Tilfinningar og togstreitan í kringum þær

Þetta er svo mikilvægt 

Við sem manneskjur upplifum tilfinningar, bæði vellíðunar og sársaukafullar. Þær eru leiðarvísar í lífinu.

Þegar við höfnum tilfinningum okkar, jafnvel bara hluta þeirra, þá erum við í raun að hafna sjálfum okkur.

Tilfinning er ekki það sama og hegðun.
Tilfinning er eitthvað sem er náttúrulegt og þarf að vera samþykkt.
Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar með því að reyna að kæfa, hafna eða deifa þær. Þær munu alltaf finna leið til að koma aftur, því þær eru náttúrulegur partur af því að vera til.
Við getum stjórnað því hvort og/eða hvernig við bregðumst við þeim.

Þegar sársaukafullar tilfinningar koma upp eigum við það oft til að reyna að stoppa þær, kæfa þær, breyta þeim, hafna þeim, deifa þær o.s.frv. Það getur verið vegna ýmislegra ástæðna t.d. það að við tengjum tilfinningu við neikvæða hegðun (sú skekkja að trúa því að hegðun sé tilfinning), viðbrögð annara, hræðsla við að ráða ekki við hana o.s.frv.

En sársaukafullar tilfinningar verða að fá rými líkt og vellíðunar tilfinningar. Við getum ekki valið og hafnað tilfinningum. Þær einfaldlega eru.

Leyfðu tilfinningum að koma. Taktu eftir þeim. Hvar finnur þú fyrir þeim. Hvernig líður þér? Hvað hugsar þú? Hvernig líður þér með það?

Markmiðið er að taka eftir án þess að dæma. Markmiðið er að taka öllum hugsunum fagnandi, sama hvort þær séu neikvæðar eða jákvæðar. Taktu eftir þeim.

Hugur og hjarta þurfa að fá að lifa í sátt, þó svo þau séu ekki alltaf sammála. Það er mikilvægt að gefa þeim báðum rými.

Við þurfum að gefa okkur sjálfum rými til þess að upplifa allt sem við upplifum frá náttúrunnar hendi.

Þegar við leyfum okkur ekki að upplifa tilfinningar festist sú spenna innan í líkamanum og veldur okkur vandræðum/erfiðleikum seinna meir. Við þurfum að leyfa þessari orku að koma….og fara. Þannig lifum við í sátt.

-Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.