Ég er vandræðaleg

Ég veit ekki hvort ég sé bara að taka inn tilfinningar annara (vandræðaleika) eða hvort þær komi raunverulega frá mér. Hvort ég sé að hafa áhrif á viðkomandi eða viðkomandi sé að hafa áhrif á mig. Eða hvort það séu bara aðstæðurnar. Ég bara veit það ekki. Ætli það sé ekki sameiginleg orka beggja einstaklinga … Lesa áfram „Ég er vandræðaleg“

Brúðkaupsferðin og pælingar um Hitler

Þegar við hjónakornin ákváðum að skella okkur til Berlínar í brúðkaupsferð, þá vorum við í rauninni ekki búin að ákveða hvað við ætluðum að gera þar. Við vorum meira spennt fyrir því að geta einfaldlega loksins stungið af, tvö ein, út fyrir landsteinana. Ég átti hins vegar ekki von á því hversu mikil áhrif Berlín … Lesa áfram „Brúðkaupsferðin og pælingar um Hitler“

Skrifað til þín/ykkar

Ljóð/lag sem er tileinkað þér/ykkur Þú/þið vitið það ekki, en þetta er til þín/ykkar   Litlar hendur, litlir fætur Brosandi augun líta dagsins ljós Hið fyrsta sinn Lítil eyru sem heyra Sem skilja ekki hvað ég er að segja Fyrst um sinn Þó ég viti að langt verði þar til þú meðtekur orðin mín Þá … Lesa áfram „Skrifað til þín/ykkar“

Að spá fyrir framtíðina

Ég skrifaði eftirfarandi texta eftir að hafa velt fyrir mér hvernig áhyggjur af framtíðinni hafa haldið aftur af mér. Hvernig áhyggjurnar mínar eiga ekkert endilega rétt á sér eða hafa raunverulega eitthvern jákvæðan tilgang. Hvernig áhyggjurnar hjálpa mér raunverulega ekki til langtíma og hvernig þær gefa mér einfaldlega það sem ég tel mig vita að … Lesa áfram „Að spá fyrir framtíðina“

Fyrirgefning

Það sem einhver gerir þér tengist þér ekki neitt og varpar ekki ljósi á þitt sjálfvirði. Aðrir þurfa ekki fyrirgefningu til að halda áfram. Þín biturð er þín biturð. Hinn einstaklingurinn finnur hana ekki frá þér. Biturðin veldur þér einungis sársauka. Ég þarf að lækna sárin áður en ég get fyrirgefið og haldið áfram. Takk … Lesa áfram „Fyrirgefning“

Ást = sársauki?

Hvernig reglan/hugsunin mótast: Mér er refsað (sársauki) ef ég sýni hegðunina. Læri að bæla hana niður og er loksins samþykkt, bara fyrir hegðun, ekki fyrir það sem ég er (reglan mótast). Náttúruleg/eðlislæg viðbrögð líkamans passa ekki við regluna/hugsunina: Líkaminn bregst illa við (refsar), þegar ég bæli hana niður. Refsað fyrir bæði. Refsað fyrir að vera … Lesa áfram „Ást = sársauki?“

Áminning á erfiðum dögum

Þegar mér líður illa og fer í þráhyggju Þá veit ég að survival mechanism er að taka aftur yfir því það er það líf sem það þekkir og tengir við. Hugurinn er að berjast á móti því að fara í aðra átt. Þessi leið er eitthvað sem er nýtt og hugurinn veit ekki hvert það … Lesa áfram „Áminning á erfiðum dögum“

Ráð til mín sem ég reyni að lifa eftir

Eftirfarandi texti á við í þeim aðstæðum þar sem samskipti þjóna fremur slæmum tilgangi en góðum. Þegar það er kominn tími til að setja sjálfan sig í fyrsta sæti og huga vel og vandlega að sínu nærumhverfi. Hvaða skilaboð heyrir þú um sjálfa/sjálfan þig á hverjum degi? Eru þau að byggja þig upp eða rífa … Lesa áfram „Ráð til mín sem ég reyni að lifa eftir“