Ljóð sem rímar ekki

Að tilheyra
Þráin að tilheyra
Til þess þurfum við hvort annað
Til þess þurfum við ást
Og eiginleikan til þess að elska

Svo þá má segja
Að hvert mannsbarn
Fæðist með þá færni að elska
Og til þess að lifa af
Þá elskum við okkur sjálf

Í gegnum lífið
Lærum við af öðrum
Hvernig við eigum að elska okkur
Hvað það felur í sér
Og hvort við séum þess virði.

Margir hverjir gleyma
Því að við fæðumst
Sem sjálfið
Sem elskar sig

Og þess vegna
Veistu í raun
Að hver einasta rödd
Sem þú heyrir í þínum huga

Sem segir þér
Að þú sért ekki verðug/ur
Því að vera elskuð/aður
Kemur ekki frá þér

Þú, þinn innri kjarni og sjálf
Elskar þig

Allt hitt eru bara lærð skilaboð
Sem koma ekki frá þér

Aldrei gleyma því 
Knús 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.