Og hvađ ert þú ađ gera í lífinu?

Og hvađ ert þú ađ gera í lífinu? Spurning sem ég hef veriđ hrædd viđ, allt of lengi.

Ég finn ađ ég byrja ađ rođna, svitna, á erfiđara međ ađ halda augnsambandi á međan innri gagnrýnandinn minn öskrar í bakgrunni: ekki dæma mig!

En þađ er þá sem ég dæmi mig. Hvađ er þađ sem ég skammast mín fyrir?

Ég sá þađ svo skýrt, núna í dag.

Mér finnst ég ekki mega taka pláss. Mér finnst ég ekki mega hafa rödd.

Ekki nema ég sé orđin minni en ég er og ađrir tengi viđ þađ. Ekki nema ég sé komin ađ þolmörkum.

Ég festist þar. Í fórnarlambinu. Í mörg ár. Fannst ég ekki mega tilheyra utan þess. Komst ekki út úr þeim vítahring.

Ég mátti taka pláss því mér leiđ illa. En á sama tíma þoldi ég ekki sjálfa mig fyrir ađ taka pláss fyrir ađ líđa illa.

Hin áttin er ađ ég megi hafa rödd ef ég er meiri en ég er. Ef allt gengur frábærlega. Fullkomlega. Ég segi aldrei neitt vitlaust. Ég geri aldrei neitt vitlaust. Ég er aldrei neitt vitlaust. Fullkomnunarárátta.

Ég má taka pláss því mér líđur vel.

En afhverju er orđiđ ÞVÍ, þarna?

Tökum þađ út.

Ég má taka pláss, mér líđur vel.

Ég má taka pláss, mér líđur illa.

Þetta því, er þađ sem er ađ flækja þetta allt saman. Þetta því býr til óhamingju. Ađ vera ekki nóg. Ađ tilheyra ekki.

Viđ erum til, utan þess. Viđ erum nóg, utan þess. Viđ tilheyrum, utan þess.

Ég ætla ađ æfa mig í því ađ minna sjálfa mig á, ađ í hvert sinn sem ég byrja ađ hugsa um ýkjur til stækka eđa minnka sjálfa mig, ađ þađ er akkúrat þá, sem ég er ađ labba í burtu frá sjálfri mér.

Ég þarf ekki ađ vera minni til ađ mega taka pláss.

Ég þarf ekki ađ vera stærri til ađ mega taka pláss.

Ég einfaldlega er. Þess vegna tek ég pláss. Ekkert flóknara en þađ.

Afhverju hugsum viđ oft svona? Búumst viđ því ađ mega vera til, bara þegar viđ erum stærri eđa minni? Ađ þá megum viđ fanga athygli?

Þađ er eins og tilfinningar spili stórt hlutverk þarna. Afhverju bælum viđ erfiđar, sársaukar tilfinningar þar til viđ rekum okkur á? Þær eru tilfinningar, rétt eins og vellíđunartengdu tilfinningarnar.

Viđ þurfum ađ leyfa þeim ađ vera. Sleppa stjórninni á þeim. Sleppa stjórninni sem viđ teljum okkur hafa á lífinu. Viđ getum ekki stjórnađ því.

Þegar eitthvađ jákvætt gerist, þá er þađ einfaldlega plús.

Þegar eitthvađ neikvætt gerist, þá er þađ einfaldlega mínus.

Allt gerist eins og þađ á ađ gerast. Þađ gerist til ađ kenna okkur eitthvađ. Segja okkur eitthvađ um okkur sjálf, ađra og lífiđ sjálft.

Međvitađar gjörđir okkar eru bara međvitađar gjörđir okkar. Þær kenna okkur hvađ hjálpar okkur og hvađ hjálpar okkur ekki. Þeim getum viđ stjórnađ, engu öđru.

Međvitađar gjörđir okkar er ekki samasem merki viđ ađ tilheyra. Viđ tilheyrum, óháđ þeim. Viđ erum nóg, óháđ þeim.

Afhverju gefum viđ okkur þá bara leyfi fyrir því ađ mega vera til og mega taka pláss og mega upplifa allar tilfinningarnar, þegar gjörđir okkar stækka eđa minnka okkur?

Ég hef oft heyrt og upplifađ sjálfa mig búa til afsakanir ef þađ sem ég er ađ gera er ekki nógu „merkilegt“ til þess ađ þađ sé nefnt. Ekki nógu gott eđa vont.

Ađ vera nóg er þađ sem er. Ađ elska sjálfan sig, ađ tilheyra, er þađ sem er.

Viđ gengum í burtu frá því þegar viđ lærđum, einhvern tíman á lífsleiđinni međvitađ/ómeđvitađ ađ leita ađ því, í gjörđum, utan okkar. Ađ leita ađ því í því sem er stærra eđa minna. Betra eđa verra. Ekki því sem er.

Tökum samfélagsmiđla sem dæmi.

Ég er alltaf einu klikki frá því ađ líđa betur eđa verr en mér líđur núna. Ég hálf býst bara viđ því. Allt virkar hratt. Samanburđur er alls stađar. Aftenging viđ hversdagsleikann. Allt meira eđa minna. Verra eđa betra.

Ég ætla ađ æfa mig í ađ setja fókusinn á þađ sem er. Ekki bara þađ sem gæti orđiđ eđa ætti ađ vera.

Ég er nóg. Svo tek ég ákvarđanir og læri þađan hvađ veldur mér vellíđan og hvađ veldur mér sársauka í lífinu.

Ákvarđanir mínar eru ekki þađ sem gera mig nóg.

 

 

– Karen

Einn af þessum dögum

Einn af þessum dögum.
Enginn innblástur, utanaðkomandi því að tala frá hjartanu og hvernig mér líður hér og nú.
Tilfinningar magnast auðveldlega hjá mér, eitthvað sem ég er nýbúin að læra. Það er eins og ég finni ekki fyrir því að tilheyra, nema í því að vera OF döpur, eða OF glöð. Millistigið er það sem ræður för hversdagslega, en svo tek ég bylgjur. Ýktar tilfinningar ýta undir hegðun. Ekki ýkta hegðun í mínu tilfelli. Ég er heppin með það.
Í sveiflum er ég annaðhvort ótrúlega glöð eða hrunin niður í þunglyndi. Það er eins og heilinn sækist í bæði og sé alltaf að bíða eftir einhverju betra eða verra. En það er miðjan sem ég vil tilheyra en það er þar sem það er tóm.
Um leið og ég er komin inn í gleðina þá held ég að ég sé bara „löguð“ og ég þarf að halda aftur af mér að ætla mér að gera allt á einu bretti, bæta upp fyrir það sem ég missti úr, Því þegar ég síg aftur niður þá hrynja allar þessar áætlanir og vonbrigðin stinga fastar í hvert skipti.

Einn dagur í einu. Leyfa mér að anda.
Þetta er þunginn núna. Ég finn það.
Hugurinn hræddur við að rjúfa tengingar við það sem hann þekkir, reynir að toga mig til baka.
Ég þarf að minna mig á það.

Einn dagur í einu. Anda. Þetta líður hjá.
Ekki berjast á móti.

Niðurrif kemur ekki frá mér sjálfri.
Þetta eru bara gamlar upptökur að endurspilast. Ekkert annað.

 

– Karen

Vitsugur og þunglyndi

Ég var búin að segja við sjálfa mig að ég ætlaði ekki að skrifa meira í dag.

En svo þegar hugurinn fer á flug þá verð ég bara að skrifa.

Ég fór að hugsa um það hvernig J.K. Rowling lýsti vitsugum (dementors) í Harry Potter.

Vitsuga: eitthver sem sýgur úr þer allt vit.

Ég var aldrei nógu sátt við það íslenska orð, fannst það ekki nógu ógnvekjandi.
Þeim mun skárra þó en þegar ég las í fyrsta skiptið Trevor Delgome, svo það kæmi út „eg er voldemort“ ef maður raðaði stöfunum saman (sem ég varð að gera, til að skilja).
Í bíó skildi ég ekkert hver Tom Riddle væri. Tom Marvolo Riddle. Hvaða gæji var það? Og hvar er Trevor? Og afhverju heitir hann það sama og kartan hans Neville?
Ruglingslegar þýðingar, en nóg um það.

(Ef þú veist ekkert um Harry Potter, þá er þetta eflaust mjög ruglandi fyrir þér. Ég útskýri betur á eftir).

Eitthver sem sýgur úr þér allt vit, var ég að segja.

Ég var ósátt við orðið vit, því ég horfði á það sem gáfur. En í raun er verið að meina hugur.

Hugurinn okkar gerir okkur fært um að meðtaka og vinna úr upplýsingum. Án hans meðtökum við ekkert, við vinnum úr engu.

Ég hef oft lesið um það hvernig J.K. Rowling hafi notað vitsugur sem ákveðna myndlíkingu fyrir þunglyndi.

Ég vildi skoða það betur.

Hvernig lýsa vitsugur sér:
Þær eru dökkar verur, allt verður kalt og þær láta þér líða eins og öll von og gleði og hamingja hverfi úr heiminum.

Ég vona að þú sért að fylgja.

Eins og ég upplifi þunglyndi lýsir það sér sem þungi. Það er þungt yfir mér allri. Eins og ég sé undir gráu skýji og finni ekki stað minn í tilverunni lengur.

Hvað getum við þá lært um baráttuna við þunglyndi í gegnum baráttuna við vitsugur?

Til þess að að yfirbuga þær (hér og nú, þetta augnablik) þarf viðkomandi galdramaður eða norn að hugsa um sterkustu, hamingjusömustu, hlýjustu, kraftmiklustu minningu sem hann býr yfir. Allar jákvæðar tilfinningar vonar og hamingju á einu bretti. Hann/hún þarf að einbeita sér af öllum kröftum að henni, beita sprotanum, segja orðin „expecto patronum“ og kalla fram verndarann sinn.

Minningin sjálf sigrar ekki vitsugurnar.
Það að galdramaðurinn/nornin hugsi um minninguna, beiti sprotanum, segi orðin og einbeiti sér af öllum kröftum til þess að kalla fram verndarann sinn. Það sigrar vitsugurnar.

Ekki bara það að galdra. Hann/hún verður að geta kallað fram minninguna og einbeita sér að henni af fullum krafti, til þess að galdurinn virki.

Ekki bara minningin. Hann/hún verður að geta beitt sprotanum, notað minninguna og sagt orðin, til þess að galdurinn virki.

Minningin án galdursins gengur ekki
Galdurinn án minningunnar gengur ekki.

Gjörðir einar sigra ekki, við verðum einnig að kalla fram verndarann.

Verndararnir einir sigra ekki, við verðum að gera eitthvað, framkvæma hegðun.

Það er eitthvað sérstakt sem gerist þegar mér tekst að komast upp úr þunglyndi.

Það er hálfóútskýranlegt, það er bara eins og allt í einu passi eitthvað.

Það er eitthvað annað að gerast á bakvið (í undirmeðvitundinni) sem fær mig til þess að trúa, bara smá, bara nóg til þess að grýpa í reipið sem liggur eftir klettarsillunni sem ég hangi af og halda mér uppi. Næsta skrefi væri náð, þegar mér myndi takast að reyna að byrja að klifra upp.

Ég veit að ég þarf að kalla fram minninguna, beita sprotanum, segja orðin, halda athyglinni og kalla fram verndarann .

En þegar eitthvað í bakgrunninum kemur í veg fyrir að ég trúi minningunni (hugsun), þá lendi ég í vandræðum.

Þegar eitthvað í bakgrunninum kemur í veg fyrir að ég trúi því að galdurinn virki (hegðun), þá lendi ég í vandræðum.

Það er ótrúlega erfitt að sigra vitsuguna, þegar eitthvað í bakgrunninum kemur í veg fyrir að ég trúi því að ég geti það.

Hvað er í bakgrunninum (undirmeðvitundinni)?
Það er þar sem vandinn liggur.

Afhverju getum við stundum yfirgnæft bakgrunns-skilaboðin og stundum ekki?

Hvað veldur því?

Það er eitt quote sem ég held mikið uppá, sem eg ætla að enda þetta á. Ég veit ekki eftir hvern það er.

„Breyting gerist þegar sársauki þess að vera sá hinn sami yfirgnæfir sársaukann sem fylgir því að breytast“.

Það er eitthvað sem gerist í undirmeðvitund, þegar innra sjálfið er gjörsamlega búið að fá nóg, og öskrar af öllum lífskröftum að það sé hlustað á það.

Hvað er innra sjálfið að segja þér?

Hvað er að gerast í bakrunninum?

Það er það sem þarf að vinna með.

 

– Karen

Óhjálpleg hjálp

Ef allir eru sáttir og segja ekkert, þó þú takir slæmar ákvarðanir sem særa þig og aðra og sért ekki raunverulega á leiðinni að gera betur.

Þá mun partur af heilanum hvetja þig til að halda áfram að taka slæmar ákvarðanir, í stað þess að reyna að breyta rétt.

Við þurfum að minna hvort annað á að halda áfram að betrumbæta okkur, halda áfram að æfa okkur. Ekki festast í eitthverju sem þjónar okkur ekki og neita því að við getum gert betur. Að við ætlum okkur ekki raunverulega að gera betur. Að við viljum það ekki.

Við erum alltaf nóg, þrátt fyrir allt.

En það er partur af lífinu að læra hvað virkar og hvað virkar ekki og taka ákvarðanir í framhaldi af því. Við hættum að lifa, hér og nú, ef við hættum að æfa okkur. Við festumst.

Við hættum að taka betri ákvarðanir. Hjálplegar ákvarðanir. Óhjálplegar ákvarðanir. Sem við lærum af.

Við sættum okkur í lífinu. Leyfum okkur ekki að upplifa nýjar leiðir. Festumst í eigin líkama. Hættum að æfa okkur. Hættum að læra. Hættum að þroskast.

Óhjálpleg hjálpsemi eða óhreinskilin hjálpsemi getur jafnvel orðið verri en engin hjálpsemi.

Við þurfum að gefa hvort öðru upplýsingar og sannleikskorn um það hvort ákvarðanirnar okkar séu að leiða okkur á réttan veg eða ekki.

Ef við gerum það ekki, því við teljum raunverulegan sársauka hreinskilni vera of erfiða fyrir viðkomandi. Þá erum við í raun að segja að fölsk vellíðan eða falskur sársauki lyginnar, sé betri fyrir viðkomandi heldur en það sem raunverulega er.

Sýndarveruleiki.
Í stað raunveruleika.
Í stað hreinskilni.
Í stað leiðarvísa.

Án leiðarvísa getum við ekki vitað hvað er gott fyrir okkur og hvað er vont fyrir okkur. Hvað er gott fyrir aðra og hvað er vont fyrir aðra.

Falskir leiðarvísar halda okkur í blekkingu.

Við ættum aldrei að loka á alla aðra og sannfæra okkur um að við vitum alltaf best, í öllum aðstæðum. Það sé ekkert rými fyrir neitt annað.
Þá lokum við á nýjar upplýsingar, nýja færni, tækifæri til að læra.

Við, líkt og allir aðrir, erum ennþá að læra.

Lífið sjálft er lærdómur og við ættum að grípa hvert tækifæri sem okkur gefst, til þess að læra eitthvað nýtt um okkur sjálf, aðra og heiminn.

Það breytist ekkert, ef ekkert breytist.

 

– Karen

Ekki þú, partar af þér

Ef ég held áfram með umræðuna um partana og þá sem við göngum í burtu frá og mikilvægi þess að bera kennsl á þá.

Ef þú lærðir að hata parta af sjálfri/sjálfum þér sem voru eðlilegir og partur af þroskaferlinu. Ef það gerðist, þá geta gerst tveir hlutir.

Ef mesta athyglin sem þér var gefin sem barn, var í gegnum neikvæðu partana, sama þó hún væri í formi refsingar eða ekki. Þá ómeðvitað ýkjast þeir partar af þér. Þó þú vitir að þér verði refsað, þá er það samt athygli. Þá er það samt mikilvægi.

Ef mesta athyglin sem þér var gefin sem barn, var í gegnum deifingu neikvæðu partana, með áherslu á jákvæðu partana. Þá ómeðvitað ýkjast jákvæðu partarnir. Þó þú þurfir að loka á hluta af þér, þá er það samt athygli. Þá er það samt mikilvægi.

Báðar útgafur eru ýktar. Báðar útgáfur benda til þess að allir partarnir eru ekki eðlilegir/mikilvægir.

Nú er ég ekki að tala um jákvæða og neikvæða hegðun og segja að við eigum að verðlauna bæði. Það er ekki það sem ég meina með þessu.

Þegar við fáum ekki skilning á því að við erum að læra, sem börn, og að það er eðlilegt að upplifa tilfinningar/viðbrögð/hugsanir, þá teljum við okkur óeðlileg.

Umhverfið segir/sýnir okkur hvernig við eigum að tækla tilfinningar/viðbrögð og hugsanir okkar. Hvernig við vinnum úr þeim, á uppbyggilegan hátt.

En ef umhverfið telur okkur trú um það að það sé óeðlilegt að upplifa þessa og hina tilfinningu, að bregðast svona eða hinsegin við eða fá þessa eða hina hugsun, það kennir okkur ekki að læra um hana eða af henni. Það kennir okkur ekki að gera það sem við getum hvert augnablik. Læra. Horfast í augu við afleiðingar. Gera betur næst.

Ef umhverfið telur okkur trú um að það sem eðlilegt er, sé óeðlilegt, þá lærum við að kæfa það, hafna því. Afneita. Hylma yfir. Berjast á móti.

Þá lærum við aldrei að við erum bara stöðugt að æfa okkur í gegnum lífið. Við erum stöðugt að læra. Við erum stöðugt að finna nýjar leiðir til þess að takast á við lífið.

Við lærum ekki að taka ábyrgð á eigin gjörðum því við erum of upptekin að reyna að fela okkur. Það má enginn sjá partana sem við vorum ekki „samþykkt“ fyrir, sem börn.

Við reynum að beina athyglinni að því sem við erum „samþykkt“ fyrir. Hvort sem það var í formi refsingar eða verðlauna. Bæði veitir athygli. Bæði leyfir okkur að tilheyra. Bæði mótar tengingu. Bæði gerir okkur „nóg“.

En það er ekkert sem gerir okkur nóg, við erum það bara. Tilfinningar/hugsanir og viðbrögð okkar eru ekki það sem við erum, einungis partar af okkur, sem eru einfaldlega bara að reyna að lifa af.

Sem börn höfum við aðeins eitt sjónarhorn, okkar eigið. Það segir okkur að við erum tilfinningar okkar. Við erum hugsanir okkar. Við erum viðbrögðin okkar. Ef við lærum að þær og þau eru óeðlileg. Þá lærum við að við erum óeðlileg.

Við lærum aldrei að takast á við tilfinningar/hugsanir og viðbrögð okkar á uppbyggilegan hátt ef við erum sannfærð um það að það að hafa þessar og hinar tilfinningar/hugsanir og viðbrögð sé óeðlilegt, að við séum óeðlileg. Þá reynum við stöðugt að leitast eftir því að vera „eðlileg“

Umhverfið á að leiðbeina okkur hvernig við getum lært af mistökum. Gert betur næst.

Það getum við bara gert með því að að læra hvað er hjálplegt og óhjálplegt. Hvað þjónar okkur og öðrum í lífinu. En við getum ekki gert það þegar okkur er kennt að horfa á tilfinningar/hugsanir/viðbrögð sem óvelkomin, óeðlileg, utanaðkomandi öfl.

Við þurfum taka okkur í sátt, fyrir allt sem við erum, með það að markmiði að halda áfram að læra og gera betur næst.

Við erum alltaf að læra. Út allt lífið. Allt sem gerist, getur kennt okkur eitthvað.

– Karen

Þú ert allt sem þú ert

Í hreinu eðli okkar virkar sársauki og vellíðan sem leiðarvísar í lífinu.

Ef þetta veldur mér sársauka, þá forðast ég það.
Ef þetta veldur mér vellíðan, þá nálgast ég það.

Ef raunverulegur sársauki er til hægri, þá leitum við til vinstri.
Ef raunveruleg vellíðan er til hægri, þá leitum við til hægri.

Svona á það að virka. Einfalt.

Við erum tilfinningaverur. Við erum hugsuðir. Við bregðumst við. Það er það sem við erum. Allt sem gerir okkur, að okkur.

Tilfinningar eru eðlilegar.
Hugsanir eru eðlilegar.
Viðbrögð eru eðlileg.

Í gegnum umhverfið lærum við, sem börn, að standa á eigin fótum, hugsa sjálfstætt, hugga okkur sjálf og taka eigin ákvarðanir. Án áður nauðsynlegra leiðbeinenda (þeir sem eru eldri, vitrari og bera ábyrgð) tökum við ábyrgð á okkur sjálfum.

Hvernig lærum við að hugsa sjálfstætt?
Hvernig lærum við að hugga okkur sjálf?
Hvernig lærum við að bregðast við, við hæfi?

Í gegnum umhverfið, í gegnum leiðbeinendur.

Hvað gerist þá þegar við mætum sársauka frá umhverfinu? Þá forðumst við það sem olli okkur sársauka.

Sjálfstæð hugsun þróast á uppbyggilegan hátt þegar okkur er sýnt/sagt að við megum spyrja. Að það er í lagi að leitast eftir þekkingu, þegar maður skilur ekki.
Sjálfstæð hugsun þróast á uppbyggilegan hátt þegar okkur er sýnt/sagt að við þurfum ekki alltaf að vera sammála. Við megum vera ósammála. Við getum verið sammála um að vera ósammála. Það er í lagi.

Hvað gerist þá þegar við mætum sársauka í stað skilnings? Hvað lærum við þá?

Við megum ekki spyrja, það hefur neikvæðar afleiðingar.
Sumt á maður bara að skilja, þó svo enginn segi/sýni manni það.
Við eigum alltaf að vera sammála. Það borgar sig ekki að tjá sig. Það hefur neikvæðar afleiðingar að segja hug sinn.

Hvað getur enn fremur gerst?

Viðkomandi á að vita, viðkomandi þykist vita til að forðast sársauka. Viðkomandi þegir og kinkar kolli við öllu. Aðrir vita best. Annað hefur neikvæðar afleiðingar. Viðkomandi hefur ekki rödd. Viðkomandi kann ekki að setja mörk.

Við lærum að hugga okkur sjálf, á uppbyggilegan hátt, með því að sjá hvernig leiðbeinendur hugga sig. Með því að þeir sýni okkur það. Tilfinningar eru bara tilfinningar og þær fylgja okkur öllum. Þær eru eðlilegar.
Leiðbeinendur sýna sér samkennd þegar þeir upplifa tilfinningar. Hvaða tilfinning sem það er. Þeir upplifa, leyfa þeim að koma og fara, og svo halda þeir áfram. Orkan fór inn og út.
Leiðbeinendur sýna okkur samkennd þegar við upplifum tilfinningar. Hvaða tilfinning sem það er. Við upplifum, leyfum þeim að koma og fara og svo höldum við áfram. Orkan fór inn og út.

Hvað gerist þá þegar við mætum sársauka í stað skilnings? Hvað lærum við þá?

Tilfinningar ber að hræðast, þær eru óeðlilegar og það upplifa þær ekki allir. Þær ber að gagnrýna/dæma. Þeim á að berjast á móti. Þeim á að stjórna. Þær á að kæfa. Þær á að deifa.

Við lærum að bregðast við, við hæfi, á uppbyggilegan hátt, þegar leiðbeinendur sýna/segja okkur hvernig við eigum að bregðast við. Þeir gera það með því að segja/sýna okkur að við gerum eins og við getum, hvert augnablik. Ef við gerum mistök, þá horfum við á þau sem eitthvað til þess að læra af, til þess að gera betur næst. Við lærum að við erum alltaf að læra. Við lærum að við þurfum að horfast í augu við að við gerðum mistök, til þess að geta gert betur næst.

Hvað gerist þá þegar við mætum sársauka í stað skilnings? Hvað lærum við þá?

Við megum ekki gera mistök, það er eitthvað að okkur ef við gerum mistök. Við eigum alltaf að vita betur. Við sannfærum okkur um að við gerðum ekki mistök, það var bara eitthvað að, utan okkar. Við lærum ekki neitt. Nema bara það að afneita og hylma yfir mistökin.

Þegar ég tala um sársauka, þá á ég við refsingu af eitthverju tagi, án skilnings.

Hegðun/hugsanir og tilfinningar eru eðlilegur þáttur af því að vera eins og við erum. Því ætti að vera mætt með skilningi þegar við erum að læra að verða sjálfstæðir einstaklingar. Ef ekki, þá lærum við að það sé eitthvað að okkur. Að við séum gölluð.

Það sem gerist þegar okkur er refsað fyrir að reyna að skilja og tengja við heiminn og umhverfið, er að við lokum á þá parta af okkur sem var refsað fyrir og við lærum að hata þá.
Þeir eru slæmir. Þeir valda því að við erum ekki samþykkt. Þeir valda því að okkur er hafnað.

Við vitum ekki betur, við erum bara að læra. Við lærðum ekki að þessir partar voru eðlilegir. Bara partur af því að vera til.

Þegar við höfnum þessum pörtum, þá höfnum við sjálfum okkur. Við göngum í burtu frá innra sjálfinu og tökum alla partana sem voru samþykktir og notum þá sem reglur í gegnum lífið.

Þetta gerist allt í undirmeðvitundinni og getur haft töluverð áhrif á okkur, sem sjálfstæðir (ekki lengur börn) einstaklingar.

Við gengum í burtu frá pörtum af okkur sem eru eðlilegir og dæmdum þá sem óeðlilega.

Í kjölfarið reynum við stöðugt að fylla upp í það skarð, utan við okkur. Við erum stöðugt að eltast við hamingjuna utan við okkur. Ekkert utan okkar mun nokkurn tíman ná að fylla upp í skarðið, við munum alltaf þurfa meira og meira. Ýktara og ýktara.

Leiðin að hamingjunni er inn á við. Þegar við sættumst við þá parta sem við höfðum sent í útlegð fyrir mörgum árum.

Við upplifum okkur hálf, því við erum hálf. Við bönnuðum hinn helminginn af okkur.

Við verðum aldrei heil fyrr en við sættumst við okkur sjálf og samþykjum okkur fyrir allt það sem við erum.

Leiðin er inn á við.

Þú ert allt sem þú ert. Allir partarnir.

– Karen

Afhverju er snúið aftur?

Tekið af Facebook síðunni minni, eftir að ég fjallaði um andlegt ofbeldi:

Í kjölfar þess sem ég skrifaði í gær, fór ég í miklar vangaveltur.
Ég vildi finna leið til þess að sýna fólki, á minn eigin hátt, hvers vegna fórnarlömb ofbeldis fara til baka til ofbeldismanns/konu.

Ég hef oft orðið vitni að miklum misskilningi varðandi það, því fólk er yfirleitt mjög ringlað yfir því hvað það er sem dregur fólk til baka.

Ég vona að minn skilningur á þessu vekji fólk til umhugsunar.

Það er í rauninni einfaldlega hættulegt að hugsa “ ég myndi aldrei snúa til baka, þetta mun ekki koma fyrir mig eða hvað var hann/hún að pæla?“.
Það skapar skömm hjá fórnarlömbunum og skapar rými fyrir afneitun og blekkingu hjá mögulegum fórnarlömbum sem ofbeldismenn/konur stóla á.

Eins og ég skil það, þá eru þeir einstaklingar sem beita ofbeldi oft einstaklingar sem hafa í gegnum lífið verið mataðir af gagnstæðum hugmyndum.
Þú ert viðurstyggð/ þú mátt fá allt sem þú vilt
Vond viðbrögð/ góð viðbrögð

Þessar andstæður geta verið mataðar í gegnum einn einstakling sem trúir þessu um sjálfan sig eða tvo einstaklinga sem hegða sér á gagnstæðan hátt.
Því fleyri sem mata þá af þessum skilaboðum..
Því meira trúir einstaklingurinn að þetta sé sú hegðun sem hann á skilið.
Það myndast rof, því þessi skilaboð skerast á.
Í raun getur það verið að sá sem beitir ofbeldi, sé innst inni hrætt lítið barn sem hefur mótað sig eftir þessum tveimur hugmyndum og gengið inn í það hlutverk, að svona sé það bara og svona eigi það að vera. Varnarveggir.

Staðreyndin er samt sú að þeir/þær ofbeldismenn/konur sem sækja sér ekki sjálfir/sjálfar hjálp og fara í djúpa sjálfvinnu til að brjóta veggina niður og finna innra sjálfið. Þeir/þær munu ekki hætta þessari hegðun. Sama hvað þú reynir. Það er enginn að fara að breyta þeim nema þeir/þær sjálfir/sjálfar. Enn fremur eru sumir varnarveggir svo fastmótaðir að það er ekkert barnslegt sjálf lengur til þess að vinna með. Þeim einstaklingum er því miður bara alls ekki hægt að hjálpa.

Við erum oft mötuð þeirri hugmynd í gegnum bíómyndir og þætti ofl. Að fólk verði einungis fyrir ofbeldi í eitthverjum ýktum og augljósum aðstæðum. Að það gerist alltaf á ýktan hátt og þeir eða þær sem valda ofbeldinu séu ýktar persónur. Það er ekki alltaf þannig. Ofbeldi getur líka verið lúmskt og það er einmitt það sem skapar efann og getur fengið okkur til að kenna okkur sjálfum um.

Þegar við elskum einhvern, þá er hjartað svo ótrúlega brothætt að við seljum okkur það að þetta hafi ekki gerst, að við séum að bregðast of harkalega við, að þetta sé ímyndun í þér, að hann/hún myndi aldrei gera svona, hann/hún baðst afsökunar og mun aldrei gera þetta aftur (en gerir það), að þetta sé þér að kenna, að þetta sé bara því hann/hún elski þig svo mikið, ég misskildi hvað gerðist og svo fjöldi annara afsakana. Hjartað og hugurinn eru oft ósammála og það skapar togstreitu inn á við. Hjartað togar þig til baka en hugurinn áfram. Fólk hræðist það sem það þekkir ekki.

Þetta er mun algengara en fólk heldur.
Það eru nefninlega ekki allir sem geta sagt frá.

Ég vona að þetta gagnist einhverjum ❤

Þú ert ein/nn að ganga úti í eyði. Það er kalt úti og þú ert vilt/viltur, búin/nn að vera það í alltof langan tíma og vonast nú bara til þess að finna stað til að hlýja þér. Þú sérð X í heitapotti og þér er boðið í heitapottinn. Eini staðurinn þarna í kring til að hlýja sér er heitipotturinn. Í heitapottinum er kósý og þar er nudd og þæginleg sæti. Þetta er þvílík dekurstund. Smám saman hitnar potturinn meira og þú spyrð X hvort það sé hann sem er að hita pottinn upp meira. X segist ekki finna neinn mun og segir þér að þú sért bara að ímynda þér þetta. Kuldinn er svo mikill að það verður óvenju mikið contrast á milli kulda og hita og það er að rugla þig. Að lokum stígur þú uppúr pottinum, þetta aðeins of mikill hiti. X biður þig afsökunar, þetta var alveg óvart. Misskilningur. X biður þig afsökunar og segir þér að þetta gerist ekki aftur. Þú sættir þig ekki við þetta, þú brenndir þig. X segir þér leiðina heim en útskýrir fyrir þér að það er mjög löng leið. Farðu til vinstri. En þegar þú gengur í burtu í kuldanum finnur þú hvað þú ert ein/nn og hvað það er ótrúlega ótrúlega kalt úti. Það er orðið erfitt að ganga og þú treystir því ekki að þú munir ná að ganga alla þessa löngu leið. Ekki í þessu veðri. Þú munt frjósa í hel áður en þú nærð alla leið. Það er enginn annar staður til að hlýja sér í kring. Í minningunni minnistu þess einnig hversu notalegur potturinn var, áður en hækkaði í hitanum. Þú snýrð því við og ferð aftur í pottinn, því úti er óeðlilega kalt og einmannaleikinn er yfirþyrmandi. Þú manst ekki lengur hvernig þér leið áður en þú prófaðir pottinn í fyrsta lagi. Dapurlegi sannleikurinn er sá að leiðin heim var til hægri, X laug að þér.
Í pottinum er notalegt, þar til hækkar í hitanum og það verður óþæginlegra að vera í pottinum. Hringrásin heldur áfram, því potturinn lokkar þig til sín. Það er ekkert eins notalegt og hann, sérstaklega núna þegar þú finnur hvernig það verður kaldara og kaldara úti. Það er svo löng leið heim. Þú snýrð því aftur við og ferð aftur í pottinn. X hækkar hitann alltaf meira og meira og þú áttar þig ekki á því hvað er að gerast fyrr en það er orðið of seint.

Hugið vel að ykkur sjálfum.
Hver sem þú ert, hvar sem þú ert.

Þú ert nóg ❤

 

– Karen

Hvað er að vera manneskja?

Samfélagsmiðlar fá verðlauna (vellíðunar) kerfið til þess að virkjast, og það, hratt.
Við leitum að eitthverju til þess að veita okkur vellíðan og eftir augnablik, eina leit, eitt klikk, þá höfum við fundið það. Leið til þess að vera tengd. Leið til þess að tilheyra. Leið til þess að upplifa okkur ekki ein.

Það er margt gott við það. Ég hefði líklega vitað fæst af því sem hjálpar mér í dag, ef það hefði ekki verið fyrir samfélagsmiðla.

Það má samt deila um það hvort birtingarmynd einstaklinga sé sú hjálplegasta á samfélagsmiðlum.

Þetta fer náttúrulega allt eftir því hvernig þú notar samfélagsmiðla, ég held samt að við getum flest verið sammála því, að á þeim eigum við það til að vera yfirborðskennd, allir að reyna að sýna bestu hliðar og útgáfur af sjálfum sér. Ég hef sjálf verið sek um það.

Það sem mig langaði að ræða um er hvernig þetta hefur áhrif á mannleg tengsl.

Ef við erum öll mest megnis/einungis að setja fram okkar bestu hliðar, hvaða mynd erum við þá að gefa hvort öðru um hvort annað?

Hvað erum við að læra? Hvernig getum við nýtt það til þess að verða betri manneskjur og þar af, betra samfélag?

Hvað er það að vera manneskja? Er það bara beinu, fínpússuðu partarnir? Fá þeir ekki flest likes? Erum við ekki öll að velja „bestu“ myndirnar af okkur útlitslega séð? Því hvernig gæti ég leyft mér að hafa þessa mynd af mér á facebook? Ég er sko með undirhöku og bauga! Því flestir vita að það er ekki eðlilegt að vera með undirhöku og bauga.. eða hvað?

Hvað er það að vera manneskja? Er það bara allir fínu flottu hlutirnir sem við eigum? Ætli bíldruslan sem við áttum fyrir nokkrum árum hefði verið nógu áhugaverð, nógu flott?

Hvað er það að vera manneskja? Er það bara í lagi að tala um það þegar okkur líður vel? Eða er pláss fyrir að líða illa á samfélagsmiðlum?

Punkturinn sem ég er að reyna að koma með er sá að við tengjumst við hvort annað á samfélagsmiðlum. En við erum á sama tíma ekki að tengjast við hvort annað. Við gefum upp ákveðna ímynd sem aðrir tengja við og gefa á sama tíma sjálfir upp ákveðna ímynd.

Ef þú notar samfélagsmiðla til þess að reyna að hressa þig við þá skil ég að það er ekki gaman að heyra af því að þessum og hinum líður ekkert geggjað vel í dag.

En ef þú ert að nota samfélagsmiðla til þess að tengja við fólk, finnast þú tilheyra og minnka einmannakennd… hvað ertu þá raunverulega að tengja við?

Er bara til ein útgáfa sem er í lagi? Fullkomið útlit, fullkomin líðan, fullkominn orðaforði.. og svo áfram má telja? Hvað er þá að vera manneskja? Hvað lærum við?

Ég er ekki að segja að það sé ekki í lagi að pósta „fullkomnun“. Það þarf samt jafnvægi. Við þurfum líka að sjá hvað við erum „ófullkomin“.

Við erum allur pakkinn. Undirhaka. Slef. Baugar. Sléttur magi. Bumba. Bíldruslur. Glæsibílar. Vellíðan. Vanlíðan. Stafsetningavillur. Stafsetningasnillar… billjón skrilljón eiginleikar.

Við eigum öll það sameiginlegt að líða stundum illa. Við eigum öll það sameiginlegt að líða stundum vel.

Afhverju er ein útgáfan verðlaunaðari en önnur? Af hverju er ein útgáfan meira „í lagi/samþykkt“ en önnur?

Við erum að búa til mannlegt tengsl milli hálfmanneskja.

Það hvernig við erum ólík getur kennt okkur svo mikið um hvort annað. Það hvernig við tökum öðruvísi á hlutunum getur kennt okkur svo mikið um hvort annað. Það hvernig okkur líður getur kennt okkur svo mikið um hvort annað.

En ef við erum öll bara ímynd. Bara það sem flestir eru sammála um að sé í lagi. Bara það sem er auðveldara samþykkt. Hvað lærum við þá?

Ég man eftir því þegar mamma deildi myndbandi af mér að syngja frá því í fyrra, ég var bara að æfa mig að taka fyrstu skref aftur upp á svið, ég gjörsamlega fríkaði út þegar ég sá myndbandið, því hver nóta var ekki fullkomin og það heyrðist stress í röddinni. Mamma tók það niður og ég andaði aftur rólega.

Hvað var ég að segja við sjálfa mig?

„Það er ekki í lagi að aðrir sjái að þú ert ekki fullkomin“.

Við erum ekki róbotar, það er enginn fullkominn.

Það treysta sér ekki allir til þess að leyfa fólki að sjá sprungurnar í blómavasanum. Einhvern veginn er orðið auðveldara að vera það sem við teljum okkur eiga að vera, heldur en það sem við erum.

Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að tala um þetta. Þess vegna skrifa ég.

Við þurfum að leyfa okkur að vera ekki „fullkomin“. Það gerir okkur bara dómhörð og fær okkur til að bera okkur saman við hvort annað.

Í stað þess að dæma eða bera saman. Taktu eftir. Hvað getur þú lært?

Við erum öll og munum alltaf vera, work in progress.

– Karen

Að vera séð

Ég átti það til að drekka of mikið, þegar ég fór á djammið með vinum mínum.
Ég átti svo erfitt að sitja með mínum eigin „vandræðaleika“ sem mig grunar að hafi verið dulbúin skömm. Ég átti svo erfitt með að vera séð.

Mér fannst eins og ég væri gegnsæ og það gætu allir séð hvernig mér leið. Svo ég reyndi alltaf að fela mig á bakvið eitthvað. Brosa meira, hlæja meira.. eitthvað.
Sumt virkaði stundum, sumt aldrei. Áfengi virkaði best.

Ég þróaði aldrei með mér neina almennilega fíkn, mér finnst það sjálfri hálf ótrúlegt að það hefði ekki gerst. En ég átti fleyri grímur, ég átti fleyri felustaði. Eflaust breytti það eitthverju, en ég get ekki verið viss. Áfengi fór alls ekki vel í líkamann minn og ég var fárveik í marga daga eftir að ég drakk. Líklega hefur það einnig haft eitthver áhrif.

Þegar vinir þínir eru farnir að segja þér að það sé kannski ekki sniðugt að þú drekkir í kvöld, því seinustu skipti hafiru drukkið allt of mikið, þá gætu þeir haft eitthvað til síns máls (sem þeir gerðu, í mínu tilfelli).

Ég var sár, ég vildi ekki missa af gamaninu og treysti mér ekki til þess að sjá hvort ég sem ég, væri nóg. Mér fannst það ekki.

Um leið og ég drakk hrundu allir veggir niður. Neikvæðu hugsanirnar létu sig hverfa og ég var frjáls.. þar til ég byrjaði að æla eða var við það að sofna og hefði líklegast ekki getað komið sjálfri mér heim.

Svo sumarið 2014, þá fer ég í útskriftarferð til Benidorm. Eftir viku hringdi ég í mömmu frá spænskum spítala. Það þurfti að dæla upp úr mér þrisvar.

Ég veit ekki enn þann dag í dag hvort um var að ræða byrlun eða allt of mikla drykkju. Mig langar ekki að vita það.

Ég hef reynt að fela mig á bakvið svo margt í gegnum lífið. Af hræðslu við að vera séð. Að vera hafnað. Ekki lengur. Ekki meir.

Með því að opna mig hér opna ég fyrir allt það sem ég er. Fullkomlega ófullkomna ég.

Ég vona að þú gerir það, eða munir gera það líka, einn daginn. Það er svo frelsandi.

Taktu pláss, finndu fyrir öllum tilfinningunum, leyfðu þér að vera.

Það ætla ég að gera.

 

– Karen

‘Afhverju’

Fyrir hvern við erum að gera/taka þessa ákvörðun? Fyrir hvern við erum að sækjast eftir þessari niðurstöðu?

Þegar við finnum virði okkar útfrá því hvað aðrir, utan okkar, samþykkja og skilgreina sem ásættanlegt. Þá er ‘afhverju’ ástæðan okkar aldrei nógu sterk.

Þitt ‘afhverju’ ætti alltaf að koma út frá því að það er það sem þú velur. Það er það sem þú þarfnast til þess að líða vel, til langtíma litið.

Þegar við vitum að við erum nóg, þá tökum við ekki ákvarðanir til þess að verða heil, samþykkt.

Við tökum ákvarðanir því þær passa við okkar gildi og viðmið, tilgang og ástríðu í lífinu.

Aðstæður koma oft á móti og neyða okkur til þess að taka ákvarðanir sem við vildum ekki þurfa að taka. En þeir sem finna virði sitt útfrá áliti annara, þeir upplifa lífið sem þvingun til þess að gera það sem við viljum ekki gera. Biturð.

Þegar við erum nóg með sjálfum okkur og aðstæður neyða okkur til þess að taka ákvarðanir sem við vildum ekki þurfa að taka. Þá eru þær bara ákvarðanir. Ekki þessi þungi að vera samþykkt. Einungis verkfærakista til þess að lifa af. Einungis val til þess að framtíðin beri eitthvað betra í skauti sér. Einungis tækifæri til þess að læra af og skilja lífið betur.

En þegar ‘afhverju’ okkar er ekki byggt útfrá okkur sjálfum, þá missum við sjónar á því að við erum rithöfundur okkar lífssögu. Þá missum við sjónar á því að ákvarðanir okkar eru eitthvað til þess að læra af og hjálpa okkur að þroskast. Þá upplifum við okkur mun frekar eins og lífið stjórni okkur. Aðrir stjórni okkur. Eins og við séum bara strengjabrúður í stóru leikriti.

Og við missum sjónar á því að við lífið stjórnar okkur ekki. Ákvarðanir stjórna okkur, stýra okkur. Lífið er eitthvað sem gerist. Eitthvað sem er. En það eru ákvarðanir okkar, okkar ‘afhverju’, sem gerir okkur að þeim manneskjum sem við erum.

Þitt ‘afhverju’ ætti aldrei að vera „ég fórna öllu sem ég er, til þess að vera samþykkt“. Þitt ‘afhverju’ ætti alltaf að vera byggt á eigin ákvörðunum, eigin vali, óháð virði. Óháð því að vera viðurkennd/ur fyrir þínar ákvarðanir. Þitt virði og viðurkenning kemur frá þér sjálfri/sjálfum og þú tekur ákvarðanir útfrá því.

Lífið er leikvöllurinn. Það kemur okkur á óvart og skapar hindranir sem við þurfum að komast yfir. En það er einmitt bara það sem við þurfum að gera. Komast yfir. Læra af ákvörðunum, læra af mistökum, gera betur næst.

En við ættum ekki að upplifa okkur þvinguð til þess. Eins og við höfum ekki lengur rödd til þess að tala útfrá okkur sjálfum. Líkama til þess að bregðast út frá okkur sjálfum.
Það ætti bara að vera eitthvað sem er. Hér er áskorum og ég ætla að komast í gegnum hana. Mannshugurinn er stöðugt að sækjast í meiri og meiri upplýsingar og færni. Það er það sem hjálpar okkur að lifa af.

Þitt ‘afhverju’ ætti alltaf að koma innra frá þér, óháð því hvort þú finnir virði útfrá því. Því þitt virði ætti að vera nóg, innra með sjálfri/sjálfum þér. Því þú ert nóg og hefur alltaf verið nóg.

Þitt ‘afhverju’ ætti alltaf að koma útfrá sjálfri/sjálfum þér, fyrst og fremst. Hvernig þessi ákvörðun hjálpar þér með því að læra nýja færni, nýjar upplýsingar, nýjar orsakir, nýjar afleiðingar o.s.frv.

Við erum stöðugt að læra, út allt lífið. Þannig virkar það bara. Við erum aldrei „full-lærð“. Við erum aldrei nein ákveðin niðurstaða. Að eltast við fullkomnun og að gera alltaf allt til þess að vera betur samþykkt, það mun skilja þig sjálfa/sjálfan eftir. Við erum ekki fullkomnun, við gerum mistök, við bætum okkur, þannig virkar það. Endalaus hringrás aftur og aftur.

Ef okkar ‘afhverju’ er á kostnað okkar sjálfra. Ef okkar ‘afhverju’ er að fórna því sem gerir okkur að okkur sjálfum fyrir alla aðra. Þá lifum við lífi utan okkar sjálfra. Eins og „fullkomin“ vélmenni, sem gera alltaf allt „rétt“. Ef við gerum alltaf allt „rétt“ og hættum að gera mistök, þá lærum við aldrei neitt nýtt. Þá þróumst við ekkert. Þá þroskumst við ekkert.

Leyfðu þínu ‘afhverju’ að koma frá þér. Þú ert nóg, leyfðu þér að vera það.

 

– Karen