærdóminn betur međ mér út í daginn.

Ađ fara úr því ađ vilja bara hvílast vegna þreytu yfir í ađ vera mjög svo ósátt (I object your honor!) vegna líkamlegra veikinda og ađ þurfa ađ hvíla mig. Eđa bara þađ ađ vera sár yfir því ađ vegna líkamlegra veikinda geti ég ekki mætt í vinnu sem ég hef gaman af. þrátt fyrir ađ ég sé alltaf ótrúlega þreytt eftir daginn. Samt góđ þreyta. Gefandi þreyta.

Ég á erfitt međ ađ finna orđ yfir þann árangur sem ég hef nád. Ég sem hélt ađ mér væri bara ætlađ ađ vera svona mikiđ andlega veik, eins og ég var.

Hélt ég væri einhvern veginn bara búin ađ skemma mig, međ því ađ leita ađ lausnum. En þađ er alltaf dimmast áđur en birtir til, eins og segir. Ég er lifandi dæmi um þađ.

Ađ fara úr þeirri trú ađ græta þađ ađ ég myndi aldrei geta sungiđ aftur upp á sviđi, aldrei vinna aftur, aldrei geta stađiđ upp fyrir sjálfri mér og ég veit ekki hvađ og hvađ..

Yfir í ađ vakna spennt fyrir hverjum degi, í vinnu sem ég elska, byrjuđ í kórnum aftur og viđ vorum ađ syngja á tónleikum međ eyþóri inga og jóhönnu guđrúnu seinustu helgi og mörg frábær verkefni á næstunni, ađ teikna í gamni aftur, ađ semja, ađ skrifa, ađ hafa sett mörk og fylgt þeim, ađ hafa stađiđ međ sjálfri mér en a sama tíma opnađ hugann fyrir því ađ læra ađ gera betur, ađ horfa björtum augum til framtíđar… allt þetta. Ég hefđi ekki trúađ þessu fyrir ári síđan og ég er svo óendanlega þakklát.

Þetta var auđvitađ ekki auđvelt, en ég nýtti verkfærin sem ég skrifa um og minnti mig stöđugt á ađ ég var ađ fara í ađra átt en hugurinn er vanur og þađ sé eđlilegt ađ hann sé ósammala og reyni ađ draga mig til baka í þađ sem hann telur vera öryggiđ  en er í raun falskt öryggi sem gerir meiri skađa en ekki. Þetta er allt æfing og viđ erum alltaf ađ æfa okkur, út allt lífiđ.

Lífiđ er lærdómur, stöđugt ađ breytast. Nýtum hann á uppbyggilegan hátt.

 

Takk fyrir allt

– Karen

Falleg skilabođ til barna

Skrifađ eftir ađ hafa lesiđ skilabođ sem voru skrifuđ á vegg í bandarískum skólum. Þó þau hafi veriđ meint vel, þá þótti mér orđalagiđ geta veriđ betra. Í framhaldinu skrifađi ég þennan litla texta.

Viđ blómstrum öll á okkar eigin hátt.

Þađ eru börn sem blómstra á öđrum sviđum en þú.

Þađ er allt í lagi.

Þú blómstrar á þínu eigin sviđi.

Hvernig viđ klæđum okkur og hvađ viđ eigum, kemur því ekkert viđ hvernig manneskja viđ erum.

Þađ skiptir ekki máli.

Gleđstu međ sjálfum/sjálfri þér og gleđstu međ öđrum.

Þú ert nóg, alveg eins og þú ert.

 

Fyrrnefndur bandarískur texti texti hljómađi á þessa leiđ:

„Some kids are SMARTER than you.

Some kids have cooler clothes than you

Some kids are better at sports than you

IT DOESN’T MATTER

You have your thing too

Be the kid who can get along

Be the kid who is generous

Be the kid who is happy for others

Be the kid who does the right thing

Be the nice kid“.

Ég veit ekki hvađ þađ er, næ ekki ađ grýpa um þađ, en þađ er eitthvađ þarna sem situr illa hjá mér og þess vegna vildi ég orđa þetta á annan hátt.

 

 

– Karen

All I want for christmas is a skinny body

Í kjólinn fyrir jólin
All I want for christmas is a skinny body
Hversu oft hefur þú heyrt skilabođ eins og þessi? Ég veit ađ ég hef sagt þetta, allnokkrum sinnum. Hvađa skilabođ gefur þetta okkur?

Viđ hlæjum ađ þessu því viđ upplifum okkur ekki ein í okkar óöryggi og ósætti viđ okkur sjálf eins og viđ erum, hér og nú.

Jólin eru tími sem flestir vilja njóta.
Einfaldlega njóta þess ađ vera til.
Viđ erum ekki stöđugt á ferđ á leiđ í vinnu eđa slíkt (þó sum okkar séu þađ).

Margir pósta glæsimyndum af sér og fjölskyldu í fínasta pússinu á samfélagsmiđla.
Fullkominn tími til þess ađ fara ađ bera okkur saman viđ ađra.

Þegar viđ segjum viđ okkur „loksins þegar ég er orđin/nn mjó/r, þá mega jólin koma“.
Hvađ erum viđ þá ađ segja okkur?
„Loksins þegar ég er mjó/r, þá má ég njóta“
„Loksins þegar ég er mjó/r, þá er ég nóg“
Vöndum okkur hvernig viđ tölum um sjálf okkur.

Þađ er allt í lagi ađ setja sér markmiđ, en markmiđiđ á ekki ađ vera þađ sem segir til um hvort viđ séum nóg.
Viđ erum nóg.

Betra væri ađ hugsa um markmiđiđ utan þess.
Viđ erum nóg, en viđ viljum og erum alltaf ađ læra og æfa okkur ađ byggja okkur betur upp (líkamlega og andlega).

Hlúum vel ađ okkur sjálfum.

– Karen

Ađ komast „úr“ kvíđakasti

Ég myndi strax breyta setningunni í: ađ fara í gegnum kvíđakast, á heilbrigđan hátt.

Eftirfarandi ráđ hafa bjargađ mér.

❤ Taka eftir.

Án þess ađ dæma.

Án þess ađ dæma fyrir ađ dæma.

Skođađu hugsanirnar sem koma.

Renndu yfir líkamann, hvar finnur þú fyrir breytingu.

Fylgstu međ. Slepptu. Ekki berjast á móti.

Ekki berjast á móti því ađ reyna ađ berjast á móti.

Leyfđu andardrættinum ađ finna sig.

Leyfđu þér ađ taka pláss.

Leyfđu öllu ađ gerast.

Þetta líđur hjá. Ég lofa. Fylgstu međ.

Ekki búa til væntingar.

Ekki búa til væntingar um ađ búa ekki til væntingar.

Þetta eru tilfinningar. Þær munu ekki skađa þig. Leyfđu þeim ađ koma. Leyfđu þeim ađ fara.

Sýndu þér samkennd. Öllum tilfinningum. Öllum hugsunum.

Fylgstu međ. Hugađu ađ sjálfri/sjálfum þér. ❤

Þađ sem er ađ gerast gæti þér þótt óeđlilegt, en þađ er þađ ekki.

Þetta eru óunnar tilfinningar í fortíđ eđa nútíđ sem viđ eigum erfitt međ ađ finna rými fyrir í núverandi eđa þáverandi ađstæđum.

Tilfinningin „passar“ kannski ekki, ađ okkur finnst, viđ þađ sem er ađ gerast, hér og nú.

Þađ er ástæđa fyrir öllu. Mundu þađ.

Þetta er eđlilegt. Þú ert eđlileg/ur. Þú ert nóg.

Þú þarft ekki ađ minnka þig (dæma, hugsa illa til þín, fela þig, segja engum, einangra þig, gera lítiđ úr þér, refsa þér, deifa þig o.s.frv) til þess ađ vera nóg.

Þú þarft ekki ađ stækka þig (gera óviljandi grín ađ þér, kreista fram kæruleysi, gera eitthvađ á hlut annara, berjast á móti, kyngja tilfinningum, hugsa illa til annara, gera lítiđ úr öđrum, þvinga fram bros o.s.frv) til þess ađ vera nóg.

Taktu í burtu allar væntingar um þađ hvernig þú „ættir“ ađ vera, þetta augnablik og búđu til rými fyrir þađ hver þú ERT, og hvađ þú ERT ađ upplifa, hvađ þú ERT ađ hugsa. Taktu eftir. Leyfđu því ađ koma og fara.

Þetta verđur allt í lagi.

Knús til þín, kæri lesandi.

 

– Karen

Smá íslensk textaþýđing

The lion sleeps tonight:

Íslenskur texti: Karen Lind Harđardóttir

 

Inni í skógi
Í stórum skógi
Ljóniđ sefur vært

Inni í skógi
Í hljóđum skógi
Ljóniđ sefur vært

Nálægt þorpi
Já friđar þorpi
Já ljóniđ sefur vært

Nálægt þorpi
Já hljóđu þorpi
Já ljóniđ sefur vært

Uss minn vinur
Ei hræđast vinur
Því ljóniđ sefur vært

Uss minn vinur
Ei hræđast vinur
Því ljóniđ sefur vært

 

Bara eitthver tilraunastarfsemi

 

– Karen

Ađ fara ađ mínum eigin ráđum

Ég er ađ reyna ađ minna mig á ađ sýna sjálfri mér samkennd og skilning. Þađ felur ekki bara í sér ađ ráđast ekki á sjálfa mig þegar eitthvađ fer úrskeiđis. Þađ felur einnig í sér ađ búa ekki til úrskýringar og ástæđur í miklum tilfinningum.

Þegar ég veiktist og gat ekki tekiđ þátt í giggi 2 um helgina, þá byrjađi ég strax ađ fríka út. Í einhver augnablik var ég alveg viss um ađ ég hefđi veriđ búin ađ keyra mig út. Ađ þetta væri líkaminn ađ gefast upp því ég hafi lagt of mikiđ á mig. Ég fór strax ađ hræđast þađ hvort ég gæti gert allt sem ég hef veriđ ađ gera undanfariđ og hvort þađ væri í raun gott fyrir mig.

Þeir sem eru mér kærastir náđu mér niđur á jörđina. „Þú ert bara veik, karen mín, þađ er eđlilegt“.

Ég var svo hrædd. Enda átt í erfiđleikum í mörg ár ađ leyfa mér ađ upplifa gôđa hluti án þess finna fyrir ađ aftast sitji púki sem dregur undan fótunum mínum þegar ég á síst von á. Stöđug hræđsla, og undanfariđ hafđi ég náđ svo góđum framförum, liđiđ svo vel, ađ óttinn byrjađi ađ skríđa upp axlirnar.

En þetta var eđlilegt. Þađ verđa allir veikir. Þađ þarf ekki ađ þýđa neitt. Ég hvíldi mig bara ótrúlega vel og náđi í framhaldinu ađ taka þátt í giggi 3. Ótrúlega þakklát.

Þađ sem ég get tekiđ frà þessu:
þađ geta allir orđiđ veikir, þađ þýđir ekki ađ ég sé ađ gera rangt.
Ekki taka langtímaákvarđanir eđa móta framtíđarspá í augnabliks vanlíđan.
Gerđu eins vel og þú getur. Ekki meira. Ekki minna. Leyfđu þér ađ vera. Hér og nú.

 

– Karen

19 nóv 2016 – orđ sem eiga viđ

Tekiđ frá facebook-inu mínu.

Ég var sjálf alls ekki á góđum stađ þegar ég skrifađi þetta. Þetta á samt sem áđur alveg jafn vel viđ hér.

Nýlega las ég tilvitnun, en það er deilt um hvaðan hún kemur. Hún hljómar í þessa átt:
„Munurinn á því að elska einhvað og líka vel við einhvað… þegar þér líkar vel við blóm þá tekur þú það upp frá jörðinni… þegar þú hins vegar elskar blómið, þá vökvar þú það daglega“.

Mér finnst þetta einstaklega falleg leið til þess að horfa á lífið. Meginmarkmiðið þegar við virkilega elskum einhvern ætti alltaf að vera „hvað get ég gert til þess að hjálpa þér að blómstra?“. Þá er ég líka að tala um okkur sjálf. Þetta ættum við líka að segja við okkur sjálf. „Hvað get ég gert til þess að hjálpa mér að blómstra?“. Svo getum við yfirfært það á alla þá sem við elskum. Hvernig hjálpum við okkur sjálfum og þeim sem við elskum að líða vel? Hvað getum við gert?

Það að líka vel við einhvern er ekki það sama og að elska einhvern, en þetta tvennt er oft misskilið sem sami hluturinn þ.e. ekki í orðræðunni sjálfri heldur hugmyndinni. En það kemur fyrir að fólk heldur að það elski einhvern þegar þeim líkar einfaldlega bara vel við hann. Nærvera einstaklingsins lætur þeim líða vel. En þegar þú virkilega elskar einhvern þá gerir þú þitt besta til þess að hjálpa einstaklingnum að rækta sjálfan sig. Þá er ég ekki að meina að gerast sálfræðingur einstaklingsins, alls ekki. Það sem ég er að meina er að sýna umhyggju, skilning, alúð og væntumþykju. Að einstaklingurinn upplifi það að þú sérð, heyrir og skilur hann. Nákvæmlega eins og hann er og ef hann gerir mistök að taka þá ákvörðun að sýna einstaklingnum skilning í því. Í stað þess að byrja á því að pirrast út í einstaklinginn fyrir að gera mistökin, þá er ég með aðra hugmynd.

Þegar mistök verða eru þau yfirleitt ekki viljandi, svo í stað þess að hoppa strax í „afhverju þarftu alltaf að gera þetta“ gírinn. Hvernig væri þá að vinna í sameiningu að lausn til þess að koma í veg fyrir að mistökin verði endurtekin. Hjálpa einstaklingnum að fara aðrar leiðir og styðja hann í því. Því við lærum í raun ekkert af því að vera sífellt dæmd fyrir mistökin okkar, við verðum frekar bara hrædd og stressuð við að gera þau aftur. Jújú, það gæti kannski virkað fyrir einhverja en það veldur manni bara enn meiri áhyggjum ef mistökin verða svo óvart endurtekin.

Þegar við vinnum saman að því að bæta úr aðstæðum og erum til staðar alla leið upplifir einstaklingurinn ekki þessa hræðslu og vanlíðan yfir því að gera mistökin. Þetta er ekkert annað en ferli og ferli tekur sinn tíma og þolinmæði. En ef við vinnum saman að markmiðinu verður ferðalagið ekki eins erfitt. Mistök eru bara mistök og þau eru mannleg. En ef við elskum einhvern (okkur sjálf einnig) þá hjálpum við þeim (eða okkur sjálfum) að finna leiðir til þess að bæta úr þeim og koma í veg fyrir endurtekningu þeirra.

Engin mistök eða ágreiningur er þess virði að vera það fyrsta sem við segjum við hvort annað þegar við hittumst. Ef við virkilega elskum einhvern þá tökum við alltaf vel á móti honum/henni. Við vitum aldrei hvað einstaklingurinn hefur upplifað yfir daginn, við vitum aldrei hvernig honum líður þegar hann kemur heim. Hvernig vilt þú að það sé tekið á móti þér þegar þú kemur heim?

Yfirleitt þegar við viljum hitta einhvern sem okkur þykir vænt um langar okkur að taka utan um þann aðila, heyra hvað hann hefur að segja, sjá framan í hann og finna fyrir nærveru hans. En þá er það ekki gott fyrir neinn að það fyrsta sem þið segið við hvort annað sé hvað þið séuð orðin þreytt á einhverjum mistökum. Það veldur því bara að einstaklingnum kvíði fyrir að hitta ykkur. Kvíði fyrir að hafa ekki verið nógu duglegur yfir daginn eða í þá áttina. Kvíði fyrir að endurtaka mistök. Það eru ekki góð samskipti.

Hvernig væri frekar að taka utan um hvort annað, ræða saman um daginn ykkar og svo eftir smá tíma nefna það kannski við hvort annað að það hafi verið gerð smá mistök, hvort það væri ekki hægt að passa betur upp á það. Þá hefur einstaklingurinn alltaf það hugarfar að sama hvað hefur gerst þá mætir honum alltaf hlýja og skilningur þegar hann hittir þennan einstakling. Þeir vita báðir að ef mistök verða þá geta þeir rætt þau saman í rólegheitum og fundið lausn á því.

Ekki dæma. Því yfirleitt þegar við erum dæmd fyrir að gera einhvað hefur það neikvæð áhrif á okkar eigin sjálfsmynd. Sýnum frekar skilning og aðstoðum hvort annað. Ekki vera sífellt að rifja upp mistök hvors annars. Reynið að vinna saman að því að bæta úr þeim. Því mistökin eru yfirleitt ekki viljandi. Hvers vegna að vera að rifja þau upp. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að vera nýtt sem vopn gegn manni seinna meir.
Hjálpist að ef einhvað þarf að laga, ekki gagnrýna. Höldum vel utan um þá sem okkur þykir vænt um og minnum þá á að það er alltaf hægt að finna einhverja lausn frekar heldur en að einblýna alltaf á vandamálið sjálft.
Hugsum í lausnum en ekki vandamálum og hjálpum hvoru öðru ef við erum í vandræðum. Því ástin snýst um umhyggju og hlýju. Að vera alltaf til staðar, sama hvað. Að geta fyrirgefið hvoru öðru fyrir það sem við gerum vitlaust og reynum í sameiningu að bæta það sem við getum bætt.

Ástin snýst ekki um samanburð eða keppni um hver stendur sig betur. Alls ekki. Ástin snýst um að hjálpa hvort öðru að líða vel og vera örugg með eigin ákvarðanir og okkur sjálf almennt. Lífið er alltaf að kenna manni einhvað nýtt. Við kunnum ekki að bregðast við öllu um leið og við fæðumst. Allt lærist. Líka það hvernig við getum gert hlutina betur. En það langar engum að læra ef hann er dæmdur hvert sinn sem hann gerir villu. Hins vegar myndi það ekki vera eins leiðinlegt og erfitt ef í hvert sinn sem hann gerði villu sé honum sýnt leiðir til þess að gera hlutina öðruvísi og sagt að þetta sé allt í lagi. Sama þó svo hann skilji það ekki fyrst. Það er bara eins og við segjum við börnin. „þá er bara að æfa sig“.

Ef þú elskar einhvern njótið frekar ferðalagsins saman og sigrist í sameiningu á öllum hindrunum sem lífið getur hent á ykkur.

Ég ákvað að skrifa niður nokkur viðmið sem mér finnst eiga við

1. Engin mistök/ágreiningur eru þess virði að vera það fyrsta sem þið nefnið við hvort annað þegar þið hittist ef þið elskið hvort annað.
2. Takið alltaf vel á móti hvoru öðru og sýnið hvoru öðru væntumþykju og hlýju.
3. Sýnið hvoru öðru skilning óháð því hvort þið séuð sammála eða ekki.
4. Minnið ykkur á að þó svo einhvað hafi ekki neikvæð áhrif á ykkur þá gæti það vel haft neikvæð áhrif á næsta mann.
5. Takið tillit til þess að það fólk bregst mismunandi við ólíkum aðstæðum.
6. Það að hafa rétt fyrir sér er ekki mikilvægara en eigin líðan og líðan annara.
7. Hjálpist að við að leysa vandamál ef þau eru til staðar, ekki gagnrýna eða dæma. Það gerir ekkert gagn.
8. Aldrei lofa einhverju sem þið getið ekki 100 % staðið við.
9. Það hefur enginn rétt á því að segja þér að líðan þín eigi ekki rétt á sér. Allir hafa rétt á því að líða eins og þeim líður. Óháð því hvað raunverulega gerðist.
10. Ræðið hvers vegna ykkur líður eins og ykkur líður, oft gerir maður sér ekki grein fyrir því að maður hefur gert einhvað rangt. Þá er bara hægt að ræða málin.
11. Gefið öllum aðilum tækifæri til þess að segja frá sinni upplifun til þess að hægt sé að finna út hver orsökin fyrir ágreiningnum var og hjálpist svo að við að finna lausnir til þess að leiðrétta orsökina.
12. Elskið hvort annað óskuldbundið.
13. Aldrei nota einhvað sem þið tókuð sjálf ákvörðun um að gera fyrir hinn aðilann sem einhvað vopn til að nota seinna meir.
14. Komið hreint fram við aðra og treystið því að aðrir geri það sama.
15. Gerið ykkur grein fyrir því að ekkert er fyrr en það verður. Þ.e. að hugsanir verða ekki að raunveruleika fyrr en þær verða að raunveruleika. Ekki lifa í „hvað ef“ eða „kannski er“ hugmyndum, lifum í því sem„er“.
16. Finnið út á hverjum degi hvað sé það mikilvægasta sem þið getið gert þann daginn fyrir ykkur sjálf og þá sem ykkur þykir vænt um og gerið það fyrst og fremst. Eftir það er hægt að gera allt hitt.
17. Ekki gagnrýna upplifanir annara, þið getið aldrei vitað hvernig þeim líður.
18. Þakkið fyrir alla litlu hlutina í lífinu. Stundum gleymast þeir.
19. Minnið ykkur á að þið vitið aldrei hvað getur gerst. Njótið augnabliksins og hugsið vel um þá sem ykkur þykir vænt um (ykkur sjálf meðtalin).

Bestu hjartans kveðjur, Karen Lind Harðardóttir 🙂

– Karen

Sambönd og samskipti

Ég átti lengi í mjög steiktu sambandi viđ sambönd. Þá er ég ekki ađ tala um ástarsambönd, heldur öll sambönd, viđ annađ fólk.

Þetta var mjög mikiđ svona ástar-haturs dæmi. Ef þér líkađi vel viđ mig (og þú varst ókunnug/ur) var þađ gott í smástund, svo fór mér ađ líka illa viđ þig því hausinn á mér fór strax í ađ dæma hvert einasta orđ frá mér, hvert einasta viđbragđ, hvert einasta svipbrigđi og svo lengi má telja. Ég varđ eiginlega bara mjög hugfangin af því ađ þér líkađi viđ mig. Þoldi þig ekki en vildi samt ekki tapa þér. Vildi ekki ađ þú myndir breyta um álit.

Ég var í stöđugum eltingaleik ađ reyna ađ fullkomna sjálfa mig. Ef mér var bent á eitthvađ slæmt í mínu fari, þá læddist þađ inn í bunkann af þvílíkri þráhyggju sem hafđi þróast í gegnum árin og breyst í ákveđna röskun. Ég áttađi mig ekki á því fyrr en á þessu ári.

Ef ég var ekki viss hvađ þér fyndist um mig, þá fór ég í gegnum allt sem gæti veriđ slæmt viđ mig og reyndi ađ laga þađ.

Mér fannst ég skuldug þeim sem líkađi viđ mig til þess ađ vera fullkomin. Ef ég var þađ ekki, þá hrundi ég. Ljótar hugsanir. Mikiđ þunglyndi. Barđi sjálfa mig niđur.

Steikti parturinn er ađ yfirleitt hafđi fólk almennt ekkert hryllilegt ađ segja um samskiptin okkar á milli. Jú kannski vandræđalegt, því ég átti þađ til ađ opna mig um hluti, allt of fljótt, sem fólk vissi ekkert hvernig þađ átti ađ bregđast viđ.

Ljóta skrímsliđ sem ég var búin ađ búa til í höfđinu á mér, þađ bjó þar. Í hausnum á mér. Þađ endurspeglađi ekki hvernig manneskja ég væri.

Ég leyfđi mér ekki ađ gera mistök. Þađ var hræđilegt. Og ég sökk allt of langt niđur. Hugsađi virkilega illa til sjálfrar mín og tók jafnvel upp á því ađ skađa sjálfa mig. Refsađi mér fyrir ađ vera ekki fullkominn róboti sem gerir allt rétt. Refsađi mér fyrir ađ geta ekki veriđ meira en ég var. Stærri.

Ég var ađ hugsa samskipti á kolrangan hátt. Samskipti eru um nærveru og tengingar. Ađ njóta þess ađ vera saman. Ekki hræđast þađ því ég þyrfti ađ vera fullkomin.

Þađ getur enginn veriđ fullkominn. Þađ er allt of stór poki til þess ađ reyna ađ halda uppi. Ógeranlegt, því viđ erum manneskjur, ekki róbotar.

Ég þurfti ađ kynnast sjálfri mér upp á nýtt, til þess ađ brjóta þetta allt niđur. Allt sem var ađ halda mér í þessari stöđugu baráttu.

Allt sem ég hélt um sjálfa mig, hvađan kom þađ?

Allt sem ég hélt um ađra, hvađan kom þađ?

Hvernig fúnkerum viđ sem manneskjur?

Ég þurfti ađ fara í gegnum allan þennan pakka. Þađ bjargađi mér. Tek ekkert frá því. Þađ bjargađi mér.

Í dag er ég varkár, og þó ég opni mig hér og fyrir flest öllum sem ég hitti, þá eru bara örfáir sem ég hleypi alveg ađ mér. Þannig á þađ líka ađ vera. Ég get ekki gefiđ meira frá mér en ég bý yfir og ég er alltaf ađ minna mig á þađ.

Heilbrigđ samskipti krefjast þess ekki af okkur ađ viđ þurfum ađ stækka eđa minnka okkur til þess ađ fá leyfi til þess ađ taka pláss. Viđ þurfum ekkert leyfi. Viđ erum hér. Viđ erum til. Viđ megum taka pláss.

Þegar viđ tökum í burtu allt þađ sem lætur okkur stækka eđa minnka í samskiptum. Ef viđ mínusum þađ allt út. Þá er þađ sem situr eftir, ekkert nema einlægni.

Miđjan. Jafningjar. Jafnvægi.

 

– Karen