Hvaða skilaboð er líkaminn að senda?

Þegar ég byrjaði að steypast út í útbrotum vegna kvíða, þá hélt ég að líkaminn minn væri að berjast á móti mér. Ég hélt að hugur og líkami væru í stríði og þrátt fyrir andlega sjálfvinnu, þá væri líkaminn að reyna að klekkja á mér.

En þegar ég las um það að líkaminn er alltaf að reyna að senda okkur skilaboð, til þess að hjálpa okkur að komast af. Þá breyttist eitthvað.

Líkaminn var að kalla á hjálp. Það var eitthvað sem ég var að gera vitlaust. Hvort sem það var hugsun, hegðun, meðhöndlun o.s.frv. vissi ég ekki, en ég vildi reyna að komast að því. Ég vildi skilja hvað undirmeðvitund mín væri að reyna að segja mér.

Í dag tel ég mig vita að það sem hann var að reyna að segja mér, væri einmitt það að óttast ekki hvernig líkaminn brást við í hverjum aðstæðum. Hvert viðbragð og hver tilfinning, væri að reyna að segja mér eitthvað. Það var eitthvað sem ég væri ekki að ná.

Hvernig ég var að lifa lífinu mínu, það var eitthvað sem ég var að gera vitlaust.

Þegar ég áttaði mig á þessu, þá tók við upphafið af því að komast að því hvaðan þessar tilfinningar og hugsanir kæmu. Hvað væri að viðhalda því?

Ég fór til baka, langt í fortíð og grenndist fyrir um svör og útskýringar. Eftir langan tíma þá fann ég svörin.

Allt það neikvæða sem ég held um mín eigin viðbrögð og eigin hugsanir er lærð hegðun. Mitt innra barn fæddist í þennan heim stútfullt af sjálfsást og tilbúið að læra hvernig það átti að skilgreina sjálft sig, aðra og heiminn. Einhvers staðar lærði ég að skilgreyna mig nær alfarið á neikvæðan hátt í undirmeðvitundinni. Þegar ég lærði að það væri ekki sú sem ég væri, alveg innst að kjarna. Þá skildi ég sjálfa mig betur. Þetta er allt byggt á þeim skilaboðum sem við fáum um okkur sjálf, aðra og heiminn frá umhverfinu. Sterkar tilfinningar tiltekins atburðar/skilgreyningar.. þeim sterkari tenging myndast við „alhæfinguna“.

Ég var ekki skömm. Ég þarf að vinna úr þeirri sjálfmerkingu sem innra barnið hefur tengt svo sterkt við.

Hvað viðhélt henni? Umhverfið. Það voru eitthverjar breytingar sem ég þurfti að gera.

Takk líkami, fyrir að minna mig á mitt eigið virði.

Ég mun ná að vinna úr þessu með þinni hjálp og ferlið heldur áfram … 

– Karen

Höfundur: Karen Lind Harðardóttir

Ég er 24 ára (nú 25) Harrypotternördi, eiginkona og söngkona í felum með mikla ástríðu fyrir því að skrifa. Hér er ég að fjalla um andleg veikindi, mína batavinnu og allt sem mér dettur í hug, í von um að það veiti öðrum ánægju, hughreystingu eða hjálparhönd. Það er mikilvægt að taka fram að ég er ekki sérfræðingur og að það sem ég skrifa um er einungis það sem ég hef tekið til mín útfrá reynslu, upplýsingum og lærdómi sem ég tengi sjálf við í mínu eigin lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.