Og hvađ ert þú ađ gera í lífinu?

Og hvađ ert þú ađ gera í lífinu? Spurning sem ég hef veriđ hrædd viđ, allt of lengi.

Ég finn ađ ég byrja ađ rođna, svitna, á erfiđara međ ađ halda augnsambandi á međan innri gagnrýnandinn minn öskrar í bakgrunni: ekki dæma mig!

En þađ er þá sem ég dæmi mig. Hvađ er þađ sem ég skammast mín fyrir?

Ég sá þađ svo skýrt, núna í dag.

Mér finnst ég ekki mega taka pláss. Mér finnst ég ekki mega hafa rödd.

Ekki nema ég sé orđin minni en ég er og ađrir tengi viđ þađ. Ekki nema ég sé komin ađ þolmörkum.

Ég festist þar. Í fórnarlambinu. Í mörg ár. Fannst ég ekki mega tilheyra utan þess. Komst ekki út úr þeim vítahring.

Ég mátti taka pláss því mér leiđ illa. En á sama tíma þoldi ég ekki sjálfa mig fyrir ađ taka pláss fyrir ađ líđa illa.

Hin áttin er ađ ég megi hafa rödd ef ég er meiri en ég er. Ef allt gengur frábærlega. Fullkomlega. Ég segi aldrei neitt vitlaust. Ég geri aldrei neitt vitlaust. Ég er aldrei neitt vitlaust. Fullkomnunarárátta.

Ég má taka pláss því mér líđur vel.

En afhverju er orđiđ ÞVÍ, þarna?

Tökum þađ út.

Ég má taka pláss, mér líđur vel.

Ég má taka pláss, mér líđur illa.

Þetta því, er þađ sem er ađ flækja þetta allt saman. Þetta því býr til óhamingju. Ađ vera ekki nóg. Ađ tilheyra ekki.

Viđ erum til, utan þess. Viđ erum nóg, utan þess. Viđ tilheyrum, utan þess.

Ég ætla ađ æfa mig í því ađ minna sjálfa mig á, ađ í hvert sinn sem ég byrja ađ hugsa um ýkjur til stækka eđa minnka sjálfa mig, ađ þađ er akkúrat þá, sem ég er ađ labba í burtu frá sjálfri mér.

Ég þarf ekki ađ vera minni til ađ mega taka pláss.

Ég þarf ekki ađ vera stærri til ađ mega taka pláss.

Ég einfaldlega er. Þess vegna tek ég pláss. Ekkert flóknara en þađ.

Afhverju hugsum viđ oft svona? Búumst viđ því ađ mega vera til, bara þegar viđ erum stærri eđa minni? Ađ þá megum viđ fanga athygli?

Þađ er eins og tilfinningar spili stórt hlutverk þarna. Afhverju bælum viđ erfiđar, sársaukar tilfinningar þar til viđ rekum okkur á? Þær eru tilfinningar, rétt eins og vellíđunartengdu tilfinningarnar.

Viđ þurfum ađ leyfa þeim ađ vera. Sleppa stjórninni á þeim. Sleppa stjórninni sem viđ teljum okkur hafa á lífinu. Viđ getum ekki stjórnađ því.

Þegar eitthvađ jákvætt gerist, þá er þađ einfaldlega plús.

Þegar eitthvađ neikvætt gerist, þá er þađ einfaldlega mínus.

Allt gerist eins og þađ á ađ gerast. Þađ gerist til ađ kenna okkur eitthvađ. Segja okkur eitthvađ um okkur sjálf, ađra og lífiđ sjálft.

Međvitađar gjörđir okkar eru bara međvitađar gjörđir okkar. Þær kenna okkur hvađ hjálpar okkur og hvađ hjálpar okkur ekki. Þeim getum viđ stjórnađ, engu öđru.

Međvitađar gjörđir okkar er ekki samasem merki viđ ađ tilheyra. Viđ tilheyrum, óháđ þeim. Viđ erum nóg, óháđ þeim.

Afhverju gefum viđ okkur þá bara leyfi fyrir því ađ mega vera til og mega taka pláss og mega upplifa allar tilfinningarnar, þegar gjörđir okkar stækka eđa minnka okkur?

Ég hef oft heyrt og upplifađ sjálfa mig búa til afsakanir ef þađ sem ég er ađ gera er ekki nógu „merkilegt“ til þess ađ þađ sé nefnt. Ekki nógu gott eđa vont.

Ađ vera nóg er þađ sem er. Ađ elska sjálfan sig, ađ tilheyra, er þađ sem er.

Viđ gengum í burtu frá því þegar viđ lærđum, einhvern tíman á lífsleiđinni međvitađ/ómeđvitađ ađ leita ađ því, í gjörđum, utan okkar. Ađ leita ađ því í því sem er stærra eđa minna. Betra eđa verra. Ekki því sem er.

Tökum samfélagsmiđla sem dæmi.

Ég er alltaf einu klikki frá því ađ líđa betur eđa verr en mér líđur núna. Ég hálf býst bara viđ því. Allt virkar hratt. Samanburđur er alls stađar. Aftenging viđ hversdagsleikann. Allt meira eđa minna. Verra eđa betra.

Ég ætla ađ æfa mig í ađ setja fókusinn á þađ sem er. Ekki bara þađ sem gæti orđiđ eđa ætti ađ vera.

Ég er nóg. Svo tek ég ákvarđanir og læri þađan hvađ veldur mér vellíđan og hvađ veldur mér sársauka í lífinu.

Ákvarđanir mínar eru ekki þađ sem gera mig nóg.

 

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.