Spurningar til mín

Stundum getur þađ gerst ađ okkar vilji og okkar þarfir taka aftursæti eđa hverfa nánast

Þegar okkar vilji breytist í hvađ viđ teljum okkur eiga ađ vilja eđa teljum ađra vilja frá okkur

Þegar okkar þarfir breytast í hvađ viđ teljum okkur eiga ađ þurfa eđa teljum ađra þurfa frá okkur

En hvar er þađ sem ég þarf og hvađ ég vil?

Til þess ađ kynnast sjálfri mér betur þurfti ég ađ endurskođa þađ. Hver er ég?

Þetta er erfiđ spurning ađ spyrja og erfiđ ađ svara en þađ getur veriđ auđveldara ađ byrja ađ skođa hvađ viđ þörfnumst ekki og hvađ viđ viljum ekki.

Þađ hefur líka hjálpađ mér ađ endurskilgreina ýmislegt sem ég leiddi hugann ekki ađ áđur fyrr.

Fyrir mér, hvađ er ást?
Hvers þarfnast ég frá ást?
Hvađ vil ég frá ást?

Fyrir mér, hvađ er ekki ást?
Hvers þarfnast ég ekki frá ást?
Hvađ vil ég ekki frá ást?

Fyrir mér, hvađ er ađ treysta?
Hvers þarfnast ég frá trausti?
Hvađ vil ég frá trausti?

Fyrir mér, hvađ er ekki ađ treysta?
Hvers þarfnast ég ekki frá trausti?
Hvađ vil ég ekki frá trausti?

Fyrir mér, hvađ er ađ setja mörk?
Hvers þarfnast ég frá því?
Hvađ vil ég frá því?

Fyrir mér, hvađ er ađ setja engin mörk?
Hvers þarfnast ég ekki frá því?
Hvađ vil ég ekki frá því?

Hvađ er heilbrigt samband? (Þarf ekki ađ vera ástarsamband)
Hvađ er óheilbrigt samband?

Hvađ er samkennd?
Hvađ er stuđningur?

Hvađ eru heilbrigđ samskipti?
Hvađ eru óheilbrigđ samskipti?

Hvađ er virđing?
Hvađ er virđi?

Hvađ er styrkjandi?
Hvađ er niđurbrjótandi?

Hvađ lætur mér líđa vel?
Hvađ lætur mér líđa illa?

Hvers þarfnast ég frá mínu nærumhverfi?
Hvađ vil ég frá mínu nærumhverfi?

Hvađ þýđir skilyrđislaust?
Hvađ þýđir ađ standa međ sér?

Hvernig er ég til stadar fyrir mig?
Hvernig er ég þađ ekki?

Hvađ er heilbrigđ hjálp?
Hvađ er óheilbrigđ hjálp?

Hvađ er athygli?
Hvers þarfnast ég frá athygli?
Hvers þarfnast ég ekki?
Hvađ vil ég?
Hvađ vil ég ekki?

Þađ er fullt af svona spurningum sem hafa hjálpađ mér ađ skilja sjálfa mig betur, kynnast mér betur, svo ég geti betur veriđ til stađar fyrir mig, í framhaldinu svo betur til stađar fyrir ađra.

En þá þarf ég ađ skođa, er ég ađ standa međ mér?
Er ég ađ uppfylla þađ sem ég þarfnast og þađ sem ég vil?
Er ég ađ setja mörk viđ þađ sem ég þarfnast ekki og þađ sem ég vil ekki?

Hvernig vil ég ađ þađ sé komiđ fram viđ mig? Kem ég þannig fram viđ sjálfa mig?

Kemur þađ frá mér eđa hefur þađ blandast viđ þađ sem ađrir þarfnast og vilja ađ ég sé, eđa hvađ ég tel mig eiga ađ þarfnast og vilja frá mér?

Ég veit þetta er hausverkur, en þetta hefur hjálpađ mér svo innilega ađ kynnast mér betur og standa međ sjálfri mér. Ađ færa fókusinn aftur á mig og hlusta á þađ hvađ ég hef ađ segja mér, virkilega, virkilega hlusta, af athygli og af umhyggju og skilning.

– karen

Vöxtur

Don’t: get comfortable

Do: get growing

Hugleiđingar..

Þađ liggur vöxtur í óþægindum ♡

Ekki halda svo fast í gömul mynstur/gamlar leiđir ađ þú leyfir þér ekki ađ skipta um skođun á neinu, ađ þú gerir hlutina einungis af vana og ekki af því þú raunverulega vilt þađ

Leyfđu þér ađ undrast
Leyfđu þér ađ upplifa
Vertu forvitin/nn um lífiđ og prófađu eitthvađ öđruvísi einu sinni og einu sinni

Ef þú getur fundiđ þađ
Ef þú vilt finna þađ
Þá er vöxtur í breytingum
Jafnvel einungis breyting á sjónarhorni, breyting á skođun eđa breyting á viđhorfi
Sama hversu smá hún er

 

– karen

Athyglissýki?

„Hann/hún vill bara athygli“
„Þetta er bara athyglissýki“

Þetta er almennt neikvætt
Ađ þurfa aukna athygli
En mig langar ađ skođa þađ ađeins

Hverjir þurfa aukna athygli?
Hvers vegna þarf einhver aukna athygli?

Ef viđ finnum hjá okkur sjálfum ađ viđ erum elskuđ, ađ þađ er hlustađ á okkur, ađ viđ erum séđ, ađ viđ skiptum máli, ađ viđ erum einhvers virđi
Þurfum viđ þá aukna athygli?
Athygli í sjálfu sér er bara ađ finna ađ viđ tilheyrum
Þörf á aukinni athygli hlýtur þá ađ vera leiđ viđkomandi til þess ađ finnast hann mega tilheyra, skipta máli

Litla hjartađ ađ kalla upp ađ þađ þarfnast þess ađ vita ađ þađ má taka pláss

Ađ vanta athygli, hvers vegna er þađ neikvætt um viđkomandi
Mér þykir þađ meira dapurt og sorglegt og ég finn meira til međ viđkomandi því hann þarf bara ađ vita ađ hann skipti máli, sama hvađa leiđ hann notar

Þegar einhverjum vantar athygli, virđist kalla á aukna athygli frá öđrum, þá er þađ tækifæri til þess ađ sýna kærleika og skilning. Þađ er þađ sem viđkomandi þarf á ađ halda.

Ađ vita ađ þađ er í lagi ađ vera mannlegur, ađ þađ er í lagi ađ fara í gegnum allar tilfinningarnar og hugsanirnar sem koma upp.

Ađ þurfa meiri athygli kemur frá því ađ þurfa samþykki, ađ vita ađ þađ er allt í lagi, ađ mađur verđi ekki yfirgefinn ef mađur er ekki „fullkominn“ ađ þađ er einhver til stađar, ađ vita þađ.

Viđ erum ekki ein, viđ erum elskuđ og stundum þá gleymum viđ því og þá þörfnumst viđ ađ finna þađ aftur, einmitt í gegnum þađ ađ kalla eftir meiri athygli.

Ađ þarfnast meiri athygli kemur frá skort af athygli, eđa einungis athygli á ákveđna parta og engin á ađra, höfnun á ađra, höfnun á erfiđu tilfinningarnar, ađ setja mörk, standa međ sjálfum sér, sjálfstæđa hugsun sem dæmi.

Knúsum þá sem þurfa meiri athygli.
Međ orđum.
Međ augum
Međ eyrum.
Međ höndum.
Međ hjörtum.

Verum til stađar

Ađ þarfnast aukinnar athygli getur veriđ hljóđlátt eđa hávært kall à hjálp, ást, virđi, skilning og umhyggju, jafnvel þó viđ skiljum ekki formiđ sem þađ birtist í.

Reynum ađ sýna náunganum og okkur sjálfum meiri skilning og kærleika og afskrifum ekki þörf á athygli sem eitthvađ neikvætt eđa ljótt.

Þađ er tækifæri til þess ađ hlúa ađ einhverju sem þarfnast þess ađ fá pláss.

 

– karen

Reiđi, hræđsla og sorg

Hjá sjálfri mér tel ég mig hafa fundiđ ákveđna hringrás innra međ mér.

Óunnin sorg og sársauki sem hefur ekki fengiđ rými verđur ađ hræđslu viđ sársaukann, ótti viđ ađ vera hafnađ fyrir hann.

Óunninn ótti viđ sársauka verđur ađ reiđi gagnvart óttanum og undirliggjandi sorg.

Reiđin felur í sér ađ hún reynir ađ finna orsòkina og beinir kröftum sínum ađ henni.

Ef ekki er unniđ međ hana inn â viđ getur hún beinst út á viđ.
Inn á viđ beinist hún ađ mér sjàlfri, ađ sorginni og hræđslunni sem býr til orkuna sem ekki hefur veriđ gengist viđ og fariđ í gegnum.

Sársauki ofan á sàrsauka ofan á sàrsauka. Allt beinist aftur ađ sársauka, í mismunandi formi en allt frá sama stađ. Þađ er eins og hann stökkbreytist þegar hann fær ekki rými. Stækkar og ýkist.

Ef ég bregst viđ öllum þessum sàrsauka međ því ađ hafna, afneita, deifa eđa frávarpa, þá verđur bara til enn meiri sársauki.

Êg þarf ađ fara í gegn.

Komast til baka ađ upprunalega sársaukanum, horfast í augu viđ hann, taka öll lögin í burtu og tala viđ hann, vera til stađar, hlúa ađ honum og gefa honum rými.

Þá getur hann fengiđ ađ segja og sýna þađ sem hann þarfnast ađ segja og sýna.

Ég þarf ađ stíga inn í þađ, fara í gegnum orkuna sem hann er ađ búa til, leyfa henni ađ koma og vera eins og hún er.

Þegar hùn hefur fengiđ ađ vita ađ hún er séđ og þađ sê hlustađ á hana, þá mun hún kveđja, því hún fékk rými til þess ađ fara í gegn.

 

– karen

Alltaf?

Ég væri ekki fullkomlega einlæg ef ég talađi einungis um verkfærin mín à þann hátt ađ þau haldi mér alltaf, hvert augnablik á þeirri braut sem er best fyrir mig. Ég fer afvegaleiđir hvern dag. Þær staldra styttra en áđur, en þær eru þarna.

Máliđ er ađ þegar viđ erum börn og viđ okkur taka miklir erfiđleikar, ringulreiđ eđa sàrsauki þá upplifum viđ ákveđiđ stjórnleysi utan okkar sjálfra. Stjórnleysiđ hræđir okkur, ađ geta ekkert viđ hlutunum gert.

Þá getur þađ undirmeđvitađ gerst ađ viđ búum til stjórn, međ því ađ finna orsökina.

„Ef orsökin er ég, þá get ég stýrt ferđinni. En ef orsökin er ég, þá hlítur eitthvađ ađ vera ađ mér og ef eitthvađ er ađ mér, þá þarf ég bara ađ laga mig og þá get ég lagađ ađstæđurnar“.

Þannig getum viđ ómeđvitađ hafnađ okkur sjàlfum, tekiđ á okkur ákveđna skömm ađ geta ekki bara veriđ betri, geta ekki bara lagađ hlutina međ því ađ laga okkur sjálf.

Ég hef veriđ föst í þessu mynstri, ađ geta ekki bara lagađ mig sjálf, ađ geta ekki bara veriđ nóg, en ég veit ađ þetta er bara trú og vandamáliđ er ekki ég sjálf heldur trúin ađ þetta sé ég sjálf. Ranghugmyndirnar, sjálfvitundarskekkjan, brotna sjálfstraustiđ.

Máliđ er ađ tilfinningalegir erfiđleikar koma ekki inn í líf okkar međ þann tilgang ađ vinna okkur mein, þó svo viđ tökum því oft þannig.

Þeir koma til ađ leiđa okkur ađ einhverju eđa frá einhverju, en þađ lærist bara međ því ađ fara í gegn, án þess ađ ýta á eftir því eđa búast viđ einhverri ákveđinni niđurstöđu, leyfa þvì sem kemur ađ koma alveg eins og þađ kemur.

Í því sem veldur okkur tilfinningalegum sársauka leynist vöxtur, ef viđ sýnum því skilning, kynnumst því betur, leiđum okkur í gegn í kærleika.

Í raun eru erfiđleikar ákveđiđ tækifæri, tækifæri til ađ öđlast visku og vöxt, til þess ađ skilja betur heiminn í kringum okkur, þó þađ sé erfitt ađ sjá og skilja þegar þeir koma fyrir.

En flest okkar eru sammála því ađ viđ kynnumst okkur sjàlfum á nýjan hátt þegar viđ förum í gegnum erfiđleika.

En til þess þarf ađ vinna međ trúnna ađ erfiđleikar segi eitthvađ um okkar virđi sem einstaklingar. Þeir segja okkur eitthvađ um gjörđir og þađ sem gerist í kringum okkur.

Okkar virđi sem einstaklingar er án skilyrđa. Viđ erum nóg eins og viđ erum, en þađ er allt annar handleggur hvađ viđ gerum. Allt sem viđ gerum getur kennt okkur eitthvađ, allt sem viđ erum einfaldlega er.

Þetta er ég hægt ađ læra og minna mig á. Taka eftir því þegar ég fer ađ dæma mig í erfiđleikum, færa stjórnina yfir á mig, þegar ég hef enga stjórn.

Því þegar ég geri þađ þà bindi ég ómeđvitađ fyrir augun mín og sé ekki hlutina eins og þeir eru, sé ekki hvađ ég get lært af þeim, því ég færi fòkusinn yfir á sjàlfa mig.

Þađ besta sem ég get gert í erfiđleikum er ađ fagna þeim sem einhverju sem mun kenna mér eitthvađ ef ég bara leyfi því bara ađ gerast, bara vera eins og þađ er og fylgi sjálfri mér í gegnum þađ án þess ađ fara í baráttu viđ sjálfa mig, því í baráttunni tek ég inn á mig skömm, skömm sem tilheyrir mér ekki.

Ef mér tekst ađ gera þađ, fylgja straumnum eins og hann liggur, án þess ađ dæma eđa vænta þess ađ hann sé öđruvísi, án þess ađ dæma mig eđa heimta ađ ég sé öđruvísi, þá get ég séđ þađ sem ég þarf ađ sjá til þess ađ læra, til þess ađ vaxa.

Svo ég reyni nùna ađ taka eftir því þegar þađ gerist, án þess ađ reyna ađ breyta neinu, án þess ađ telja mig vita hvađ mun gerast í framhaldinu. Bara vera međvituđ.

En eins og ég segi þá er þetta stöđug endurtekning, stöđug æfing og ég þarf ađ gera þetta aftur og aftur og aftur. Ég tek ekki í burtu sàrsaukann sem ég ómeđvitađ olli sjàlfri mér á einum degi. Þađ tekur allt tíma og ég þarf ađ sýna því þolinmæđi.

Ég get viđurkennt þađ ađ stundum missi èg sjónar af því hver ég er, en međ æfingunni staldra ég ekki lengur lengi viđ þar.

Þetta er stöđugt ferli, hlykkjóttur vegur en ef ég bara treysti því ađ þetta er allt lærdómur sem ég get tekiđ međ mér í allt lífiđ, þá verđur hann ekki eins óhugnarlegur, því ég veit ađ mér er ekki ætlađ ađ festast í sàrsauka, mér er ætlađ ađ fara í gegnum hann.

Ég get hjálpađ mér í gegnum hann međ því ađ veita honum athygli og þannig virđi, reyni ađ kynnast honum betur og sjá hann eins og hann er, ekkert nema leiđarvísir, fyrir mig.

Hér, fyrir mig ef ég bara leyfi honum ađ vera þađ og svo kveđjumst viđ þegar skilabođin eru móttekin til mín, þar til hann hefur eitthvađ meira ađ segja mér.

 

– karen

Meira um sjálfstraust

Mikilvægt 🙏❤

Ađ sýna þeim pörtum af okkur einnig skilning sem okkur líkar ekki viđ
Endurorđađ: þeim pörtum sem viđ höfum lært ađ hafna af ótta viđ ađ vera hafnađ
Öll þessi neikvæđni sem fær okkur til þess ađ hafna kemur frá stađ verndunar
Verndunar frá því ađ vera ekki samþykkt, ađ fá ekki rými
En viđ teljum verndunina vera sannleika, ađ þessir partar séu vondir, hættulegir okkur sjálfum
Viđ viljum passa inn í þann ramma sem okkur er gefinn og þá veljum viđ ađ hafna því sem passar ekki, samkvæmt einhverjum kvarđa sem kemur ekki frá okkur sjálfum.
Viđ þurfum skilning
Hlýju
Ást
Til alls sem viđ erum
Viđ getum lært ađ vaxa frá því sem veldur meiri sársauka en vellíđan gagnvart okkur sjálfum og öđrum
En þađ gerum viđ ekki međ því ađ útrýma því međ neikvæđni, međ enn meiri sársauka
Viđ gerum þađ međ því ađ leiđbeina
Sýna skilning
Taka utan um
Međ ást og kærleika
Því þetta er allt bara upplifun
Allt partur af okkur
Allt til ađ kenna okkur
Hjálpa okkur
Hér fyrir okkur
Og viđ getum ekki nýtt okkur þađ
Međ því ađ stappa niđur þađ sem er erfitt
Þađ sem er sársaukafullt
Viđ horfumst í augu viđ þađ
Tökum í hendurnar á því
Leiđum okkur í gegn og tökum međ okkur allt sem viđ lærđum í gegnum ferliđ
Viđ gerum þetta saman
Viđ međ sjálfum okkur
Þannig lærum viđ ađ treysta á ađ viđ erum alltaf til stađar sama hvađ, í hvađa ađstæđum sem er, í kringum hvern sem er
Traust er áunniđ
Líka hjá okkur sjálfum til okkar sjálfra
Viđ vinnum þađ inn međ því ađ sýna okkur ađ viđ erum hér alltaf, skilyrđislaust
Líka þegar okkur finnst viđ ekki vera þađ
Finnst viđ hafa brugđist
Þá erum viđ hér

– karen

 

„I used to think confidence was being happy with everything you were. But now I know it’s being accepting of everything you are“.

~ Anna Mathur

Lítiđ ljóđ um sjálf endurspeglun

The reflection in the mirror
Meets my eyes
They’re full of sadness
And tears left to cry

„Why don’t you love me
Everything I am
When am I good enough
For you to hold my hand“

Body’s aching
For a gentle touch
A final acceptance
Is it asking for too much

„All I ever
want from you
Is without conditions
A love that’s true“

Look a little closer
What you’ll find
All you’ve looked for
Here in your eyes

Take your attention
Deep inside
The voice of the reflection
„I’m here for you till the end of time“

 

– Karen Lind Harđardóttir

Lítiđ ljóđ um samskipti

Communication

I meet you as you are
Where you are
I meet me as I am
Where I am
I meet this moment as it is
Where it is
And let it unfold
Because I haven’t been here before
And I don’t know what’s coming
And what stays behind
When the moment has passed
So let’s be patient
Let’s be kind
Let’s be here
Just here
Just now
I am no less nor no more than you
You are no less nor no more than me
This moment is no less nor no more than any other moment
It’s just different
Unique
Because it hasn’t been here before
Neither have I
Neither have you
Not exactly like this
So let it be
Just be
And stay with me
As I stay with myself
And you with yourself
And we can help each other grow
If we want
Or just be
Allow things to be
And that’s enough

– Karen Lind Harđardóttir

Augnablik

Þađ breytist eitthvađ þegar ég hætti ađ horfa á mína líđan hvert augnablik sem óvin, eitthvađ sem ég þarf ađ lagfæra á stundinni međ því ađ hamra þađ í mig ađ mér eigi ekki ađ líđa svona.

Þegar þađ gerist og ég fer ađ reyna ađ stjórna, þá kemst hugurinn í ennþá meira uppnám, því ég er ekki ađ sýna því skilning ađ þetta er bara hugur og hjarta ađ vinna úr því sem þađ hefur upplifađ og munu koma til međ ađ upplifa.

Ađ mér líđi einhvern veginn er ađ segja mér eitthvađ, hvort sem ég sé þađ skýrt eđa bara alls ekki.

Þađ er mitt hlutverk ađ vera til stađar fyrir mig ì allri líđan, til þess ađ halda ró innra međ mèr.
Því ef hugur og hjarta eru vinir og styđja hvort viđ annađ, þá myndast ekki þessi togstreita „mèr líđur svona en mér ætti ađ líđa svona“.

Svo núna þegar einhver tilfinning eđa hugsun kemur upp sem mér líkar kannski ekki viđ, þá segi èg bara skýrt „skilyrđislaust“, því þađ er þađ sem àst er, skilyrđislaus, og ég verđskulda hana ekkert minna þegar ég er í uppnámi.

Í raun þarfnast ég hennar meira þegar ég er í uppnàmi og þess vegna þarf ég ađ vera tilbúin ađ sýna mér þolinmæđi ađ svona líđi mèr kannski bara nùna.

Þetta augnablik, þà þarf ég à mèr ađ halda og êg ætla ađ gefa mèr þađ, án þess ađ hugsa framfyrir mig. Þađ er bara núna og þetta augnablik þarf ég ađ eigna mér allt sem er ađ gerast, horfast í augu viđ þađ, sýna því skilning og vera til stađar.

Núna, þetta augnablik hér.
Sama hvađ gerist eftirá, bara vera hér núna, án þess ađ dæma eđa reyna ađ stjórna eđa breyta eitthverju.

Þetta er bara ferli sem þarf ađ eiga sèr stađ, bylgja sem fer í gegnum okkur ef viđ gefum henni rými til þess ađ gera þađ.

Því allar tilfinningar og hugsanir þjóna sínu hlutverki þó svo ég sjái þađ ekki.
Þær eru þarna fyrir mig.

Ég er bara ađ upplifa heiminn og þarf ađ leyfa mér ađ gera þađ. Allan pakkann. Ég get ekki valiđ og hafnađ tilfinningum, þær verđa ađ fá ađ vera upplifađar, því þær munu alltaf koma. Þær eru orka og orkan mun alltaf fara í gegn, sama þó viđ viljum þađ ekki. Hún mun alltaf koma.

Viđ höfum val um ađ vingast viđ hana eđa horfa á hana sem óvin.

Ég vel á hverjum degi ađ vera minn eigin vinur. Allt sem gerist innra međ mér má fà plàss, því þađ er allt partur af mér og ég vil ekki lengur hafna einhverjum hlutum af mér og þannig mèr eins og ég raunverulega er, því þannig festist ég í sársauka þess ađ vera hafnađ, og þađ af sjálfri mér.

Ég vel ađ sýna því skilning.
Tilfinning kemur, sem auđvelt dæmi pirringur
Ef ég segi viđ mig „ok, hér er pirringur, þađ er líđan mín núna, þannig er þađ, hér er ég núna, leyfi því ađ vera eins og þađ er, sýni mér mildi í öllu sem gerist.

Svona er þetta núna, bara núna, sama hvađ gerist á eftir, svona er þetta augnablik. Ég sýni því athygli, ég er til stađar fyrir mig, àn þess ađ dæma og án þess ađ dæma fyrir ađ dæma“.
Þá tala ég viđ mig á kærleiksríkan hátt, fylgi sjálfri mèr í gegnum tilfinninguna og svo kemur næsta augnablik eins og þađ kemur.

Ef ég hinsvegar byrja ađ dæma mig eđa reyna ađ breyta eitthverju eins og ađ þvinga mig til ađ líđa vel, eđa magna upp pirringinn međ meiri pirring og gremju, þá festist êg í tilfinningunni og tek međ mér leifar frá henni í næstu augnablik.

Neikvæđni ofan á neikvæđni skapar bara togstreitu og vanlìđan.
Barátta ofan á baráttu.
Reipitog viđ þađ sem ég hef ekki stjórn á.

Þađ hefur hjàlpađ mér gríđarlega ađ byrja ađ vingast viđ allt sem gerist.
Um leiđ og tilfinning kemur sem ég á erfitt međ ađ ràđa viđ þá segi ég bara viđ mig „own it“ og leyfi öllu ađ koma, tek eftir öllu. Líka þegar mér líđur virkilega illa, þá reyni ég ekki ađ breyta því og berjast á móti. Ég staldra viđ, sama hversu erfitt þađ er.

Svo líđur þađ bara náttúrulega hjá, um leiđ og ég leyfi því bara ađ vera eins og þađ er og reyni ekki ađ breyta eđa óska eftir því ađ líđa einhvern veginn öđruvísi.

Ég veit þađ líđur hjà, sama hversu lengi mér finnst þađ dvelja. Þađ mun alltaf líđa hjá og ég ætla ađ leyfa tilfinningunni ađ koma í allri sinni dýrđ, sitja hjá henni þar til hún er tilbúin ađ kveđja, þegar ég þarfnast hennar ekki lengur, þegar hún hefur sagt þađ sem hùn þarf ađ segja, þegar upplifunin og skilabodin sýnilegu eđa ósýnilegu hafa veriđ send til mín og móttekin.

Þà get ég bara tekiđ viđ næstu augnablikum, alveg eins og þau eru.
Öll mikilvæg, öll međ sitt hlutverk.

Fullkomlega ófullkomin.

 

– karen

Undanfariđ

Undanfariđ hef ég hruniđ niđur.

Rifiđ var í gömul sár um jólin og ég hvarf meira og meira inn í sjálfa mig, eftir því sem dagarnir liđu.
Líkamlega heilsan versnađi og versnađi og því var þessi samblanda fullkominn vettvangur fyrir gömul varnarviđbrögđ ađ grípa yfirborđiđ.

Sjálfniđurrif fyrir þađ hreinlega ađ vera ekki fullkomin, ófær um ađ gera mistök, og gagnstæđan sem tekur viđ og endurskilgreinir mig fyrir sjálfri mér er ađ ég SÉ mistök.

Skömm. Óheilbrigđ skömm.

Líkt og kviksandur sem ég er ađ drukkna í og hendurnar grípa í tómt.
Þeim hræddari sem ég verđ, þeim hrađar sekk ég.

Hugurinn telur mig eiga skiliđ allt þađ neikvæđa sem hann notar til ađ rífa mig niđur, og ég, eins hrædd og ég er, byrja ađ rífa mig niđur fyrir ađ vera hrædd.

Ég veit ađ innst innra međ mér eru erfiđar og átakanlegar upptökur ađ spilast, áföll endurupprifjuđ í stöđugri hringrás.
En ég sé þau hvorki né heyri.

Ég finn bara fyrir þeim. Finn sjálfa mig hrópa á hjálp en ađstæđurnar passa ekki viđ þá tilfinningu og ég festist inni og geri ekkert, segi ekkert, gríman tekur viđ, smellir brosi á andlitiđ og lætur sem ekkert sé.

Þvinga mig til ađ láta sem ekkert sé
Innst inni finn ég sjálfa mig molna niđur, græt þađ hvernig ég skildi mig eftir.

Gríman tekur viđ um leiđ og ég get ekki meira.
Hún kemur mér í gegnum augnablikiđ án þess ađ þađ sjáist ađ eitthvađ sé ađ.

Ég veit hún er ađ hjálpa mér, en ég vil ekki fela mig, ég vil ekki hverfa á bakviđ bros sem á bakviđ liggja öll tárin sem aldrei fengu ađ renna, sem ég stoppađi til ađ komast af.

Í áföllum var gríman kölluđ fram, sökum þess ađ ég var brotin niđur.
Í varnarviđbrögđum kalla ég fram grímuna međ því ađ brjóta mig sjálf niđur. Ég viđheld henni međ því ađ taka þátt.

Um leiđ og mér líđur ekki vel þá hef ég 2 valkosti.

Ađ brjóta mig niđur fyrir ađ líđa illa og reyna ađ þvinga mig í ađ líđa betur, reyna ađ breyta eđa laga sjálfa mig, hugsa um hvernig ég gæti orđiđ betri en ég er (stækka mig) eđa verri en ég er (minnka mig).

Hinn valkosturinn er ađ vera til stađar. Þrátt fyrir allt. Skilyrđislaust. Ekki reyna ađ breyta neinu, bara VERA.

Ég hef fundiđ mér ýmis verkfæri sem ég hef veriđ ađ nota þegar mér líđur ekki vel. Ég er þá stöđugt međvituđ, verđ ađ vera þađ því annars taka varnarviđbrögđin viđ og ég skil mig eftir í myrkrinu, haldandi ađ ég eigi ekki skiliđ ađ tilheyra. Ađ taka pláss. Ađ vera elskuđ.

En máliđ er ađ ég fann þessi verkfæri þegar ég var komin á ótrúlega góđan stađ. Sátt.

Ég var búin ađ gleyma erfiđasta brattanum. Þegar ég er alveg ađ gefast upp, ađ gera sjálfa mig ađ engu međ sjálfshatri. Finn hvernig ég byrja ađ þrá ekkert annađ en svefn, of sársaukafullt ađ vera vakandi.

Þađ er erfitt fyrir mig ađ vera til stađar fyrir mig í sársauka, erfiđum tilfinningum yfir daginn, auđveldara þegar mér líđur vel.

En þađ er ólýsanlega erfitt þegar ég er ađ drukkna í honum.
Líkami, hugur, hjarta og sál fara öll í uppnám og mér líđur hreinlega eins og ég geti ekki fariđ í gegnum þađ. Þađ getur orđiđ þađ slæmt ađ ég fer í hugrof. Dofna öll. Allt utan viđ mig er bakgrunnshljóđ. Líkt og ég sé ekki á stađnum.

Þetta er þađ hræđilegasta sem ég hef upplifađ. Finn ekki fyrir líkamanum, tengi ekki viđ umhverfi né sjálfa mig. Er ekkert nema augu. Sem stara. Þrá ađ komast úr þessu. Allt innra međ mér grátbiđur um ađ þetta hætti. En ekkert gerist. Ég bara hverf.

Ég get ekki ímyndađ mér hvernig þađ er fyrir ástvini mína ađ horfa á mig þegar ég verđ svona. Á stađnum en samt ekki. Get stundum ekki komiđ úr mér orđi. Allt hverfur bara.
Þetta er hryllingur og ég óska engum ađ upplifa þetta.

En ég er þrjósk og ég hef alltaf reynt ađ finna lausnir.

Ég hef bara svo oft gengiđ í þá gildru ađ nota þær vitlaust. Jafnvel þó ég kunni ađ útskýra þær rétt, þá samt fara hlutirnir stundum úrskeiđis.

Ég hef ekki veriđ á góđum stađ undanfariđ, og um leiđ og ég reyndi ađ setjast međ tilfinningunum mínum, fara í gegnum þær, þá byrjađi ég ađ finna fyrir mögulegu hugrofi. Þađ er missterkt hvernig þađ kemur.

Líkt og um daginn þegar ég komst alveg í gegnum daginn en hvarf alveg um kvöldiđ.
Líklega því ég upplifđi umhverfiđ öruggt og þá fékk gríman ađ falla og allar tilfinningar hrundu yfir mig og tóku sinn toll
Gat ekki talađ.
Átti erfitt međ ađ gráta.
Þráđi ekkert meira.
Föst.
En máliđ er ađ ég var reiđ og sár út í sjálfa mig fyrir ađ líđa ekki vel.

Ég hafđi náđ svo góđum árangri en hafđi hrundiđ svo snögglega niđur.
Ég var ađ reyna ađ nýta verkfærin mín á þann hátt ađ ég var í rauninni ađ heimta ađ mér myndi líđa betur.

Ef ekkert breyttist um leiđ og ég nýtti þau þá fór ég í ennþá meira niđurrif.
Sá allt í gráu.
Eins og engin von væri eftir fyrir framtíđinni.
Því sársaukinn og þađ ađ hverfa frá sjálfri mér var of erfitt. Of yfirþyrmandi. Þráđi bara ađ þađ myndi hætta.

En máliđ er ađ ég get ekki heimtađ ađ mér líđi öđruvísi. Ég er eins og ég er. Mér líđur eins og mér líđur og þađ er mitt hlutverk ađ vera hér, fyrir mig, alltaf, sama hvađ á bjátar.

Ekki til þess ađ breyta neinu. Bara einfaldlega til þess ađ halda í hendina mína og leiđa mig í gegnum allt þađ sem gerist.

Sitja hjá mér í myrkrinu.
Því þađ er þađ sem ég þarf.
Bara ađ vera til stađar.
Bara þađ.
Skilyrđislaust.
Hér.
Alveg eins og mér líđur, sama hversu mikiđ mig langar ekki ađ líđa þannig.
Þá þarf ég ađ vera til stađar.

Ég get ekki hent sjálfri mér í burtu um leiđ og mér lìđur ekki vel.
Ég á betur skiliđ en þađ ađ elska sjálfa mig međ skilyrđum.

Varnarviđbrögđin eru ómeđvituđ og allt sem þeim fylgja, ég hef ekki stjórn þar.

En ég þarf ađ reyna eins og ég get ađ leyfa mér ađ vera, bara fylgjast međ, bara veita athygli, bara VERA. Hér. Akkúrat núna.

Alveg eins og mér líđur núna. Án þess ađ reyna ađ breyta neinu, búast viđ því ađ eitthvađ breytist eđa ýta á eftir því ađ eitthvađ breytist.

Bara međ því ađ minna mig á þessi orđ
Hér
Núna
Skilyrđislaust

Þetta er allt æfing og ég þarf stöđugt ađ vera ađ minna mig á þađ.
Ég þarf ađ vera hér, í gegnum allt.
Allan sársaukann, allt.
Sama hversu erfitt þađ verđur.
Þannig kemst ég áfram.
Međ því ađ vera hér, alltaf.

Þađ ađ mér líđur ekki vel skilgreinir mig ekki sem manneskju, skilgreinir ekki hvernig mér gengur í lífinu.

Þetta er sú ég sem ég er í dag.
Ég þarf ađ vera hér
Til stađar
Alltaf

 

– karen