Einn af þessum dögum

Einn af þessum dögum.
Enginn innblástur, utanaðkomandi því að tala frá hjartanu og hvernig mér líður hér og nú.
Tilfinningar magnast auðveldlega hjá mér, eitthvað sem ég er nýbúin að læra. Það er eins og ég finni ekki fyrir því að tilheyra, nema í því að vera OF döpur, eða OF glöð. Millistigið er það sem ræður för hversdagslega, en svo tek ég bylgjur. Ýktar tilfinningar ýta undir hegðun. Ekki ýkta hegðun í mínu tilfelli. Ég er heppin með það.
Í sveiflum er ég annaðhvort ótrúlega glöð eða hrunin niður í þunglyndi. Það er eins og heilinn sækist í bæði og sé alltaf að bíða eftir einhverju betra eða verra. En það er miðjan sem ég vil tilheyra en það er þar sem það er tóm.
Um leið og ég er komin inn í gleðina þá held ég að ég sé bara „löguð“ og ég þarf að halda aftur af mér að ætla mér að gera allt á einu bretti, bæta upp fyrir það sem ég missti úr, Því þegar ég síg aftur niður þá hrynja allar þessar áætlanir og vonbrigðin stinga fastar í hvert skipti.

Einn dagur í einu. Leyfa mér að anda.
Þetta er þunginn núna. Ég finn það.
Hugurinn hræddur við að rjúfa tengingar við það sem hann þekkir, reynir að toga mig til baka.
Ég þarf að minna mig á það.

Einn dagur í einu. Anda. Þetta líður hjá.
Ekki berjast á móti.

Niðurrif kemur ekki frá mér sjálfri.
Þetta eru bara gamlar upptökur að endurspilast. Ekkert annað.

 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.