Ég treysti því og trúi ♡

Ég treysti því og trúi Að allt ER eins og það á að VERA. Að orkan fer þangað sem hún þarf að fara. Að allt gerist þegar það þarf að gerast. Að allt kemur í ljós þegar það þarf að koma í ljós. Að allt gerist raunverulega FYRIR mig, svo ég geti séð, lært og … Lesa áfram „Ég treysti því og trúi ♡“

Sögur og hugmyndir um sjálf

Sögur. Eitthvað sem hefur verið að vefjast fyrir mér hvern einasta dag. Sögur um það hver ég er, hvað gerðist, hvað það þýðir, hvað það segir um mig í dag og hver ég er, hvað það segir um heiminn og hver hann er, hvað það segir um annað fólk og hvert það er? En ég … Lesa áfram „Sögur og hugmyndir um sjálf“

CPTSD og skilningur

Eitt í viðbót, bara því mér þykir svo vænt um orðin hennar og hún útskýrir þetta svo vel ❤ Þetta er súperflókið meirihluta tímans, en það eru góðir og slæmir dagar líkt og allir upplifa ❤ Það sem ég vildi helst koma inná með póstinum í gær var einfaldlega það að í verstu köstunum, þar … Lesa áfram „CPTSD og skilningur“

Áhrif þess að hræðast höfnun

Á hverjum degi fáum við bein eða óbein skilaboð um það hvernig við eigum ekki að vera. Líkaminn á ekki að vera svona. Okkur á ekki að ganga svona í skóla. Okkur á ekki að ganga svona í vinnunni. Andlega heilsan okkar á ekki að vera svona. Við eigum ekki að bregðast svona við eigin … Lesa áfram „Áhrif þess að hræðast höfnun“

Mismunandi dagar, mismunandi líðan

Mikilvægt 🙏 Við gerum eins og við getum hvern dag ♡ Hver dagur er mismunandi ♡ Form þess hvernig við hlúum að okkur sjálfum breytist einnig hvern dag ♡ Hvað við þurfum hvern dag breytist. Skortur þess sem við þurfum breytist. Hve mikla orku við höfum fyrir okkur sjálf breytist. Hve mikla orku við höfum … Lesa áfram „Mismunandi dagar, mismunandi líðan“

Að segja nei og setja mörk

„Mörk þýða ekki: ég elska þig ekki. Mörk þýða: ég ætla að elska þig og ég ætla að elska mig samtímis“ – Cleo Wade Að þora að segja nei og setja mörk. Lengi vel taldi ég mig vera að gera einhverjum illt með því að segja nei. Ég hræddist að sjá vonbrigðin í augum einhvers … Lesa áfram „Að segja nei og setja mörk“

Að breyta sjálftalinu

Við getum ekki breytt því sem gerðist. En við getum hægt og rólega og með æfingu lært að breyta því hvernig við tölum við okkur sjálf um það sem gerðist, gefið sársaukanum virði og sýnt okkur sjálfum skilning, samkennd og umhyggju yfir því hvernig við brugðumst við, hvernig við upplifðum okkur sjálf, hverju við trúðum … Lesa áfram „Að breyta sjálftalinu“