Self love deficit disoder og auðmýkt

Fyrir alla þá sem hafa barist við meðvirkni eða vilja einfaldlega fræðast um hana. Þá er þessi bók fyrir þig: The Human Magnet Syndrome, eftir Ross Rosenberg.

Ég las hana sjálf og þótti innihald hennar of mikilvægt til þess að deila því ekki 

Codependency -> self love deficit disorder

Ég ætla sjálf að skora á mína eigin meðvirkni hér og einfaldlega segja hversu þakklát ég er fyrir það að hafa aldrei hætt að vinna í sjálfri mér. Aldrei hætt að nálgast og nýta mér fróðleik um andlega heilsu.

Ég hef gert fullt af mistökum og tekið fullt af röngum ákvörðunum í gegnum árin, en það er það sem ég hef getað nýtt mér í því að gera betur og lært af. Það er oft erfitt að setja jafnvægi milli auðmýktar og þess að standa við sín eigin mörk.

Ég mun halda áfram að gera mistök, það er bara partur af því að lifa og læra. En það mikilvægasta er að við göngumst við þeim, og því að við erum ekki fullkomin, það er gjörsamlega ógerlegt. Við gerum mistök, við fyrirgefum, við höldum áfram.. það er mannlegt.

En við lærum aldrei neitt ef við tökum ekki skref í burtu frá þægindahringnum og tökum stökkið í það óþekkta.

Svo ég er stolt af því, að hafa aldrei gefið upp vonina á sjálfri mér.

Mín eina von er, að með því að segja frá, að það hjálpi ef það væri ekki nema einum einstaklingi, sem tengir við það sem ég hef að segja. Það er nóg.

Það eru svo margir sem segja ekki/ geta ekki sagt frá sinni eigin vanlíðan og ef það ert þú, sem ert að lesa þetta. Þá vil ég að þú vitir að þú ert mikilvæg/ur. Þú skiptir máli. Þú ert nóg. 

Þú lærðir eitthvers staðar á lífsleiðinni að hugsa illa til sjálfrar/sjálfs þíns. Það er ekki manneskjan sem þú ert. Við fæðumst til þess að lifa af. Við fæðumst, stútfull af sjálfsást, og það er það sem býr í þínum innri kjarna. Innst innra með þér er lítið barn sem elskar þig.. og það er nóg.. þú ert nóg. Þú þarft bara að finna það sjálf/ur. 

-Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.